Bændavísur

Ég ætla að reyna að gera grein fyrir þessum bændum sem vísurnar eru um sem ég hef verið að setja inn á bloggið hjá mér, Sigurjón Þorgrímsson f.1864 bóndi í Hraunkoti sennilega stuttan tíma, síðar gestgjafi á Húsavík var giftur Júlíönnu Guðmundsdóttur f.1854 þau hjón barnlaus. Davíð Jósefsson f.1852 bóndi á Knútsstöðum og síðar á Hólmavaði giftur Helgu Kristjánsdóttur f.1854 þau hjón voru barnlaus, en voru fósturforeldrar Jónasínu á Hólmavaði. Pétur Stefánsson f.1853 bóndi á Núpum 1892-1904 áður í Sultum 1888-1891, flutti til Húsavíkur 1904. Sigurjón á Núpum er ég ekki viss um en tel hann vera Sigurjón Jónsson f.1840 í Haga var bóndi í Strandhöfn í Vopnafirði -1872 síðan á Völlum í Svarfaðardal til 1889, síðan í vinnumennsku víða í Þingeyjarsýslu, sonur hans Jón var bóndi á Núpum 1899-1900 svo þetta gæti verið hann í vinnumennsku hjá syni sínum, hefur sennilega verið tvíbýli á Núpum því Pétur Stefánsson bjó þar 1892-1904 eins og kom fram hér að ofan.  Síðan eru það bændur við vísur sem ég setti inn hjá mér 12.mars, þar er fyrst Indriði Kristjánsson f.1847 langafi minn bóndi í Skriðuseli 1893-1915.  Bjarni Benediktsson f.1863 var bóndi í Hellnaseli amk. frá 1899-1947. Friðjón Jónsson f.1838 bóndi á Sandi 1873-1917. Jakob Magnússon f.1868 bóndi í Húsabakka amk. 1894-1903?. Sigurjón Friðjónsson f.1867 bóndi á Sandi 1901-1906, síðar bóndi og alþingismaður á Einarsstöðum í Reykjadal og Litlu-Laugum í Reykjadal.

Halli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

221 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 126084

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband