Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

BROSIÐ

  • Það kostar ekkert, en ávinnur mikið
  • Það auðgar þá sem fá það, án þess að svipta þá neinu sem veita það
  • Það gerist í einni svipan, en minningin um það geymist oft ævilangt
  • Enginn er svo ríkur, að hann geti verið án þess og enginn er svo snauður að hann geti ekki gefið það
  • Það skapar hamingju á heimilum, góðvilja í viðskiptum og er vináttuvottur
  • Það er þreyttum hvíld, dagsbirta þeim sem dapur er, sólskin þess sorgmædda og vörn í öllum vandræðum
  • Það verður ekki keypt, ekki sníkt eða leigt eða stolið, því það er engum neins veraldlegs virði fyrr en hann hefur gefið það öðrum
  • Og ef einhver skildi vera svo önnum kafinn og of þreyttur til þess að brosa til þín, þá gerðu svo vel að brosa til hans
  • Enginn þarf eins á brosi að halda og sá sem sjálfur á ekkert bros eftir til að gefa
  • Ef þú vilt vinna vináttu manns, þá er reglan þessi: Brostu.

KERTIÐ

Logandi kerti, aðeins eitt kerti
lifir af meiri tign en manneskja.
Logandi kerti gefur öllum af sér.
Það vinnur, svitnar og bræðir eigin líkama,
dropa eftir dropa.
Þó líf þess sé stutt.
Þó líkami þess muni að lokum hverfa,
hefur kertið aldrei áhyggjur, verður aldrei reitt
kvartar aldrei.
Það heldur áfram að lýsa öðrum veginn.
Ó kerti, ég vil vera eins og þú!
Mér líkar hvernig þú lifir
Mig langar til að vera eins og kerti.

 

 

 

Ljóð þetta var samið af þrettán ára dreng með lífshættulegan sjúkdóm. Hann lést þegar hann var fjórtán ára og gat þá ekki lengur stjórnað fótum sínum og höndum. 


GÁTA

     Hvað er betra en Guð?
     Hvað er verra en Skrattinn?
     Fátækir eiga það.
     Ríka vantar það.
     Þú deyrð ef þú borðar það.

SPAKMÆLI

Grátur er elskublandinn straumur, sem kemur frá uppsprettu kærleikans. Engin andlit eru hreinni en þau sem þvegin eru úr þeim straumi.


ÆTTFAÐIR OKKAR ERLU BLOGGVINKONU OG FJÖLDA ANNARA

Peter Christian Buch var fæddur 1723, d. 23.1.1784, hann var átján

ára gamall sem verslunarþjónn við einokunnarverslunina. Síðan varð

hann forstöðumaður verslunarinnar í Hammerfest í 35 ár, eða 1745-1779.

Því starfi gegndi hann með sóma og varð það honum til hins mesta vegsauka.

Peter hafði forustu um nýjungar í atvinnuháttum í Hammerfest, efldi

fiskveiðar og bætti hafnaraðstöðu. Hann hafði einnig mikinn áhuga á

náttúru lands og sjávar og átti í miklum bréfaskriftum við Vísindafélagið

í Þrándheimi um þau mál. Hann sá atvinnumöguleika í öllu mögulegu,

perluveiðum, ullariðnaði, æðarfugli, íshafsveiðum, hvítref og kolavinnslu.

Þessi áhugi náði til Íslands. Hann sendi 30 hreindýr til Íslands á vegum

stjórnarinnar. Hann vildi ekki móttaka greiðslu fyrir þessi dýr en fékk í

staðinn medalíu frá konungi fyrir vikið. Peter átti nefnilega eyju þá er

Sörey heitir, sem er skammt frá landi við Hammerfest. Hann gaf Íslendingum

hreindýrin úr stofni þessarar eyju hans, þau sem voru talin laus við

sjúkdóma. Þessi hreindýr munu vera einn fyrsti hreyndýrastofnin sem

hér tórði. Telja má með réttu að Peter hafi verið einskonar faðir Hammerfest

sem kaupstaðar. Í Hammerfest er enn altarisbók flauelsdregin og silfurslegin

sem hann og kona hans gáfu kirkjunni. Peter varð tollstjóri í Kristiansand

og síðar meir stjórnarerindreki. Stutt var hann þó í þeim embættum og dó

í janúar 1784. Var hann þá orðin vel efnaður og eftir hann voru tæpir

sjöþúsund ríkisdalir.

Kona Peters var Anna María Elísabet Kraft Buch f.1725, d. 25.3.1801,

ætt hennar er hálfþýsk að uppruna og skeytir sig með fjölda frægra presta,

listamanna og vísindamanna. Má rekja hana aftur í aldir. María eins og hún

var kölluð lifði mann sinn lengi eða í 17 ár. Eftir fráfall hans undi hún ekki

fyrir sunnan. Hún tók saman föggur sínar og stefndi norður á Finnmörku,

til fornra heimabyggða, þótt leiðin væri hálfs annars þúsund kílómetra löng.

Hún stoppaði í Hammerfest og byggði sér veglegt slot við Ryperfjörð fyrir

það fé sem bóndi eftirlét henni. Bar það heitið Maríuborg.

Lést hún í höll sinni 1801.

Þau hjón voru foreldrar Nikulásar Buch f.1755, d.1805, sem var assistents

við Húsavíkurverslunina, tengdasonur Björns Thorlacíus kaupmanns þar.

Hann var meðal annars forfaðir minn og rúmlega níuþúsund annara

Íslendinga a.m.k. sem ég hef skráð hjá mér undanfarinn átta ár.

 

Hallgrímur Óli Helgason

 

STUÐNINGSBLOGG/HEIÐA

Eins og nokkur ykkar hafa kannski tekið eftir, hef ég verið að kynna mér svefnlyfið Flunitrazepam  undanfarið. Flunitrazepam er sama lyf og Rohypnol, engu breytt nema nafninu, og hefur verið þekkt sem nauðgunarlyf í mörg ár. Ég hef leitað eftir svörum og almennum upplýsingum um lyfið undanfarið og niðurstöðurnar eru sláandi.

Þetta tiltekna svefnlyf hefur enga sérstöðu sem er til bóta fyrir þá sjúklinga sem þurfa á svefnlyfi að halda. Á markaðnum eru tugir svefnlyfja sem gagnast sjúklingum alveg jafn vel  og sem ekki hafa þá "kosti" sem nauðgarar sækjast í, þ.e. minnisleysi og almennt rænuleysi til að veita nauðgara mótspyrnu.

Augljósasti kostur lyfsins er að sjálfsögðu sá að nauðgarar geta verið nokkuð vissir um að  fórnarlambinu er nánast ómögulegt að kæra eða framfylgja kæru vegna þessa minnisleysis. Lyfið er stundum notað við dáleyðslu vegna þess að það er nánast hægt að fá fólk til að gera hvað sem er undir áhrifum þess.

Hérna koma linkar á fyrri skrif mín um lyfið og svör Landlæknis. En óvísindaleg könnun mín á því hversu algengt það er að lyfinu sé laumað í drykki kvenna á skemmtistöðum borgarinnar kom mér á óvart.. þrátt fyrir að ég hafi verið nokkuð viss um að þetta sé miklu algengara en fólki grunar svona almennt.
Rohypnol 1

Rohypnol 2

Svör Landlæknisembættisins

Sem konu og móðir tveggja dætra er mér mikið í mun að þessum óþverra sé hent út af lyfjaskrá hér á landi. Á árinu 2006 var rúmlega 11.000 skömmtum ávísað af lyfinu. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Lyfjastofnunnar er best að koma svona málum á framfæri til Lyfjastofnunar, sem síðan leggur þau fyrir Lyfjanefnd.

Læt fylgja póstinn sem ég sendi í dag á netfangið lyfjastofnun@lyfjastofnun.is

Ég vona að sem flestir láti heyra frá sér, karlmenn og konur. Því fleiri sem senda þeim beiðni/kröfu um að lyfið sé tekið af skrá því betra!

 

Lyfjastofnun Ríkisins

Svefnlyfið Flunitrazepam hefur enga jákvæða virkni fyrir þá sjúklinga sem neyta þess fram yfir þá tugi annara svefnlyfja sem eru á lyfjaskrá.

Virka efnið í lyfinu hefur þó þau neikvæðu áhrif að af því skapast algjört minnisleysi og getuleysi til að greina umhverfi sitt. Þessi atriði hafa valdið því að lyfið hefur þann vafasama heiður að vera þekkt sem "nauðgunarlyf" (Date-Rape). Lengi hefur tíðkast, hér á landi sem annars staðar, að lauma því í drykki kvenfólks til að ná fram áðurnefndu minnis- og getuleysi og ef allt fer samkvæmt áætlun fylgir nauðgun í kjölfarið. Það er nánast ógerlegt fyrir fórnarlamb þessa að kæra til lögreglu sökum minnisleysis.

Árið 2006 var Flunitazepam ávísað í ríflega 11.000 skömmtum. Þar sem lyfið hefur enga sérstöðu til bóta fyrir þá sjúklinga sem nota það fer ég þess á leit að Flunitrazepam verði tekið af lyfjaskrá hér á landi hið snarasta.

Öryggi stúlkna/kvenna hlýtur að vega þyngra en svo að nauðsyn teljist til að hafa þetta hættulega lyf í umferð.


BÆN HUNDANNA

Lofaðu mér að fylgja þér, hvert sem þú ferð, þó þú stundum skammir mig og berjir, þá hefi ég nú fengið svo mikla tryggð til þín, að ég hefi enga ró þegar ég sé þig ekki, þú ert sá eini í heiminum, sem mér þykir vænt um. Lokaðu mig því ekki inni þegar þú ferð eitthvað, og skildu mig ekki eftir á ferðalagi. Gerðu mér aðvart þegar þú ferð af stað. Það er óbærilegt, þegar ég leita að þér á ókunnum stað og finn ekki. Reiddu mig yfir ár og eggjagrjót, svo að ég geti fylgt þér á langri leið.
Ég vil vinna til að vera svangur og magur, ef ég fæ aðeins að vera hjá þér og njóta blíðu og nákvæmni þinnar.
Skammir og högg særa mig einkum þegar mér finnst ég vera saklaus, eða skil ekki fyrir hvað ég á að líða þetta.
Ég skal reyna að vinna ekki til þess.
Þó ég geti ekki talað, þá getur þú séð í augum mínum hugsanir mínar.


HAMINGJAN

Við teljum okkur trú um að lífið verði betra eftir að við:göngum í hjónaband, eignumst barn og síðan þegar við eignumst annað barn.. Síðan verðum við ómöguleg yfir því að börnin eru enn svo ung og teljum að við verðum miklu ánægðari er þau eldast. Þegar það gerist verðum við pirruð á því að þurfa að takast á við unglingana okkar og teljum okkur verða ánægðari þegar þeir vaxa upp úr því aldursskeiði....Við teljum okkur trú um að við munum öðlast meiri lífsfyllingu loksins þegar: maki okkar tekur sig taki, þegar við fáum betri bíl, þegar við komumst í almennilegt frí eða þegar við setjumst í helgan stein.Sannleikurinn er sá, að það er ekki betri tími til að verða hamingjusamur heldur en einmitt núna! ....Því ef ekki núna, hvenær þá?

HAMINGJAN

Lengi vel fannst mér alltaf sem lífið væri rétt að byrja- þetta eina sanna líf. En það var alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því, eitthvað sem þurfti að yfirstíga fyrst, einhver ókláruð mál, tími sem þurfti að eyða í eitthvað, ógreiddar skuldir..Síðan myndi lífið byrja. Dag einn rann það upp fyrir mér, að allar þessar hindranir voru lífið sjálft.

Þetta viðhorf hjálpar okkur að skilja að það er engin leið að hamingjunni. Hamingjan er leiðin. Njótum hverrar stundar sem við eigum. Njótum hennar enn frekar þegar okkur tekst að deila henni með öðrum sem er nógu sérstakur til að verja tíma okkar með...og munum, að tíminn bíður ekki eftir neinum.

Hættu að bíða þar til þú hefur lokið námi eða þar til þú hefur hafið nám, þar til þú hefur misst fimm kíló eða bætt á þig fimm kílóum, þar til þú hefur eignast börn, eða þar til þau flytjast að heiman, þar til þú byrjar að vinna, eða þar til þú sest í helgan stein, þar til þú giftist eða þar til þú skilur, þar til á föstudagskvöld, þar til á sunnudagsmorgun, þar til þú færð þér nýjan bíl eða hús, þar til þú hefur borgað upp bílinn eða húsið, þar til í vor, þar til í sumar, þar til í haust, þar til í vetur, þar til lagið þitt byrjar, þar til þú ert búin(n) að fá þér í glas, þar til runnið er af þér, þar til þú deyrð, þar til þú fæðist á ný....til þess eins að ákveða að: það er enginn tími betri til að vera hamingjusamur en einmitt núna!

Hamingjan er ferðalag ekki áfangastaður.


SENDIBRÉF

Kæri vinur minn. Ég varð að setjast niður og skrifa til að minna þig á nokkuð sem er mjög mikilvægt fyrir þig.
Ég elska þig.
Ég sá þig í gær á tali við vini þína og mig langaði svo að tala við þig líka. Ég beið allan daginn en þú hafðir aldrei samband.
Ég vonaðist til að við gætum fundið tíma til að tala um kvöldið en ég veit að þú hafðir margt annað að hugsa um.
Þegar líða tók á daginn þinn sendi ég svalan andvara til þess að þú endurnærðist eftir langan dag.
Ég lét sérstakan ilm í loftið hjá blómunum við heimreiðina en ég held að þú hafir ekki tekið eftir því þegar þú hraðaðir þér framhjá. Mér þykir leitt að þú skulir alltaf þurfa að flýta þér svona mikið.
Ég fylgdist með þér þegar þú sofnaðir í gærkvöldi. Mig langaði svo til að snerta andlit þitt eða strjúka hárið, svo að ég sendi örlítið tunglsljós á andlit þitt og koddann.
Þegar þú vaknaðir í morgun vonaði ég að við gætum átt örlítinn tíma saman. Mig langaði að flýta mér niður og tala við þig, en ég hugsa að þú hafir verið of seinn í vinnuna.

Tár mín voru í regninu.
Ég á svo margar gjafir handa þér, hefi svo mikið að segja þér, svo margt dásamlegt fyrir þig að upplifa því ég elska þig svo mikið. Þannig er eðli mitt, eins og þú veist. Gerðu það, talaðu við mig, biddu mig um hjálp. Ég þekki dýpstu þrár hjarta þíns og mig langar svo til að standa við hlið þér.
Ást mín til þín er dýpri en úthöfin, stærri en þú getur ímyndað þér.
Ég þrái að við eyðum tíma saman, aðeins við.
Það særði mig að sjá þig svo leiðan í dag. Ég skil í raun hvernig það er þegar vinir bregðast. Ég veit að hjarta þitt verkjar.
Ég ætla að hætta núna því ég veit að þú átt mjög annríkt og ég vil sannarlega ekki áreita þig. Þér er frálst að kjósa mig “á minn hátt” eða sleppa því. Það er þín ákvörðun. Ég hefi þegar valið þig.
Elskan vertu ekki lengi að velja og mundu að “ég elska þig.”
  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband