Þjóðsögur

 Fúlatjörn 

Á Finnsstöðum í Kinn voru bræður tveir með móður sinni; hétu þeir Finnur og Bolli.  Þar undan bænum á Finnsstöðum var lítið vatn og mikil silungsveiði.  Þegar móðir þeirra bræðra eltist og hætti bústjórn skiptu þeir bræður landi og hlaut Finnur fremri hluta landsins þar sem Finnsstaðir nú eru, sem heita eftir honum.  En Bolli byggði bæ á nyrðri jaðrinum þar sem nú er eyðibýlið Bollastaðir.  Móðirin fylgdist með Bolla syni sínum.  Ekki leið á löngu áður þeir bræður fóru að deila um veiðina í vatninu; vildi Bolli hafa hana hálfa, en Finnur spillti veiðinni fyrir bróður sínum því hann vildi eiga veiðina alla og fór Bolli halloka fyrir ofsa bróður síns.  Varð þá móðir þeirra bræðra mjög reið og lagði það á að vatnið skyldi þaðan í frá verða fúlasta leirtjörn sem ekkert kvikindi þrifist í, og svo varð.  Nú vex þar lítið stargresi.  Af Fúlutjörn er Kaldakinn nefnd Fúlakinn.

(Jón Árnason, Ísl. Þjóðs. I. S. 462 – Sr. Jón Kristjánsson í Yztafelli)

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldrei hef ég heyrt Kinnina nefnda Fúlukinn, var þó í sveit á Björgum í Út-Kinn og kom oft í Kinnina, sérstaklega í Ljósvetningabúð milli 1973-1976 og þá var oft skruggu gaman

Ásdís Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 16:45

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

nei ekki hef ég heyrt þetta áður þó bjó ég nánast í Kinninni, fannst þetta svolítið sérstök saga og setti hana því inn svona til gamans.

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 21.3.2007 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

221 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 126084

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband