Gamlar vísur

Stöðum-Jarla stórvirkur

stýrir prýðilega,

Sigtryggur er sambrýndur           um Sigtrygg Björnsson á Jarlsstöðum

alveg hræðilega.

 

Heim að Garði hugur snýr

hressingu þarf hann núna,

ágætlega Baldvin býr                 um Baldvin Sigurðsson í Garði

brennivíns við trúna.

 

Nes hefir lengi Þorgrím þreytt

því má enginn varna,

hefur þó ei hugsað neitt                  um Þorgrím Pétursson í Nesi

hann mun fjölgun barna.

 

Að Vilhjálmi vísu ég sný

vers á Hafralækinn,

skuldaflækjum öllum í               um Vilhjálm Jónasson á Hafralæk

undarlega frækinn.

 

Hér eru fjórar vísur í viðbót um bændur í Aðaldal um aldamótin 1900, og smá upplýsingar um þá,

Sigtryggur Björnsson f.1873 d.1940 bóndi á Jarlsstöðum frá 1898, afi bænda sem þar búa núna Sigurðar og Einars Jónssona, Baldvin Sigurðsson f.1837 d.1915 bóndi og smáskammtalæknir í Garði afi ábúanda þar Guðnýjar Benediktsdóttur, Þorgrímur Pétursson f.1843 d.1923 bóndi í Nesi 1867-1919 afi Steingríms í Nesi bónda þar, hann lést 1968, Vilhjálmur Jónasson f.1862 d.1939 bóndi á Hafralæk 1889-1934 faðir Konráðs bónda þar og rithöfundar sem bjó með föður sínum 1910-1930 og flutti þá til Akureyrar Konráð var faðir Gísla sem lengi var forstjóri ÚA á Akureyri.

 

Halli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll Halli.     Ég hef alveg rosalega gaman af þessum gömlu vísum og ættfræðinni þinni.  Langamma mín Sigríður og langafi Baldvin Friðlaugs. sem byggðu Hveravelli og byrjuðu með ylrækt þar, voru líka skáldmælt. Ljóð þeirra komu þó aldrei út á bók, en föðurbróðir minn einn, tók saman og prentaði í litla bók, þau ljóð sem hann gat haft upp á, og gaf okkur afkomendum þeirra þannig kost á að eignast ljóðin. Ég ætla að skrifa hérna inn eitt ljóð eftir Sigríði, finnst mér þetta mjög fallegt ljóð:

HVAÐ DVELUR VORIÐ??

Í gærdag kom apríl í alhvítum hjúp, en enginn til vorferða sér. Hvað dvelur það, Guð minn- er leið þess svo löng, sem liggur til Íslands frá þér.

Við norðursins börn þráum auð þess og yl, og öll okkar skammdegesraun. er ár eftir ár bæði grafi og gleymd, fyrir gleðilegt sumar í laun.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2007 kl. 13:11

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

hér er heimasíða móðurættarinna minna

http://www.internet.is/aettarmotid/

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2007 kl. 13:57

3 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

þakka þér fyrir þetta Ásdís þetta er fallegar vísur og það verður gaman að skoða ættfræðisíðuna þína

 kveðja Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 19.3.2007 kl. 16:23

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

þetta er reyndar síða sem frændi minn gerði í tilefni af ættarmóti sem haldið ar í desember s.l.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2007 kl. 19:04

5 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

þakka þér fyrir það Ásdís allt er vel þegið í ættfræðigrúskið hjá mér, eftir smá skoðun hjá mér sá ég að mig vantaði talsvert af þessu fólki.

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 19.3.2007 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

221 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 126084

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband