Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
18.5.2007 | 22:12
STÚLKAN MÍN
Hún var blóðrjóð í kinnum, en köld á höndum. Henni var
mikið niðri fyrir um aðdáanlega fallega og stóra snjóstofu,
sem hún og fleiri börn voru búin að fullgera í snjóskaflinn.
Gleðin og ákaflyndið lýsti sér í svipnum og orðunum.
Urðu þá til þessi erindi.
Fallegasta fljóðið,
frjálsa stúlkan mín,
ólgar æskublóðið
út í svörin þín.
Niðri í mold og melju
myrkrið nýtur sín.
Ofar húmi og helju
hanga ljósin þín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2007 | 21:51
AUMINGJA ÉG
Í stjórnarandstöðu, eitt árið enn
hvernig má þetta vera?
Ég hélt að ég yrði ráðherra senn
og fengi á spotta að skera.
Halli
Bloggar | Breytt 19.5.2007 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2007 | 21:27
GEIR&INGIBJÖRG
Heima stóð og beið við símann
gat ekki svarað fréttamönnum,
Geir með númerið stimplað í símann
á fréttamannafundinum.
Í Sólrúnu hringdi og sagði hún já
að sjálfsögðu störfum við saman,
en Jóni og Guðna leist ekki á
hve snögglega náðu þau saman.
Halli
Bloggar | Breytt 19.5.2007 kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2007 | 15:11
GEIR&JÓN
Þeir Geir og Jón eru hættir að semja
þeir munu ekki sjást á þingi,
en hvernig á Villi nú að hemja
meirihluta sem heitir Björn Ingi.
Halli
Bloggar | Breytt 19.5.2007 kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007 | 20:38
HREFNA
Nýbúinn og saddur að éta hrefnuna
mikið ljómandi vel gert hjá frúnni,
vona bara að hann hafi veitt hana
hann vinur minn hann Konni.
Halli
Bloggar | Breytt 19.5.2007 kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007 | 20:28
HUNDSBÆTUR EÐA HVAÐ?
Bóndi nokkur átti hund gamlan og grimman, sem reif ósjaldan
til skaða fé nágranna hans, þótt hann léti heimaféð í friði. Líkaði
bónda þetta ekki illa, þar sem hann hafði löngum átt í ófriði við
nágrannann út af fjárbeit. Þar kom að nágranninn missti þolinmæð-
ina og drekkti hundinum í á, sem rann á milli bæjanna. Varð nú
hundseigandinn ævareiður og krafðist bóta fyrir hundinn.
Nágranninn, sem var í eðli sínu friðsamur, bauð honum annan
hund í staðinn en það vildi hann ekki þiggja. ,,Mundi hundur sá
þér trúrri en mér, var svarið, sem nágranninn fékk.
Hundeigandinn var maður ókvæntur, en sá sem hundinn drap
átti dóttur komna yfir þrítugt, sem gjarnan vildi giftast. Bað hún
föður sinn að bjóða honum sig í bætur fyrir hundinn og gerðu hann
það þótt tregur væri. Var því boði tekið og taldi bóndinn með réttu
að enginn maður hefði slíkar bætur fyrir hund fengið sem hann,
enda varð brátt gott á milli bæjanna, því að nýkvænti bóndinn varð
harla ánægður með kvonfangið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007 | 19:39
GEIR&STEINI
Steini biðlar til Geirs um samstarf
en kjósendur mína ekki svík,
kannske er eina sem þarf
eitt álver í Helguvík.
En í dag er ekkert að frétta
Geir og Jón eru að hvíla sig,
kannske Geir ætti að gera það rétta
að biðja Steingrím að styðja sig.
Halli
Bloggar | Breytt 19.5.2007 kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 23:48
GEIR&JÓN
Vona að fá svar við fyrsta hanagal
hvort það verður vinstri eða hægri,
glaður ég dansa um fjallasal
er ég veit hvort Geir eða Jón er lægri.
Halli
Bloggar | Breytt 19.5.2007 kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 23:47
GEIR&ÁRNI
Sá hann Árna og snerist í hring
sögðu fréttirnar okkur,
en seinna er þeir koma á þing
kyssist allur sjálfstæðisflokkur.
Halli
Bloggar | Breytt 19.5.2007 kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 23:09
GEIR&JÓN
Andlitið orðið ansi þrútið
eftir allar spurningarnar,
hvernig er hægt að losna við
helstu fréttakerlingarnar.
Halli
Bloggar | Breytt 19.5.2007 kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 126619
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Niðjatal
- Niðjatal Maríu og Ingólfs í Húsabakka
- Niðjatal Guðmundar Jóhannessonar bónda á Grýtu og Svertingsstöðum
- Niðjatal Kristjáns Hallssonar bónda á Laugarhóli og Ystahvammsgerði
- Niðjatal Jóns Einarssonar bónda í Svartárkoti og Björgum, fór til Brasilíu
- Niðjatal Þórðar Jóhannessonar í Presthvammi og Hrauni
- Niðjatal Kristjáns Jenssonar bónda í Fossseli
- Niðjatal Þorláks Jónssonar bónda í Torfunesi
- Niðjatal Jónasar Davíðssonar bónda á Bringu í Eyjafirði
- Niðjatal Árna Frímanns Kristjánssonar bónda í Holtakoti í Kinn og Saltvík í Reykjahverfi
- Niðjatal Guðmundar Guðnasonar bónda í Grímshúsum
- Niðjatal Bergvins Þórðarsonar bónda í Húsabakka og Brekku
- Niðjatal Indriða Kristjánssonar bónda í Skriðuseli
- Niðjatal Jóns Ólafssonar frá Mýrarlóni
- Niðjatal Guðna Jónssonar bónda í Sýrnesi og Grímshúsum
- Niðjatal Evlalíu Guðmundsdóttur
Fréttablöð
Eldri færslur
- Júní 2011
- Maí 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Bloggvinir
- Aðalsteinn Bjarnason
- Agný
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Benedikt Sigurðarson
- Bjarni Harðarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Svansson
- Brynja skordal
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Halla Signý Kristjánsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hermann Jónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Birgisson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Valur Jensson
- Karl Hreiðarsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Laugar
- Lára Stefánsdóttir
- Ólöf Brynja Jónsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sóley Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Stefánsson
- Sverrir Stormsker
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórir Kjartansson
Myndaalbúm
Nýjustu færslurnar
- Fjarlægðin frá evrusvæðinu
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja