Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Niðjatal

Var að setja inn niðjatal langafa míns Guðmundar Guðnasonar bónda í Grímshúsum og hef ég þá sett inn niðjatöl allra langafa minna, Árna, Guðmundar, Indriða og Bergvins og að sjálfsögðu eru þetta niðjatöl langömmu líka, þeirra Sigurbjargar Þorláks, Jónínu Þóreyjar, Dýrleifar og Elínborgar, vona ég að einhverjir hafa gaman af þessu og endilega sendið mér athugasemdir og ég reyni að svara því, síðar mun ég koma með niðjtöl systkyna langafa og langömmu ef áhugi verður fyrir því.

kveðja Halli


Snjótittlingur

Við Eydís vorum að gefa fuglunum í dag og dreifðum vel framan við húsið og ekki stóð á Snjótittlingum að koma og fá sér í hundraðatali svo að sá varla út um glugga svo þétt var fuglahafið, greinilega svangir, Eydís var að fara með pabba sínum heim svo hún missti af því að sjá hópinn en kemur kannske á morgunn og getur gefið þeim meira, ég fór síðan bakatil út á svalir og dreifði þar talsvert miklu og í fyrstu var bara einn fugl að gæða sér á góðgætinu ég sussaði á hann og flaug hann þá upp á þak og framfyrir hús og ekki stóð á hópnum að koma líka og var allt hreinsað upp. Snjótittlingur sem er kallaður Sólskríkja á sumrin halda sig mjög norðarlega allt í kringum hnöttinn, hér á landi finnast þeir jafnt á hálendi sem láglendi, kjörlendi snjótittlinga eru bersvæði, grýtt land, hraun og klettar, hreiðrin hjá þeim eru fallega ofin karfa úr stráum, fóðruð með fiðri, þeir verpa 4 til 6 eggjum stundum tvisvar á sumri, sérstakur sjóður, Sólskríkjusjóðurinn var stofnaður árið 1948 til minningar um Þorstein Erlingsson skáld, ég hvet alla sem lesa þetta að gefa fuglunum því ekki er mikið æti á þessum tíma þegar allt er frosið.

kveðja Halli

p.s. var að bæta við niðjatali Indriða Kristjánssonar langafa míns og telur það rúmlega þúsund niðja.


Vísa

Allir hafa einhvern brest,
öllu fylgir galli.
Öllum getur yfirsést.
Einnig þeim á Fjalli.

Höfundur: Indriði Þórkelsson á Ytra-Fjalli í Aðaldal, Þing. f.1869 - d.1943 Um höfund: Fæddist á Sýrnesi í Aðaldal. Bóndi og ættfræðingur á Ytra-Fjalli í Aðaldal.

Heimild: Vísnasafn Sigurjóns Sigtryggssonar í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga

Tildrög: Þessa ferskeytlu gerði Indriði þegar einhver kastaði að honum kerskiyrðum út af því að einhver úr fjölskyldu Indriða hafði eingast barn utan hjónabands en þá þótti það ganga glæpi næst.

Halli 


Guðmundur

Langafi minn Guðmundur Guðnason f.1.5.1870, d.3.3.1951, bóndi í Grímshúsum í Aðaldal, kona hans var Jónína Þórey Jónasdóttir f.18.10.1864 á Bringu í Eyjafirði d.10.7.1941, börn þeirra voru auk Hallgríms afa míns sem var bóndi í Grímshúsum, Tryggvi Guðmundsson f.1897 bústjóri í Rvík, Jónas Guðmundsson f.1903 bóndi í Fagranesi í Aðaldal og Axel Guðmundsson f.1905 rithöfundur og fulltrúi í Rvík, Jónína Þórey átti son áður en hún giftist Guðmundi og hét hann Hallgrímur Marinó Finnsson f.28.10.1889 á Bríngu d.26.12.1890, var hún vinnukona á Helgastöðum í Reykjadal með soninn þar og var hann jarðaður þar, faðir Hallgríms Marinós var Finnur Björnsson f.1868 faðir Finns var Björn Guðmundsson f.1834, Björn þessi var bróðir Dýrleifar langömmu minnar, Finnur er meðal annars afi Ólafs Jónssonar sem var lengi vitavörður á Hornbjargsvita, einnig langafi Óskar Finnssonar veitingamanns í Rvík.

Halli


« Fyrri síða

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

221 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 126084

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband