TVÆR SMÁ-SÖGUR

Þar sem ég hef fengið skilaboð frá bloggvini um það að hvort ég sé lífs eða liðinn, skal það tekið fram að ég er við þokkalega heilsu, þó svo ég hafi ekki bloggað mikið undanfarið, vegna mikillar vinnu og jafnframt að einhverju leyti leti, eyði ekki miklum tíma við tölvuna í sumar, nema þá til að lesa það sem bloggvinir mínir hafa að segja, skal það viðurkennast að ég hef ekki verið duglegur við að kvitta fyrir mig, en fylgist ágætlega með, en mestur þessi litli tími í tölvunni í sumar fer í að grúska í ættfræði, ætla nú að blogga tvær smá-sögur, svo bloggvinir mínir hafi eitthvað að moða úr.

 

Sagt er, að Júlíusi sýslumanni hafi verið boðið tollvarðarstarf á Húsavík, þegar hann varð að láta af embætti fyrir aldurssakir 1956. Er þetta satt? Eða ætlarðu að sinna þessu? var spurt. Nei. Sá, sem búinn er að vera skipstjóri eins lengi og ég, fer ekki út í eldhús til að gerast kokkur.

 

 Þegar Karl Sigtryggsson á Húsavík var ungur maður og stundum dálítið áreitinn, vatt hann sér eitt sinn að Aðaldælingum, sem voru að binda sláturklyfjar hjá sláturhúsi KÞ á Húsavík. Þar á meðal var Bjarni í Hellnaseli og stóð hann álútur yfir sviðapoka og batt yfir með snæri. Karl segir: Getið þið ekki, piltar góðir, hjálpað mér um nokkur kindarhöfuð? Aðaldælingum varð orðfall andartak, uns Bjarni hafði lokið við hnútinn yfir pokanum. Reis hann þá upp teinréttur, sneri sér að Karli og mælti: Ég ætla, maður minn, að þér nægi þitt eigið kindarhöfuð. Sneri þá Karl frá og átti ekki meira við Aðaldælinginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að það sé gott hjá þér sumarið þarna fyrir vestan!

alva (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha gott að heyra frá þér Hallgrímur minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 09:38

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll og blessaður. Gaman að sjá þig hér aftur, er ekki allt gott að frétta??  hafði það gott kæri vinur. 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Þakka ykkur fyrir innlitið, allt gott að frétta héðan að vestan, sól og blíða, góður þurrkur fyrir heyskapinn.

Hallgrímur Óli Helgason, 26.7.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

241 dagur til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 125991

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband