Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

SÍÐUSTU ÁR JÓNS FORSETA

Sökum þess að Jón var manna örastur á fé en tekjurnar litlar, safnaði hann all miklum skuldum svo að nokkrum árum áður en stjórnarskráin kom, lá honum við gjaldþroti. Þá var bókavörður í Cambrigde á Englandi, Eiríkur Magnússon ágætur drengur og fornvinur Jóns Sigurðssonar. Eiríkur vissi vel um aðstæður vinar síns og vildi bjarga honum með því að selja eða veðsetja allt hið ágæta bókasafn Jóns. En það tókst ekki, en þá vildi svo vel til að enskur auðmaður vinur Eiríks lagði fram úr sínum vasa 27.000 kr., til að gjalda með skuldir forseta. Að nafni til var kallað að bókasafnið væri veðsett þessum manni til þess að Jón fengist til að þiggja féð. Nokkrum árum síðar, þegar Alþingi hafði fengið löggjafarvald veitti það 25.000 kr., til að kaupa aftur bóka og handritasafn forsetans að honum látnum, safn þetta var ágætlega gott. Handritin ein voru 5.000 kr. virði og mörg þeirra fágæt og dýrmæt. Jón hafði alltaf verið heilsugóður mest allan hluta ævinnar, en um 1870 fór hann að finna til gigtar í hægri handlegg og átti örðugt með að skrifa um tíma, og eftir það var hann alltaf nokkuð veill. Síðasta árið var hann alltaf þungt haldinn, en hafði þó oftast ráð og rænu þangað til hann dó.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

248 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband