Gamlar vísur

 

Hernit Tjarnar húsbóndinn

hugur prýðilega,

freknóttur og fattvaxinn             um Hernit Friðlaugsson á Tjörn

og ferndrar allavega.

 

Kristján lúinn kvelur gigt

konan eyðir trega,

Hólmavaði hefir byggt               um Kristján Jónsson á Hólmavaði

heldur þokkalega.

 

Steina í Haga stíla ég frá

stóru búi hjarna,

komst í hreppsnefnd karl að sjá    um Aðalstein Jóhannesson í Haga

kisu í rúmi Bjarna.

 

Austurhaga yfir sást

er þar Björn í leyni,

honum bekka brast                          um Björn Sigurgeirsson í Austurhaga

að bölva Aðalsteini.

 

Hér eru nokkrar gamlar vísur í viðbót og umsögn um bændurnar, fyrst Hernit Friðlaugsson f.1873 var bóndi á Tjörn 1900-1901, Rauðuskriðu 1901-1909 og Sýrnesi 1909-1947, önnur vísa um Kristján Jónsson f.1839 bóndi á Hólmavaði 1878-1884 og 1886-1914 hann var faðir Benedikts f.1885 bónda þar frá 1914, síðan er það Aðalsteinn Jóhannesson f.1866 bóndi í Haga 1897-1903, síðan trésmiður á Húsavík hann var m.a. afi Höskuldar Sigurgeirssonar á Húsavík, síðast vísan er um Björn Sigurgeirsson f.1872 d.1913 bóndi í Haga 1894-1899 og í Austurhaga 1899-1913,

gæti verið í þessum vísum vitlaust ritað hjá mér eða ég ekki skilið alveg stafsetninguna hjá föður mínum, gæti líka verið gömul orð sem maður þekkir ekki.

 

Halli

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hernit hefur þá verið bróðir Baldvins langafa, en er ekki Aðalsteinn Jóhannesson náskildur Haraldi Jóhannessyni afa mínum frá Klambraseli?

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2007 kl. 20:24

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

nei Aðalsteinn var sonur Jóhannesar Sigurðssonar bónda á Neðri-Dálksstöðum, bróðir Aðalsteins var Guðmundur Ágúst bóndi í Fagranesi faðir Laufeyjar í Presthvammi, Sigurðar í Fagranesi og Þuríðar í Fagranesi. Hernit var bróðir Baldvins og einnig Jóhannesar í Haga föður Dags bónda þar, einnig bróðir Vilhjálms í Torfunesi, einnig var hann bróðir Kristínar á Ytrafjalli konu Indriða Þorkelssonar afa Indriða er þar býr núna.

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 19.3.2007 kl. 20:45

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

takk fyrir þetta

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2007 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

221 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 126084

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband