SÉRFRÆÐINGAR Í FRÆÐSLUMÁLUM

Frá því var skýrt í útvarpi í Bandaríkjunum nýlega að í miðskóla í Oregon hefði komið upp sérkennilegt vandamál. Margar stúlknanna í skólanum voru farnar að nota varalit og báru hann á sig inni á á klósettinu. Það var svo sem í allt lagi, en eftir að þær höfðu borið litinn á varirnar þá gerðu þær það að venju sinni að þrýsta þeim á spegilinn og skilja eftir sig fjöldan allan af kossaförum. Skólastýran sá að við svo búið mátti ekki standa og eitthvað yrði til bragðs að taka. Hún kallaði því allar stúlkurnar inn á klósettið þar sem þær hittu fyrir húsvörðinn. Hún útskýrði fyrir þeim að þessi kossaför væru farin að skapa mikið vandamál fyrir hreingerningafólkið, sem varð að þrífa spegilinn á hverju kvöldi. Til þess að sýna þeim hversu erfitt það var, þá bað hún húsvörðinn að þrífa spegilinn. Hann náði í langan þvottakúst, dýfði honum ofan í klósettið og þreif síðan kossaförin af með honum… Síðan hefur ekki eitt einasta kossafar sést á speglinum.
Sem sagt: Annars vegar eru kennarar ... og svo hins vegar sérfræðingar í fræðslumálum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva

 Lol

Eva , 31.8.2007 kl. 01:30

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Meiriháttar góður þessi.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 09:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega frábær herferð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2007 kl. 13:23

4 Smámynd: Halla Rut

Þarna fer skólastjóri sem kann á unglinga...

Halla Rut , 31.8.2007 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

235 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 126030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband