Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

FRÍ

 

Mun verða í fríi frá bloggi næstu daga vegna flutninga, er þó ekki að fara langt, aðeins á milli húsa hér heima, þakka bloggvinum mínum hvað þeir hafa verið duglegir að kíkja á síðuna hjá mér.

 

kveðja Halli


VÍSA

                       Flest öll mál er hægt að toga og teygja

                       til að láta á sér bera á fundum.

                       Sumir hefðu þurft að læra að þegja

                       þó að ekki væri nema stundum.

 

 

 

 

Þessi vísa er eftir vin minn Hreiðar Karlsson fyrv. kaupfélagsstjóra á Húsavík


ÝTTU NÚ

Á árunum fyrir seinna stríð var Holtavörðuheiði illfær á köflum

og lágu bílar í aurbleytu ef út af bar með veður. Eitt sinn var

vörubílstjóri einn á leið suður og festi hann svo illa bíl sinn á

miðheiðinni að honum tókst ekki með nokkrum ráðum að ná

honum upp.

Rann bílstjóranum þá mjög í skap og hugsaði með sér, að hann

skyldi nú reyna þegnskap heiðardraugsins, sem hann hafði oft

heyrt getið og sagði í fússi: ,,Ýttu nú ef þú ert einhvers nýtur’’.

Brá þá svo við að bíllinn hentist út úr aurnum og ók ökumaður

eftir það suður hindrunarlaust eins og leið lá. Sagði hann þetta vera

í eina sinnið, sem hann hefði leitað fulltingis eilífðarvera, en ekki

dytti sér í hug að neita tilveru þeirra eftir hjálp heiðardraugsins.

 

ALDREI KYSST KARLMANN

"Það er varðandi dóttur mín, hana Döggu, hún er alltaf að fá þessa fíkn í vissar matartegundir, fitnar og er stöðugt með ógleði á morgnana."

Læknirinn skoðar Döggu vandlega og snýr sér svo að móðurinni og segir:

"Ja, ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að segja þér þetta, en málið er það að Dagga er ófrísk - ég giska á að hún sé komin 4 mánuði á leið."

"Ófrísk?!" svarar móðirin, "það getur ekki verið. Hún hefur aldrei nokkurn tíma verið skilin ein eftir með karlmanni! Er það nokkuð, Dagga?"

"Nei, mamma," svarar Dagga. "Ég hef ekki einu sinni kysst karlmann!"

Læknirinn gengur út að glugganum og starir rannsakandi út um hann. Það líða nærri fimm mínútur án þess að hann segi nokkuð, svo móðirin spyr:

"Er eitthvað að þarna úti, læknir?"

"Nei, í rauninni ekki," svarar hann. "Bara það að þegar svona nokkuð gerðist síðast þá birtist stjarna í austrinu og þrír vitringar komu yfir hæðina. Það er sko á hreinu að ég ætla ekki að missa af því núna!"

ENGIN UMMÆLI

Bóndi nokkur þótti lítill fyrir sér, en kona hans hið gagnstæða.

Var hún karlmannsígildi til allra verka eigi síður úti en inni.

Samkomulag var gott með hjónunum, enda beygði maðurinn sig

fyrir óskum konu sinnar, þar sem hann fann hve hún var honum

fremri í flestu.

Eitt sinn fór bóndi til að gefa fé sínu á garða, en kom inn að

vörmu spori, og sagði: ,,Komdu nú Guðrún mín og hafðu engin

ummæli, því hrútarnir hafa brotist úr stíunni og eru komnir til

ánna’’.

Kom húsfreyja þá strax og handsamaði hrútana, sem bóndinn

þorði ekki fyrir sitt litla líf að kljást við.

Fyrir kom, að konan gat ekki orða bundist, þegar henni þótti

kjarkleysi bónda síns keyra úr hófi fram, og því mun hann hafa

slegið varnaglann, að hún skyldi engin ummæli hafa. Var það haft

að orðtaki seinna í sveit þeirri, þegar á lá að hafa engin ummæli.


BRANDARI

Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: "Hvað eru stjórnmál?" Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum þínum svo við skulum kalla þig Fólkið. Við getum síðan haldið áfram og kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina. Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og saman. þannig að Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem pabbi hans sagði honum. Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum. þegar hann kemur inn í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína sofandi. þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst. Hann kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni. Að lokum gafst Nonni litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði. Næsta morgun segir hann við föður sinn. "Pabbi, ég held núna að ég skilji hvað stjórnmál ganga út á." Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því. þá sagði Nonni litli: " Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum er Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum skít...

SNJÓR

nytt

Föstudagsmorgunn 25.maí 2007 í Bolungarvík


FUGL DAGSINS, STELKUR

StelkurStelkar eru vaðfuglar í orðsins fyllstu merkingu, því að kjörlendi þeirra yfir varptímann er gras- eða votlendi með smátjörnum en þegar fartíminn nálgast halda þeir í fjörurnar. Þeir gera sér gjarnan hreiður á mörkum þurrlendis og votlendis og hylja það gróðri.

BRANDARI

Á hippatímabilinu svonefnda gaf karlkyns blómabarn einni vinkonu sinni gallabuxur í jólagjöf. Og þar sem þessi friðelskandi náungi vildi vera dálítið frumlegur hafði hann skrifað "gleðileg jól" á aðra buxnaskálmina en "gleðilegt nýár" á hina.
Eftir að vinkonan hafði tekið upp gjöfina sendi hún gefandanum svo hljóðandi kort:
Kæri Óli. Vertu velkominn á milli jóla og nýárs. Þín Nína.



FUGL DAGSINS

HeiðagæsHEIÐAGÆS.

Fæða heiðagæsa eru ýmsar jurtir, einkum mýrargróður en þær sækja mun minna í tún en grágæsir. Heiðagæsir eru talsvert veiddar til matar en erfiðara er að eiga við þær en grágæsir.


Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 126619

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband