ENGIN UMMÆLI

Bóndi nokkur þótti lítill fyrir sér, en kona hans hið gagnstæða.

Var hún karlmannsígildi til allra verka eigi síður úti en inni.

Samkomulag var gott með hjónunum, enda beygði maðurinn sig

fyrir óskum konu sinnar, þar sem hann fann hve hún var honum

fremri í flestu.

Eitt sinn fór bóndi til að gefa fé sínu á garða, en kom inn að

vörmu spori, og sagði: ,,Komdu nú Guðrún mín og hafðu engin

ummæli, því hrútarnir hafa brotist úr stíunni og eru komnir til

ánna’’.

Kom húsfreyja þá strax og handsamaði hrútana, sem bóndinn

þorði ekki fyrir sitt litla líf að kljást við.

Fyrir kom, að konan gat ekki orða bundist, þegar henni þótti

kjarkleysi bónda síns keyra úr hófi fram, og því mun hann hafa

slegið varnaglann, að hún skyldi engin ummæli hafa. Var það haft

að orðtaki seinna í sveit þeirri, þegar á lá að hafa engin ummæli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég man eftir þessu fólki úr sveitinni okkar 

Ásdís Sigurðardóttir, 25.5.2007 kl. 23:12

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já, Ásdís ég kannaðist við svipaðar aðstæður

Hallgrímur Óli Helgason, 26.5.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

235 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband