GISTIHÚS Í GEITAFELLI

Hvern þann greiða er ferðamenn óska eftir og ég kann að geta af hendi látið sel ég hér eftir ákveðnu verði sem er þannig:

 Dagverður............................................................................................30 aurar

 Morgunverður með vökvun.............................................................. 30 aurar

 1 pt. Vökvun.........................................................................................12 aurar

1 pt. Nýmjólk.........................................................................................12 aurar

 Rúm yfir nótt........................................................................................10 aurar

 Kaffi bolli án brauðs...............................................................................8 aurar

 Kaffi bolli með brauði..........................................................................15 aurar

 Hús fyrir hest yfir nótt...........................................................................8 aurar

 1 fjórðungur af heyi.............................................................................30 aurar

 Fyrir land og geymslu á 1 hesti yfir dægur, eða sólarhring..............10 aurar

 Styttri tíma mest 4 klt. .........................................................................5 aurar

 

Athugagr.

     Þess vil ég geta að sumt af því er verðlagt er, er mjög óhægt að veita svo sem rúm, hey og fl.

 

                                                     Geitafelli 14. Febrúar  1886

                                                                                          Snorri Oddsson.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hann Snorri blessaður hefur ekki verið dýr á því, margir sjálfsagt gist hjá honum áður en lagt var á sandana.  Kveðja í vestrið, er ekki öll blíðan þar í dag.?   bíddu nú við, þetta er svo gamalt að það getur ekki verið sami Snorri og ég man eftir? eða hvað?

Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2008 kl. 17:18

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Búinn að vera blíða hér í viku, 20 til 25 stiga hiti, heldur minna í dag, þessi Snorri var afi Snorra í Geitafelli sem við þekktum, þannig að þetta er orðin mjög gömul verðskrá, kannske ein sú elsta fyrir mat og gistingu á landinu.

Hallgrímur Óli Helgason, 3.8.2008 kl. 19:21

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að sjá þennan gamla reikning. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.8.2008 kl. 09:41

4 Smámynd: lady

gaman að skoða bæði nýlega myndir og gamlar ,góðar myndir kv Ólöf Jónsd

lady, 20.8.2008 kl. 11:52

5 identicon

já, hann Snorri yngri var alveg frábær karlinn, á hestinum sínum ( sem ég man ekki hvað hér lengur )  með fallegu útskornu svipuna sína.  Alveg ógleymanleg persóna.  Er það satt að örið og aflögunin á höfuðkúpunni sé eftir byssuskot.

Gaman að sjá þennan gamla reikning frá afa hans.   

alva (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 23:47

6 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Ég er nú ekki viss um örið og það, þarf að spyrjast fyrir um það

Hallgrímur Óli Helgason, 21.8.2008 kl. 18:57

7 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ekki amalegt ef þessi verð væru í boði í dag, í þessari kreppu.

Ester Sveinbjarnardóttir, 22.8.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

239 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband