Niðjatal

Nýuppfært niðjatal langalangafa míns Kristjáns Hallssonar f.1817, d.1917, sem var bóndi á Laugarhóli í Reykjadal 1845-1854 og Ystahvammsgerði í Aðaldal 1859-1863, flutti einn til Kanada 1889 þá 72 ára gamall, talinn hafa átt barn þar, en ekki hef ég fundið heimildir fyrir því, hann lést 1917 þá orðin 100 ára, niðjar hans telja nú hjá mér 2966, þó vantar mig mikið úr Kanada þar sem dóttir hans Guðrún flutti til Kanada 1890 og sonur hennar Eiður átti 9 börn í Kanada sem ég er með skráð, og eflaust margir komnir út af þeim börnum hans, það verður að bíða betri tíma að hafa upp á þeim, kona Kristjáns og langalangamma mín var Rósa Indriðadóttir f.1814, d.1895, þau hjón áttu níu börn og skiftast niðjar þeirra þannig, Gunnar f.1841, 275 niðjar, Hallfríður f.1844, 747 niðjar, Indriði f.1847, 1223 niðjar, Guðrún f.1850, 178 niðjar, Friðfinnur f.1853, 238 niðjar, Jóhannes f.1854, 61 niðjar, Ólöf f.1856, 138 niðjar og Sigríður f.1859, 105 niðjar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi,kíktu á póstin hjá þér.

jens (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

249 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband