Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

MAÐURINN Á DYRATRÖPPUNUM

                       Maðurinn sem úti er

                       undrun vekur mína,

                       heilanum úr höfði sér

                       hann er búinn að týna.


HÁ KONA

Hjón austur í sveitum vildu skíra barn sitt í höfuðið á prestfrúnni. Það var sveinbarn og skyldi heita Hákon, – „af því prestfrúin er há kona“

BETRA AÐ HAFA ÞÁ STÍFA

Kaupstaðarstúlka var í sumardvöl á sveitabæ. Einu sinni var hún úti  með bónda og spyr hann stúlkuna að því hvort hún kunni að mjólka. Hún lætur drýgindalega yfir því og sest undir eina kúna og fer að fikta við spenana.           
„Nú ætlarðu ekki að byrja?“ spyr bóndi.    
„Ég er að bíða eftir því að þeir harðni,“ svaraði stúlkan.

FÉLAGAR Á VEIÐUM

Tveir félagar fóru út að veiða skógarbirni. Á meðan annar þeirra varð eftir í veiðikofanum, fór hinn út að leita að björnum. Hann fann brátt einn risastóran, skaut á hann en náði aðeins að særa hann. Bálreiður björninn stefndi nú áttina að honum á harða hlaupum, svo hann fleygði frá sér rifflinum og tók á rás í áttina að skógarkofanum, eins hratt og fætur toguðu. Þó hann hlypi hratt þá var ívið meiri skriður á birninum og hann dró óðum á hann. Rétt í því að veiðmaðurinn náði dyrum kofans, þá datt hann kylliflatur um þröskuldinn. Björninn, sem var kominn of nærri honum til þess að geta stöðvað sig nógu fljótt, datt og rúllaði yfir hann inn í kofann.Maðurinn spratt á fætur, lokaði kofahurðinni hið snarasta og kallaði til vinar síns sem var enn inni í kofanum:"Fláðu þennan á meðan ég fer og næ í annan!"  

SÉRFRÆÐINGAR Í FRÆÐSLUMÁLUM

Frá því var skýrt í útvarpi í Bandaríkjunum nýlega að í miðskóla í Oregon hefði komið upp sérkennilegt vandamál. Margar stúlknanna í skólanum voru farnar að nota varalit og báru hann á sig inni á á klósettinu. Það var svo sem í allt lagi, en eftir að þær höfðu borið litinn á varirnar þá gerðu þær það að venju sinni að þrýsta þeim á spegilinn og skilja eftir sig fjöldan allan af kossaförum. Skólastýran sá að við svo búið mátti ekki standa og eitthvað yrði til bragðs að taka. Hún kallaði því allar stúlkurnar inn á klósettið þar sem þær hittu fyrir húsvörðinn. Hún útskýrði fyrir þeim að þessi kossaför væru farin að skapa mikið vandamál fyrir hreingerningafólkið, sem varð að þrífa spegilinn á hverju kvöldi. Til þess að sýna þeim hversu erfitt það var, þá bað hún húsvörðinn að þrífa spegilinn. Hann náði í langan þvottakúst, dýfði honum ofan í klósettið og þreif síðan kossaförin af með honum… Síðan hefur ekki eitt einasta kossafar sést á speglinum.
Sem sagt: Annars vegar eru kennarar ... og svo hins vegar sérfræðingar í fræðslumálum.

BRANDARI

Unglingi var boðið í kvöldverð hjá foreldrum vinkonu sinnar í fyrsta skipti. Eftir matinn fór vinkona hans með mömmu sinni fram í eldhús til þess að vaska upp leirtauið, þannig að eftir sat hann með pabbanum og hundinum Hvutta, sem lá undir stólnum hans. Því miður þá hafði þetta verið frekar þung máltíð svo hann þurfti að leysa vind. Hann hleypti út örlitlu en þó heyranlegu pústi. “Hvutti!” hrópaði pabbinn.“Hey, þetta er flott,” hugsaði drengurinn. “Hann heldur að hundurinn sé að prumpa.” Svo hann hleypti út öðru pústi. “Hvutti!” hrópaði pabbinn aftur og aðeins hærra í þetta skipti. Drengurinn hélt að nú væri hann á fríum sjó, svo hann hleypti öllu út með miklum hávaða og tilheyrandi lykt.
"Hvutti!" kallaði þá pabbinn enn einu sinni. "Komdu þér undan stólnum áður en strákurinn skítur á þig!"

BRANDARI


Dökkhærða konan:  Læknir, ég veit ekki hvað er eiginlega að hjá mér.
Læknirinn:  Jæja, hvað segirðu. Lýstu einkennunum fyrir mér.
Dökkhærða konan:  Jú, ég finn allsstaðar til. Þegar ég kem við nefið á mér þá finn ég til, þegar ég kem við fótinn á mér þá finn ég til, þegar ég kem við handlegginn á mér þá finn ég líka til, ég bara finn til allsstaðar.
Læknirinn (eftir að hafa skoðað hana aðeins):  Varstu einu sinni ljóska?
Dökkhærða konan:  Já. Af hverju spyrðu?
Læknirinn:  Af því að þú ert puttabrotin.


BRANDARI

Og svo var það hann Hallur gamli. Hann fór til læknisins og kvartaði um verki í vinstra hné. Eftir nákvæma skoðun kvað læknirinn upp úrskurð sinn. Þetta er bara aldurinn að segja til sín, svo það er ekkert að óttast,
Þá sagði hinn aldni sjúklingur: Hvernig má það vera? Þetta finnst mér í hæsta máta furðulegt.
Hægri fóturinn er alveg jafngamall.
Hvað með hann???

SPAKMÆLI

Kærleikurinn verður að þroskast á heimavelli, 
áður en hann er reiðubúinn til þjónustu annars staðar.

BÆN HESTANNA

Gefðu mér fóður svo ég sé ekki svangur, og vatn þegar ég er þyrstur. Mundu eftir því, að nú eru víða á þjóðvegum komnar brýr yfir ár og læki, svo að nú get ég ekki fengið að drekka á ferðalagi eins oft og áður. Ljáðu mér hús og sæmilega hirðingu, svo að ég þurfi ekki að standa úti í vetrarfrostum og jarðleysum. Berðu mig ekki. Þegar ég er að bera þig eða þína muni þá skil ég ekki, hvers vegna þú ert að berja mig. Mér finnst ég vilja þóknast þér í öllu, sem ég get. Sjáðu um það, að ekki sé kippt illmannlega í taumana eða látin upp í mig frosin beislismélin á vetrardag, þegar ég er beislaður.-
Láttu mig ekki ganga berfættan á grýttum vegi eða svellalögum á vetrardegi. Legg þú ekki þyngri byrðar á mig en ég get borið. Hnýttu hvorki hestum né nautum í tagl mitt, slíkt hefur oft kvalið mig og þreytt. Þrýstu mér ekki til að hlaupa hraðara en ég get, og umfram allt, lánaðu mig ekki ungum reiðgöpum eða fyllirútum. Lofaðu mér að hvíla mig þegar ég er mjög þreyttur, eða er bólginn eða með sár undan reiðverum.
Allt, sem ég get unnið skal ég vinna fyrir þig með glöðu geði, einkum ef þú sýnir dálitla viðkvæmni og blíðu. Og þó þú berjir mig og sýnir mér illhryssingshátt, þá skal ég samt vinna fyrir þig með góðu, ef þú ekki á endanum selur mig, þegar ég er orðinn gamall og heilsulítill til ókunnra manna í ókunna átthaga. Styttu miklu heldur líf mitt þannig, að ég sem minnst viti af því, þegar þér virðist að ég geti ekki unnið fyrir uppeldi mínu.
Þú veist, að ég get ekki talað svo þú skiljir mig, en láttu mig ekki gjalda þess.


Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband