Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

KÆRI SONUR

Aðeins nokkur orð til að láta þig vita að ég er enn á lífi. Ég rita þetta mjög hægt því ég veit að þú ert ekki fljótur að lesa. Þú munt ekki þekkja húsið okkar aftur þegar þú kemur heim !! Við erum flutt.
Pabbi þinn hefur fengið nýtt starf, hann hefur verið settur yfir fjögurhundruð manns, hann er sláttumaður í kirkjugarðinum. Diddi frændi þinn drukknaði í síðustu viku í wiskytanki í Dublinarbrugghúsinu. Vinnufélagar hans reyndu að bjarga honum en frænda þínum tókst að hrekja þá í burtu. Lík hans var brennt en það tók þrjá daga að slökkva eldinn.
Ég fór til læknis um daginn og fór pabbi þinn með mér. Læknirinn setti slöngu upp í mig og sagði að ég mætti ekki opna munninn í tuttugu mínútur. Pabbi þinn keypti tækið þegar í stað!!! 
Það rigndi aðeins tvisvar í síðustu viku, fyrst í þrjá daga og síðan í fjóra. Á mánudaginn var svo hvasst að hænurnar verptu sama egginu fjórum sinnum. Við fengum bréf frá Líkvaldi grafara og hann segir að ef síðasta afborgun vegna útfarar ömmu þinnar verði ekki greidd innan þriggja daga verði hún grafin upp.
Þín elskandi móðir ætlaði að senda þér þúsund krónur en því miður var ég búin að loka umslaginu.

Þúsund kossar.

HVERNIG SKAL DREPA LÍFSSEIGAN SILUNG?

Heiða var 10 ára gömul og forvitin eins og aðrar stelpur á hennar aldri. Hún hafði stundum heyrt stærri stelpur tala um að vera með strák og þegar hún var búin að brjóta heilann um það í nokkurn tíma, hvernig það færi fram, fór hún til móður sinnar og spurði hana um þessa hluti. Það varð lítið um svör hjá mömmunni, sem roðnaði bara og fór hjá sér. Í staðinn ráðlagði hún henni að fela sig bak við gluggatjöldin í herbergi stóru systur sinnar, þegar hún kæmi heim með strák næst. Hún gerði það og daginn eftir lýsti hún atburðarásinn fyrir mömmu sinni.   Systa og vinur hennar sátu saman og töluðu í smástund, en þá stóð hann upp, slökkti á flestum ljósum og fór að kyssa hana og faðma hana að sér. "Ég held að systa hafi verið hálf lasin, því að hann fór með höndina undir blússuna hennar, til að finna hjartað, alveg eins og læknirinn gerir, nema hvað hann er ekki eins klár og læknirinn. Hann ætlaði aldrei að finna hjartað í henni. Kannski hefur hann verið eitthvað lasinn líka, því að eftir smástund voru þau bæði farin að mása og stynja. Honum hlýtur að hafa verið kalt á.hendinni, því að hann brá henni undir pilsið hennar. En þá versnaði systu bara. Hún fór að andvarpa og stundi þungan. Svo engdist hún sundur og saman og renndi sér neðar í svefnsófann. Það var þá sem hún fékk hita, því hún sagðist vera orðin sjóðandi heit. Loksins komst ég að því hvers vegna þau urðu svona veik. Lifandi silungur hafði einhvern veginn komist inn undir föt stráksins. Svo stökk hann út úr buxunum hans og stóð út í loftið, ábyggilega 20-25 sm langur. Ég get svarið það. Strákurinn greip utanum hann til hann slyppi ekki burt. Þegar systa sá hann varð hún skelfingu lostin. Hún glennti upp augun, munnurinn seig galopinn niður og hún fór að ákalla Guð og svoleiðis. Hún starði á fiskinn og sagðist aldrei hafa séð neinn svona stóran. Hún ætti að sjá suma af silungunum, sem við pabbi veiddum í sumar. En hvað um það. Systa hleypti í sig kjarki og reyndi að bíta hausinn af fiskinum. Allt í einu heyrðist undarleg hljóð í henni og hún lét hann lausan. Hann hefur líklega bitið hana til baka. Þá greip hún utan um silunginn með báðum höndum og hélt honum föstum, meðan strákurinn tók upp munnkörfu eða eitthvað svoleiðis upp úr vasanum og renndi henni yfir hausinn á kvikindinu, svo að það gæti ekki bitið hana aftur. Þá lagðist hún á bakið og glennti sundur lappirnar til að hún gæti klemmt silunginn saman og vinur hennar hjálpaði til með því að leggjast ofan á hana þar sem hann lá milli fótanna á henni. En silungurinn barðist upp á líf og dauða. Systa fór að kveina og veina og strákurinn átti fullt í fangi með að halda sér ofan á henni. Ég held að þau hafi ætlað að drepa silunginn með því að kreista hann á milli sín. Eftir svolitla stund hættu þau að hristast til og gáfu frá sér heilmikið andvarp. Strákurinn stóð upp og mikið rétt, hann var búinn að drepa silunginn. Ég vissi að hann var dauður vegna þess að hann hékk máttlaus út úr buxnaklaufinni og eitthvað af innyflunum hékk út úr honum. Systa og strákurinn voru náttúrulega dálítið þreytt eftir bardagann, en þegar þau voru búin að hvíla sig dálitla stund fóru þau að gæla hvort við annað. Hann byrjaði aftur að faðma hana og kyssa. og svei mér þá, silungurinn var ekki alveg dauður. Hann byrjaði að tútna út og þaut upp enn einu sinni, svo þau fóru aftur að slást við hann. Þessir fiskar hafa ábyggilega níu líf, eins og kettirnir. Í þetta sinn reis systa upp og reyndi að kála silungnum með því að setjast ofan á hann. Eftir hálftíma baráttu tókst þeim að drepa silunginn. Ég veit að hann var endanlega dauður, vegna þess að strákurinn fletti roðinu af honum og henti því í klósettið.   Mamma, af hverju ertu svona skrýtin í framan ?"

KÚREKINN

Gamall kúreki í fullum skrúða kom inn á kránna sína og fór beint á barinn og pantaði sér viský. Þar sem hann situr og dreypir á drykknum sínum kemur ung og glæsileg kona og pantar sér drykk og spyr gamla kúrekan hvort hann sé alvöru kúreki? Hann segir, já það er ég og það hef ég verið alla mína ævi. Ég hef verið alla mína tíð á búgarðinum mínum, rekið kúahjarðir, verið á hestbaki, reist girðingar, já ég er alvöru kúreki segir hann. Eftir smá stund segir kúrekin við dömuna: Hvað ert þú? Ég hef aldrei verið á búgarði, svo ég er ekki kúreki sagði unga konan, en ég er lesbía. Ég eyði öllum mínum tíma að hugsa um kvennmenn, alveg frá því ég vakna á morgnanna, þegar ég fer í sturtu, þegar ég borða, þegar ég horfi á sjónvarpið og þegar ég er kominn í rúmið á kvöldin, hvað sem ég geri þá hugsa ég stöðugt um konur. Stutt seinna fer unga konan og kúrekinn pantar sér annan drykk.Nokkru síðar kemur par og sest við barinn og maðurinn spyr gamla kúrekann hvort hann sé virkilega alvöru kúreki? Það hef ég alltaf haldið, þangað til rétt áðan að ég komst að því að ég er LESBÍA...

BERNSKUBREK

                       Upp á fák með fötu skreið

                       fyrir utan gluggann,

                       losaði úr fötu og örstutt beið

                       svo hleypti á þeysireið.

 

                       Út kom með stafinn sveiflandi

                       sótrauður í framan,

                       á eftir mér var hrópandi

                       ég næ þér krakkafjandi.

 

                      


SNJÓR

nytt 029nytt 030

 

22. maí 2007 kl. 0700


GÓÐA NÓTT

 

                       Regnið á rúðunni lekur niður

                       rauðleitur himininn þungur,

                       syngjandi sjávarniður

                       með mér í nóttina svífur.

                      

                         Halli

   

BRANDARI

Tveir stóðu fyrir framan himnaríki sem hétu Jói og Kalli.
Jói spurði: hvernig dóst þú?
Kalli: ég fraus til dauða, en þú
Jói: ég dó úr hamingju
Kalli: hvernig getur maður dáið úr hamingju
Jói: fyrsta daginn kom ég heim og allt var hreint, konan mín tekur aldrei til þannig að ég vissi að hún var að halda fram hjá, ég leitaði um allt hús en fann engan.
Annan daginn kom ég heim og það var matur á borðinu, kona mín eldar aldrei þannig að ég vissi að hún var að halda fram hjá svo að ég leitaði út um allt en fann engan.
Þriðja daginn kom ég heim og fann blóm á borðinu, konan mín kaupir aldrei blóm þannig að ég vissi að hún var að halda framhjá ég leitaði um allt en fann engan þannig að ég hreinlega dó á staðnum.
Kalli: AULINN ÞINN ef þú hefðir bara opnað ísskápinn værum við báðir á lífi.

BRANDARI

Íri var á bar og sat að sumbli. Þegar hann var búinn að fá nóg og ætlaði að standa upp af barstólnum datt hann beint á andlitið. Hann reyndi að standa upp, en datt aftur. Þá skreið hann út að hurð. Þar reyndi hann að standa upp og aftur datt hann. Hann skreið út og ákvað að skríða þessa 600 metra heim til sín. Þar reyndi hann enn eina ferðina að standa upp og enn sama sagan hann datt. Hann skreið upp stigana og skreið svo upp í svefnherbergi og datt beint á andlitið í hjónarúmið og sofnaði. Morguninn eftir vaknaði hann við að konan hans öskraði: „Ómar varst á fylliríi eina ferðina enn." Já, sagði hann. „Þeir voru að hringja frá barnum, þú gleymdir hjólastólnum aftur."

ÞREYTTUR

002

                       

                       Nú er ég þreyttur og þarf að sofa

                       og þykir best að halla mér núna,

                       en á morgunn því skal ég lofa

                       að komast lengra heldur en núna.

                      

                         Halli

                      

 


VÍSUR

                       Veðrið er hvorki vont né gott

                       varla kalt og ekki heitt,

                       það er hvorki þurrt né vott

                       það er svo sem ekki neitt.

 

                       Fífilbrekka, gróin grund,

                       garðar, flekkir, heiðblá sund.

                       Sumar gekk með sól við mund,

                       sá ég ekki fegri stund.

                      


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband