Færsluflokkur: Bloggar

Árni M: Ég hafði enga hugmynd

FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um þrjátíu milljónir króna aðeins nokkrum dögum áður en lögum var breytt um hámarksframlög til stjórnmálaflokka. Skattrannsóknarstjóri hefur reikning um þennan styrk meðal annars til rannsóknar. Það er siðferðislega ámælisvert að hagnýta sér lög sem maður sjálfur átti þátt í að samþykkja, þó þau hafi ekki formlega tekið gildi, segir Sigurður Líndal, lagaprófessor. Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segist að svo stöddu ekki tjá sig um einstök fjárframlög til flokksins sem áttu sér stað fyrir setningu laganna.

Ferguson: Við vorum betra liðið í leiknum

Það er erfitt að sætt sig við svona tap því mér fannst við betra liðið í leiknum. Úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum en þegar þú vinnur 4-1 þá færðu allt hrósið, sagði Ferguson,  alltaf samur við sig Ferguson, er vörnin betri hjá því liði sem fær á sig fjögur mörk, er sóknin betri hjá því liði sem skorar eitt mark en andstæðingur fjögur, hef aldrei skilið þá sem tala um betra liðið hafi tapað, í hverju ætli það felist, vera meira með boltann og skjóta oftar framhjá eða láta verja skot frá sér, er það betra liðið sem er með slaka vörn og framherja sem koma boltanum ekki í mark andstæðinganna.

GLÆSILEGUR SIGUR

Ferguson hlýtur að hafa svör við þessum ósigri, ekki getur hann samþykkt að Liverpool hafi verið betra liðið.
mbl.is Liverpool fagnaði stórsigri á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EUROVISION

Mér finnst þetta ansi skrýtin kosning, þessi tvö sem duttu út, eru þau lakari en þau tólf sem eiga eftir að koma?, ekki fáum við að kjósa um það, það hefðu minnst átta lög átt að keppa í tveimur þáttum, það finnst mér alla vega.
mbl.is Jóhanna og Edgar komust áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÝÁRSKVEÐJUR

Gleðilegt nýtt ár til allra bloggvina minna og allra hinna sem kíkt hafa á síðuna mína á liðnu ári.

 

Halli


JÓLAKVEÐJUR

ÓSKA ÖLLUM BLOGGVINUM MÍNUM OG ÖLLUM ÖÐRUM SEM HEIMSÓTT HAFA BLOGGSÍÐU MÍNA Á ÁRINU GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLT KOMANDI ÁR.

HALLGRÍMUR ÓLI HELGASON


SKÚLI FÓGETI FERST

Ég var á stjórnpallinum, þegar sprengingin varð. Ég vissi strax, hvað um var að vera og reyndi að gera menn vara við. Ég féll við hristinginn og lenti með höfuðið á veggnum. Þegar ég komst á fætur, náði ég í Kristján skipstjóra og hlupum við báðir fram að hásetarúminu. Það var þá orðið fullt af sjó, en við náðum í tvo háseta og gátum dregið þá upp. Það var enginn tími til að ná í hina. Þegar við vorum komnir í bátinn, sökk skipið.

FORMÚLA

Búið að vera gott ár hjá Lewis Hamilton og félögum, til hamingju með glæsilegan árangur.
mbl.is Hamilton heimsmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 126619

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband