Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Niðjatal

Nýuppfært niðjatal langalangafa míns Þórðar Jóhannessonar f.1812, d.1894 bónda í Presthvammi 1848-1852 og Hrauni 1854-1864 og konu hans Rósu Jónsdóttur f.1810, d.1883, þau eignuðust fimm börn, niðjar þeirra eru skráðir hjá mér 981, faðir Þórðar var Jóhannes Þorsteinsson bóndi á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit, niðjar frá Jóhannesi hjá mér skráðir eru nú 5714, kona Jóhannesar og móðir Þórðar var Guðrún Þórðardóttir, faðir Rósu var Jón yngri Einarsson bóndi á Hamri í Laxárdal 1803-1842 og kona hans og móðir Rósu var Bergþóra Guðmundsdóttir, niðjar Jóns Einarssonar hjá mér skráðir eru nú 1958.

Niðjatal

Nýuppfært niðjatal langalangafa míns Kristjáns Jenssonar f.1839, d.1911, bónda í Fossseli í Reykjadal 1873-1903 og konu Kristjönu Árnadóttur f.1844, d.1927 húsfreyju í Fossseli, telur það nú hjá mér 847 niðja, endilega sendið mér skilaboð ef eitthvað finnst í þessu niðjatali sem betur mætti fara, Fosssel er fyrir sunnan Vað og fór í eyði að ég held 1938, Hólmgeir Björnsson bóndi á Hjalla í Reykjadal frá 1938, bjó í Fossseli 1916-1938.

Niðjatal

Nýuppfært niðjatal langalangafa míns Þorláks Jónssonar f.1841, d.1914 bónda í Torfunesi og konu hans Þuríður Benjamínsdóttur f.1832, d.1909, það telur nú hjá mér 273 niðja, þau hjónin áttu sjö börn, afkomendur aðeins frá þremur.

Niðjatal

Nýuppfært niðjatal langalangafa míns Jónasar Davíðssonar bónda á Bringu í Eyjafirði, hann var fæddur 1837, d.1920,  samkvæmt mínum bókum telur það nú 505 niðja, langalangamma mín og kona Jónasar var Halldóra Sigríður Stefánsdóttir f.1844, d.1895, og voru þau Jónas systkynabörn.

Niðjatal

Nýuppfært niðjatal Guðna Jónssonar langalangafa míns, f.1837, d.1927, Guðni var bóndi í Hlíðarhaga 1861-1863, Sýrnesi 1873-1889 og Grímshúsum 1889-1901, eftirsóttur verkmaður, áhlaupamaður til vinnubragða og lá flest verklegt í augum uppi, laginn við smíðar, laginn á hesti, ör og bráðlyndur nokkuð og þó lundgóður.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

249 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 125957

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband