Ættfræði

En ætla ég að blogga um ættfræði og nú um skyldleika í mínum ættum,

Guðmundur Friðjónsson skáld f.1869 d.1944 var sonur Sigurbjargar Guðmundsdóttir

f.1840 d.1874, Sigurbjörg var m.a. systir Sigurveigar f.1833 d.1904 húsfreyja í

Grímshúsum og var hún langalangamma mín í móðurætt, einnig voru þær systur Þorkels

f..1826 d.1910 bónda á Syðrafjalli, Jónasar f.1825 d.1895 bónda á Sílalæk og

Jóhannesar f.1829 d.1922 bónda í Fellsseli í Kinn, amma Guðmundar á Sandi í föðurætt

var Hólmfríður Indriðadóttir f.1802 d.1885 skáldkona og húsfreyja á Hafralæk,

hún var systir Rósu Indriðadóttur f.1814 d.1895 húsfreyja á Laugarhóli í Reykjadal

og var hún langalangamma mín í föðurætt, faðir Sigurbjargar, Sigurveigar, Þorkels, Jónasar og Jóhannesar var Guðmundur Stefánsson f.1792 d.1874, afi hans var Indriði “gamli” Árnason f.1710 d.1812 ættfaðir Sílalækjarættar, bróðir Guðmundar Stefánssonar var Ólafur Stefánsson f.1789 d.1861 bóndi á Syðriskál og Fagranesi í Aðaldal, Ólafur var afi Kristjönu Árnadóttur f.1844 d.1927 sem var langalangamma mín í móðurætt, þannig að út úr þessu fæ ég sem kannske erfitt er fyrir suma að skilja að Guðmundur Stefánsson var langafi Hallgríms Óla f.1897 d.1954 bónda í Grímshúsum og Ólafur Stefánsson bróðir hans var langalangafi konu hans Kristjönu Árnadóttur f.1907 d.1987 húsfreyju í Grímshúsum sem voru afi og amma undirritaðs, endilega sendið inn athugasemdir og spurningar og mun ég reyna að svara því, þetta er svona smá fróðleikur ef einhverjir hafa áhuga á þessu.

 

kveðja Halli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll vertu.  Friðjón Jónsson á Sandi var bróðir langa, langa afa míns sem hét  Friðlaugur f. 1840, sonur hans var Baldvin sem hóf ylrækt á Hveravöllum í Reykjahverfi, þar sem Ásdís amma mín fæddist og Sigurður pabbi minn var oft í sveit þegar hann var lítill drengur. 

 
 Jóhannes Þorsteinsson    Guðrún Þórðardóttir       19. október 1787 - 28. febrúar 1863   1784 - 11. febrúar 1867  Jóhannes Jóhannesson 1829 - 1894Jón Jóhannesson 1858 - 1901Jónas Jónsson Hagan 1900 - 1989Sólveig Jónasdóttir 1925Ásdís Sigurðardóttir1956Þórður Jóhannesson 1812 - 1894Bergvin Þórðarson 1850 - 1912María Bergvinsdóttir 1888 - 1977Helgi Ingólfsson 1923 - 1993Hallgrímur Óli Helgason1960


Hér sérðu svo að við erum skyld líka. kveðja frænka

Ásdís Sigurðardóttir, 16.3.2007 kl. 23:07

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

þakka þér fyrir þetta Ásdís, ég er með þetta hjá mér í espólínforriti um áttatíuþúsund einstaklinga mest þingeyingar og eyfirðingar, og ég er með um fimmþúsund niðja Jóhannesar Þorsteinssonar, ég er með myndir á síðunni hjá mér af ólympíuliði Kanada í íshokkí sem vann í Hollandi 1920, þar er Konnie sem var sonur Jónasar Jóhannessonar f.1863 sem var bróðir Jóns langafa þíns. 

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 17.3.2007 kl. 10:51

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Forvitnilegt, hvar er þessi mynd af Konnie? geturðu gefið mér slóðina. Föðurættin  mín er svo frá Klambraseli í Reykjahverfi.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.3.2007 kl. 21:42

4 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

blessuð Ásdís, mynd af Konnie er í myndaalbúmi hjá mér efst til hægri þar sérðu Konnie á tveim hópmyndum með íshokkýliðinu, Brian f.1935 sonur Konnie er með heimsíðu, ég sendi þér slóðina á bloggið hjá þér í athugasemdir.

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 17.3.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband