Bloggfćrslur mánađarins, mars 2007

Gamlar vísur

 

Andrés flestum betur býr

bćtir Sílalćkinn,

kirkjurekann herđir hýr                um Andrés Jónasson á Sílalćk

hann er skyldurćkinn.

 

Jónas ţar á hálfum hlut

hamingjunnar situr,

kaus ađ erđum kýfđan skut           um Jónas Jónasson  á Sílalćk

kvćđin óspart flytur.

 

Hundruđ tvö ţar hefir Páll

hinum síst ađ meini,

honum reynist ekki ţjáll               um Pál Jóakimsson í Árbót

útlćrđur frá Steini.

 

Hefir Gvendur hrađra list

hann vill áfram bruna,

aumt var ţađ hann asnađist           um Guđmund Friđjónsson á Sandi

inn í valtýrkuna.

  

Situr í Árbót sinnugur

Sigmundur hinn rammi,

brjóstmikill bereygđur                   um Sigmund Sigurgeirsson í Árbót

????????????????????. 

Hér eru síđustu vísurnar um bćndur í Ađaldal, og fyrst er ţađ Andrés Jónasson f.1863 d.1906 bóndi á Sílalćk  til 1906, hann var fađir Jónasar bónda á Sílalćk til 1966 fađir Vilhjálms og Ţrastar er ţar búa núna, Ţórhalls bónda á Hafralćk föđur Ásgríms er ţar býr núna, og Ingibjargar á Hraunkoti móđir Arnkels bónda ţar og amma Ólínu er ţar býr núna, nćst er ţađ Jónas Jónasson f.1867 d.1946 bóndi á  Sílalćk hann var mágur Andrésar, Friđjón sonur Jónasar f.1899. d.1946 var bóndi ţar líka en dó sama ár og fađir hans, síđan er ţađ Páll Jóakimsson f.1848 d.1927 bóndi í Árbót 1887-1891, hann var m.a. bróđir Helgu Jóakimsdóttur er flutti á Ísafjörđ, hún var amma Jóakims Pálssonar skipstjóra og útgerđarmanns í Hnífsdal, einnig var Páll bróđir Jóakims Jóakimssonar er einnig flutti á Ísafjörđ hann var m.a. afi Tryggva Jóakims Tryggvasonar kaupmanns á Ísafirđi, síđan er ţađ Guđmundur Fiđjónsson f.1869 d.1944 bóndi og skáld á Sandi 1901-1944,  síđast er vísa um Sigmund Sigurgeirsson f.1875 d.1930 bóndi í Árbót 1897-1910 og 1914-1930 hann var afi Hreiđars bónda ţar til 1974, ţađ vantar síđustu línuna í vísuna um Sigmund ég náđi ekki ađ lesa út úr henni, mun skođa ţađ betur og birta síđar.

 

Halli


Ţjóđsögur

 Fúlatjörn 

Á Finnsstöđum í Kinn voru brćđur tveir međ móđur sinni; hétu ţeir Finnur og Bolli.  Ţar undan bćnum á Finnsstöđum var lítiđ vatn og mikil silungsveiđi.  Ţegar móđir ţeirra brćđra eltist og hćtti bústjórn skiptu ţeir brćđur landi og hlaut Finnur fremri hluta landsins ţar sem Finnsstađir nú eru, sem heita eftir honum.  En Bolli byggđi bć á nyrđri jađrinum ţar sem nú er eyđibýliđ Bollastađir.  Móđirin fylgdist međ Bolla syni sínum.  Ekki leiđ á löngu áđur ţeir brćđur fóru ađ deila um veiđina í vatninu; vildi Bolli hafa hana hálfa, en Finnur spillti veiđinni fyrir bróđur sínum ţví hann vildi eiga veiđina alla og fór Bolli halloka fyrir ofsa bróđur síns.  Varđ ţá móđir ţeirra brćđra mjög reiđ og lagđi ţađ á ađ vatniđ skyldi ţađan í frá verđa fúlasta leirtjörn sem ekkert kvikindi ţrifist í, og svo varđ.  Nú vex ţar lítiđ stargresi.  Af Fúlutjörn er Kaldakinn nefnd Fúlakinn.

(Jón Árnason, Ísl. Ţjóđs. I. S. 462 – Sr. Jón Kristjánsson í Yztafelli)

 

Gátur

Hér koma nokkrar gamlar gátur sem ég fann handskrifađar eftir föđur minn frá 1938, endilega sendiđ inn svör viđ ţessum gátum, svörin koma síđar, og fleiri gátur.

1. Hvenćr byrja andarungarnir ađ synda?

2. Hvađ gerir haninn ţegar hann stendur á öđrum fćti?

3. Hvađ er ţađ sem allir verđa ađ draga en enginn getur boriđ?

4. Af hverju beit Adam í epliđ sem Eva gaf honum?

5. Hvađ er ţađ sem enginn vill vera en allir verđa ađ vera?

6. Hvađa menn ganga á höfđi?

Halli


Gamlar vísur

 

Hernit Tjarnar húsbóndinn

hugur prýđilega,

freknóttur og fattvaxinn             um Hernit Friđlaugsson á Tjörn

og ferndrar allavega.

 

Kristján lúinn kvelur gigt

konan eyđir trega,

Hólmavađi hefir byggt               um Kristján Jónsson á Hólmavađi

heldur ţokkalega.

 

Steina í Haga stíla ég frá

stóru búi hjarna,

komst í hreppsnefnd karl ađ sjá    um Ađalstein Jóhannesson í Haga

kisu í rúmi Bjarna.

 

Austurhaga yfir sást

er ţar Björn í leyni,

honum bekka brast                          um Björn Sigurgeirsson í Austurhaga

ađ bölva Ađalsteini.

 

Hér eru nokkrar gamlar vísur í viđbót og umsögn um bćndurnar, fyrst Hernit Friđlaugsson f.1873 var bóndi á Tjörn 1900-1901, Rauđuskriđu 1901-1909 og Sýrnesi 1909-1947, önnur vísa um Kristján Jónsson f.1839 bóndi á Hólmavađi 1878-1884 og 1886-1914 hann var fađir Benedikts f.1885 bónda ţar frá 1914, síđan er ţađ Ađalsteinn Jóhannesson f.1866 bóndi í Haga 1897-1903, síđan trésmiđur á Húsavík hann var m.a. afi Höskuldar Sigurgeirssonar á Húsavík, síđast vísan er um Björn Sigurgeirsson f.1872 d.1913 bóndi í Haga 1894-1899 og í Austurhaga 1899-1913,

gćti veriđ í ţessum vísum vitlaust ritađ hjá mér eđa ég ekki skiliđ alveg stafsetninguna hjá föđur mínum, gćti líka veriđ gömul orđ sem mađur ţekkir ekki.

 

Halli

 

Gamlar vísur

Stöđum-Jarla stórvirkur

stýrir prýđilega,

Sigtryggur er sambrýndur           um Sigtrygg Björnsson á Jarlsstöđum

alveg hrćđilega.

 

Heim ađ Garđi hugur snýr

hressingu ţarf hann núna,

ágćtlega Baldvin býr                 um Baldvin Sigurđsson í Garđi

brennivíns viđ trúna.

 

Nes hefir lengi Ţorgrím ţreytt

ţví má enginn varna,

hefur ţó ei hugsađ neitt                  um Ţorgrím Pétursson í Nesi

hann mun fjölgun barna.

 

Ađ Vilhjálmi vísu ég sný

vers á Hafralćkinn,

skuldaflćkjum öllum í               um Vilhjálm Jónasson á Hafralćk

undarlega frćkinn.

 

Hér eru fjórar vísur í viđbót um bćndur í Ađaldal um aldamótin 1900, og smá upplýsingar um ţá,

Sigtryggur Björnsson f.1873 d.1940 bóndi á Jarlsstöđum frá 1898, afi bćnda sem ţar búa núna Sigurđar og Einars Jónssona, Baldvin Sigurđsson f.1837 d.1915 bóndi og smáskammtalćknir í Garđi afi ábúanda ţar Guđnýjar Benediktsdóttur, Ţorgrímur Pétursson f.1843 d.1923 bóndi í Nesi 1867-1919 afi Steingríms í Nesi bónda ţar, hann lést 1968, Vilhjálmur Jónasson f.1862 d.1939 bóndi á Hafralćk 1889-1934 fađir Konráđs bónda ţar og rithöfundar sem bjó međ föđur sínum 1910-1930 og flutti ţá til Akureyrar Konráđ var fađir Gísla sem lengi var forstjóri ÚA á Akureyri.

 

Halli


Bćndavísur

Ég ćtla ađ reyna ađ gera grein fyrir ţessum bćndum sem vísurnar eru um sem ég hef veriđ ađ setja inn á bloggiđ hjá mér, Sigurjón Ţorgrímsson f.1864 bóndi í Hraunkoti sennilega stuttan tíma, síđar gestgjafi á Húsavík var giftur Júlíönnu Guđmundsdóttur f.1854 ţau hjón barnlaus. Davíđ Jósefsson f.1852 bóndi á Knútsstöđum og síđar á Hólmavađi giftur Helgu Kristjánsdóttur f.1854 ţau hjón voru barnlaus, en voru fósturforeldrar Jónasínu á Hólmavađi. Pétur Stefánsson f.1853 bóndi á Núpum 1892-1904 áđur í Sultum 1888-1891, flutti til Húsavíkur 1904. Sigurjón á Núpum er ég ekki viss um en tel hann vera Sigurjón Jónsson f.1840 í Haga var bóndi í Strandhöfn í Vopnafirđi -1872 síđan á Völlum í Svarfađardal til 1889, síđan í vinnumennsku víđa í Ţingeyjarsýslu, sonur hans Jón var bóndi á Núpum 1899-1900 svo ţetta gćti veriđ hann í vinnumennsku hjá syni sínum, hefur sennilega veriđ tvíbýli á Núpum ţví Pétur Stefánsson bjó ţar 1892-1904 eins og kom fram hér ađ ofan.  Síđan eru ţađ bćndur viđ vísur sem ég setti inn hjá mér 12.mars, ţar er fyrst Indriđi Kristjánsson f.1847 langafi minn bóndi í Skriđuseli 1893-1915.  Bjarni Benediktsson f.1863 var bóndi í Hellnaseli amk. frá 1899-1947. Friđjón Jónsson f.1838 bóndi á Sandi 1873-1917. Jakob Magnússon f.1868 bóndi í Húsabakka amk. 1894-1903?. Sigurjón Friđjónsson f.1867 bóndi á Sandi 1901-1906, síđar bóndi og alţingismađur á Einarsstöđum í Reykjadal og Litlu-Laugum í Reykjadal.

Halli


Gamlar vísur

Kota-hrauni kemur ađ

kvćđa lúinn gyđja,

Sigurjón mun syrgja ţađ       um Sigurjón Ţorgrímsson í Hraunkoti

seint mun eignast niđja.

 

Á Knútsstöđum enda ég hring

allt er blek úr penna,

Davíđs ekki dugar ţing          um Davíđ Jósefsson á Knútsstöđum

Drottni er ţađ ađ kenna.

 

Er á Núpum alţekktur

oft viđ ferju veđur,

bóndinn Pétur blíđlyndur       um Pétur Stefánsson á Núpum

barnahópinn gleđur.

 

Svo er líka Sigurjón

syngur vel ađ marki,

er hann bara eins og ljón         um Sigurjón  á Núpum ???

í öllu ferđaslarki.

 

nokkrar vísur úr stílabók föđur míns, eins og fyrri vísur eru ţćr

um bćndur í Ađaldal um aldamótin 1900, ekki er vitađ um höfund

ađ ţessum vísum, fleira síđar.

 

Halli

  

Ađaldalur

Oft er vindur ćriđ svalur

úti hér viđ norđriđ falur,

byrgđur allur sólarsalur,

sópađ fönn ađ hverjum bć,

allir vegir undir snć.

Á ţó gamli Ađaldalur

einnig vanga rjóđan.

Eiga nokkrir ađrir dal svo góđan?

 

Oft er vindur ör og svalur

út frá hér viđ sjóinn falur,

ţó er opinn sólarsalur

sunnan undir hverjum bć,

inn í hrauni, út viđ sć.

Er ţví gamli Ađaldalur

yndiđ mitt og blíđan.

Engir hinir eiga dal svo fríđan.

 

Guđmundur Friđjónsson á Sandi


Ćttfrćđi

En ćtla ég ađ blogga um ćttfrćđi og nú um skyldleika í mínum ćttum,

Guđmundur Friđjónsson skáld f.1869 d.1944 var sonur Sigurbjargar Guđmundsdóttir

f.1840 d.1874, Sigurbjörg var m.a. systir Sigurveigar f.1833 d.1904 húsfreyja í

Grímshúsum og var hún langalangamma mín í móđurćtt, einnig voru ţćr systur Ţorkels

f..1826 d.1910 bónda á Syđrafjalli, Jónasar f.1825 d.1895 bónda á Sílalćk og

Jóhannesar f.1829 d.1922 bónda í Fellsseli í Kinn, amma Guđmundar á Sandi í föđurćtt

var Hólmfríđur Indriđadóttir f.1802 d.1885 skáldkona og húsfreyja á Hafralćk,

hún var systir Rósu Indriđadóttur f.1814 d.1895 húsfreyja á Laugarhóli í Reykjadal

og var hún langalangamma mín í föđurćtt, fađir Sigurbjargar, Sigurveigar, Ţorkels, Jónasar og Jóhannesar var Guđmundur Stefánsson f.1792 d.1874, afi hans var Indriđi “gamli” Árnason f.1710 d.1812 ćttfađir Sílalćkjarćttar, bróđir Guđmundar Stefánssonar var Ólafur Stefánsson f.1789 d.1861 bóndi á Syđriskál og Fagranesi í Ađaldal, Ólafur var afi Kristjönu Árnadóttur f.1844 d.1927 sem var langalangamma mín í móđurćtt, ţannig ađ út úr ţessu fć ég sem kannske erfitt er fyrir suma ađ skilja ađ Guđmundur Stefánsson var langafi Hallgríms Óla f.1897 d.1954 bónda í Grímshúsum og Ólafur Stefánsson bróđir hans var langalangafi konu hans Kristjönu Árnadóttur f.1907 d.1987 húsfreyju í Grímshúsum sem voru afi og amma undirritađs, endilega sendiđ inn athugasemdir og spurningar og mun ég reyna ađ svara ţví, ţetta er svona smá fróđleikur ef einhverjir hafa áhuga á ţessu.

 

kveđja Halli


Gamlar vísur

 

Er í seli ágćtt horf

Indriđi telur sporin,

reynir ţó ađ rista torf         um Indriđa Kristjánsson í Skriđuseli

rekkum hjá á vorin.

 

Hellnaseli heldur viđ

hraustur geymir sverđa,

Bjarni tyggur tóbakiđ        um Bjarna Bendiktsson í Hellnaseli

tannlítill ađ verđa.

 

Ég á Sandi Friđjón finn

flestum ţykir skćđur,

ađ honum lítur hreppsnefndin      um Friđjón Jónsson á Sandi

hann ţví öllu rćđur.

 

Ég úr núpnum ofan sný

óđum fćkkar býlum,

Jakob hraustur hamast í           um Jakob Magnússon í Húsabakka

Húsabakkakýlum.

 

Sigurjón ţar sér um bú

sonu á og dćtur,

ofur hans er ađferđ sú            um Sigurjón Friđjónsson á Sandi

aldrei skíra lćtur.

 

kannast einhver viđ ţessar vísur, og hver orti ţćr, fann ţćr í gamalli stílabók, skrifađar eftir föđur minn

Helga Ingófsson bónda í Húsabakka, ţetta eru allt bćndur í Ađaldal kringum aldamótin 1900.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

236 dagar til jóla

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 126023

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband