Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

FRÍ

                       Nú er hún farinn í frí

                       ég vona að hún komi úr því,

                       og gleðju okkur með því

                       að halda áfram,

                       að agnúast Baugsveldinu í.

                         

                          Halli


Í SVEITINNI

Það var eitt sinn ljóska sem var orðin þreytt á ljóskubröndurum og vildi helst koma sér úr þessum minnihlutahóp. Hún ákvað því að lita á sér hárið brúnt og koma sér þannig í hóp þeirra sem tekið er mark á. Eina helgi í ágúst fór hún í bíltúr uppí sveit. Hún var ekki komin langt þegar hún sá féhirði smala fjöldann allan af kindum. Verandi dolfallin aðdáandi fjórfætlinga stoppaði hún bílinn og gaf sig á tal við féhirðinn.

Eftir nokkurt smátal spurði hún hirðinn hvort að hún mætti eiga eina kind ef hún gæti giskað á hversu margar kindur hirðirinn var með. Hirðirinn var viss í sinni sök um að það gæti hún aldrei og tók áskoruninni. ''Ljóskan" okkar hugsaði sig vel um og að lokum kom hún með töluna 294.

Hirðirinn trúði ekki sínum eigin eyrum því að það var akkúrat fjöldi kindanna. En vegna þess að hann var heiðarlegur að eindæmum leyfði hann henni að velja eina kind. "Ljóskan" tók sér góðan tíma en að lokum valdi hún eina sem var mun líflegri en allar hinar.

Hirðirinn leit á hana og spurði: "Ef ég get giskað á rétta háralit þinn, má ég þá fá hundinn minn aftur?".


SUMAR HJÁ JENNÝ

                      

                       Já sumarið það brast á

                       hjá Jenný vinkonu minni,

                       hvenær kemur vorið þá

                       hjá mér, ég held mig inni.

                        

                       Halli


BLAIR/BUSH

                      .

                       Brosandi Blair til Írak fór

                       og Bush við áfram styðjum,

                       og Gordon sárt við sór

                       að halda áfram stríðsleikjum.

                       

                        Halli


VANDI

  

                    Heldur áfram á sömu braut

                    ekki á neinar lausnir,

                    kvótakerfið á sigurbraut

                    þetta lagast þegar lygnir.

 

                    Hvað er lengi hægt

                    að berja hausnum við steininn,

                    tímabundinn vandi er það helst

                    segir ráðherra Einar Kristinn.

                   

                        Halli

                    

                   

                   

                   

   

BLÓMAVASI

Tvær vinkonur, ljóska og rauðka, voru eitt sinn á gangi þegar svo vildi til að þær gengu fram hjá blómabúð og sáu hvar kærasti þeirrar rauðhærðu var að kaupa blóm. Hún stundi þungan þegar hún sá þetta og sagði:

"Fjárinn, kærastinn minn er enn einu sinni að kaupa blóm handa mér án nokkurrar ástæðu."

Ljóskan leit furðu lostin á vinkonu sína og spurði:

"Af hverju , finnst þér ekki gaman að fá blóm?"

Sú rauðhærða svaraði:

"Jú, jú... en hann er bara alltaf með svo miklar væntingar þegar hann gefur mér blóm og ég bara nenni ekki að eyða næstu þremur dögum í að liggja á bakinu með fæturnar upp í loftið."

Ljóskan varð nú enn ráðvilltari en áður og spurði svo að lokum:

"Áttu ekki blómavasa?"


SKÍRLÍFI

Þrenn hjón, gömul, miðaldra og nýgift, fóru í kaþólsku kirkjuna og vildu ganga í söfnuðinn. Presturinn segir við þau að til þess þurfi þau að lifa skírlífi í tvær vikur. Hjónin ganga að þessu og koma aftur eftir tvær vikur. Presturinn segir þá við gömlu hjónin: "Gátuð þið lifað án kynlífs í tvær vikur?". Gamli maðurinn svarar strax: "Ekkert mál, faðir". "Til hamingju!", segir presturinn. "Velkomin í söfnuðinn!". Hann snýr sér að miðaldra hjónunum og segir: "Gátuð þið lifað án kynlífs í tvær vikur?". Maðurinn svarar: "Fyrsta vikan var í lagi en seinni vikuna þurfti ég að sofa á sófanum nokkur kvöld. Við höfðum það samt". "Til hamingju!", segir presturinn. "Velkomin í söfnuðinn". Að lokum segir hann við nýgifta parið: "Jæja, gátuð þið verið án kynlífs í tvær vikur?" "Nei", sagði ungi maðurinn dapur í bragði. "Við gátum ekki verið án kynlífs í tvær vikur". "Hvað gerðist?", spyr presturinn. "Konan mín missti mjólkurfernu í gólfið. Þegar hún beygði sig niður til að taka hana upp, stóðst ég ekki mátið og tók hana aftan frá." "Þið skiljið", segir presturinn, "að þetta þýðir að þið eruð ekki velkomin í söfnuðinn" "Við skiljum það", segir ungi maðurinn. "Við erum heldur ekki velkomin í Bónus". 

HVAÐ NÚ

                        Segjum upp fólki og seljum kvóta

                        sendum svo fólkið heim,

                        látum svo aðra um að móta

                        framtíðarstefnuna handa þeim.

                        

                        

                        Halli

                       

                        

                     

                        

                          

                       

 

LAUGARDAGSMORGUNN

                        Úti er súld og sunnanvindur

                        þrösturinn syngur við gluggann,

                        nú norðanáttin upp á sig vindur                

                        og kominn er norðan muggan.

                         

                         Halli

 

TIL ÞÍN

                        Ég féll þér allur til fóta,

                        því fórnað sjálfum mér gat.

                        Og þrösturinn jafnvel þetta sinn

                        þögull af hrifningu sat.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

221 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 126084

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband