Færsluflokkur: Bloggar

HLÆIÐ

                           Hlæið í gleði, hlæið í nauð,

                           hlæið í beiskum trega,

                           hlæið þið lífs og hlæið dauð,

                           hlæið þið eilíflega.

 

ÓÐUR ANDVARANS

                          Gráttu ekki góði minn,

                          gróa hér blóm í spori.

                          Það verða orðin önnur þín

                          ævikjör að vori.


LÁTTU MIG VERA

Nokkrir unglingar höfðu haft í frammi þann gráa leik að

hrekkja vangefinn jafnaldra á allan mögulegan hátt. Einkum hafði

einn drengur í hópnum lagt sig fram við hrekkina.

Þann dreng dreymdi síðar, að vangefni drengurinn kæmi til hans

og segði: ,,Láttu mig vera, nú er ég orðin jafn heill og þið’’.

Daginn eftir fréttist að drengurinn vangefni hefði látist í svefni,

en sá, sem dreymt hafði iðraðist sárlega illrar og gálausrar

framkomu sinnar.


FAÐIR/SONUR

                    Faðirinn:

                    Ég fékk mér nú dammara, drengurinn minn,

                    og dæmalaust var hann nú góður.

                    Þú veist ekki um stammara, strákurinn þinn,

                    og stendur svo rótlaus og hljóður.

   

                    Sonurinn:

                    Nú, ég er svo fullur ég finn engan veg,

                    og fari’ ég að snúast, þá hálsbrotna ég.


Vísa

                    Best er nú að byrja að hætta,

                    búinn er ég lengi að þvætta.

                    Endirinn skyldi í upphafi skoða

                    áður en menn sér fara að voða.

LJÓS

Ég bloggaði um eldinn fyrir nokkrum dögum hér neðar á

síðunni, og langar mig að segja aðeins meira um hann.

Ég lærði að umgangast eld af virðingu alveg frá því ég

man fyrst eftir mér, þar sem á mínu heimili var mikið

notaður eldur, ljósavél var notuð allt til 1971 að við fengum

rafmagn frá Laxárvirkjun, oft var ljósavél biluð og eitt skipti

bilaði hún alveg og talsverð bið varð eftir nýrri ljósavél, var

þá bara notað kertaljós, olíulampar og gas til að elda á.

Við þurftu þá að fara með olíulampa í fjósið og handmjólka

kýrnar, bera lampana í gegnum hlöðu og í fjárhús, og alltaf

þurfti að huga að því hvar maður sté niður, því ekki væri nú

gott að hnjóta í heyið í hlöðunni með lampa í höndunum, eftir

1971 hélt þetta áfram mörg ár í viðbót þar sem það gat verið

rafmagnslaust dögum saman, því línan sem lögð var til okkar

var mjög ótraust, en allt fór þetta nú vel og aldrei man ég eftir

því að eldur hafi kviknað svo nokkur skaði væri af því, en aftur

á móti kviknaði í reykkofanum okkar er ég var krakki og  brann

mest allt hangikjötið okkar fyrir jólin, hefur það sennilega verið

1970, og það kviknaði í heyflutningabíl í nóvember 1968 og

það gæti orðið nokkuð löng saga, svo eins og sést á þessari

upptalningu var eldur mér hugleikinn í æsku.

 

Farfuglar 1939

Hér koma upplýsingar um komu farfugla úr stílabók afa míns

í Húsabakka í Aðaldal vorið 1939, á það vel við þar sem

farfuglarnir streyma til landsins um þessar mundir.

 

Skógarþrösturinn          2. apríl

Heiðlóan                      10. apríl

Lómurinn                     15. apríl

Háellan                        16. apríl

Grágæsin                     16. apríl

Stelkurinn                    17. apríl

Hrossagaukurinn         20. apríl

Spóinn                          30. apríl

Lóuþrællinn                   7. maí

Krían                              8. maí

Kjóinn                           12. maí


Eldur

Eldurinn er í senn besti vinur og hættulegasti óvinur mannanna,

allt eftir því, hvernig að honum er búið og hvort hann er hafður

í hófi. Stundum getur hann þó brotist út alveg að óvörum, og án

sýnilegrar ástæðu. Er þá betra að hafa varnir við, ef ekki á illa að

fara. Sagt er, að í fyrstu hafi mennirnir óttast eldinn meir en allt

annað, en svo hafi ofurhugi nokkur gengið einn upp í logandi eld-

fjall. Hafi hann hitt þar eldandana og samið við þá um að fá neista

af báli þeirra. Hefðu andarnir sett skilyrði, að aldrei mætti skilja

eldinn eftir einan, því að þá kynni hann að reiðast og verða að

miklu tjóni. Ekki mætti heldur nota eldinn til ógagns öðrum

mönnum.

Mennirnir héldu skilyrði þessi lengi vel og höfðu helgi mikla

á eldinum. Síðar gleymdist virðingin fyrir eldinum og þá tók hann

að hefna sín, sem oft hefir orðið.

Því skyldi eldur aldrei látinn eftir einn.

 

SÁ SNAUÐI

 

Einu sinni var maður, sem var svo fátækur, að hann átti ekki

reimar í skó sína og enga peninga til að kaupa þær. Þess vegna

týndi hann fyrst öðrum skónum og síðan hinum og gekk eftir það

á sokkaleistunum. Honum fannst ósköp leiðinlegt þegar hann mætti

mönnum, sem gengu á skóm, því að þeir horfðu á hann eins og eitt-

hvert viðundur.

Sumir sögðu: ,,Hann nennir ekki að vinna og því á hann ekki

skó á lappirnar’’. Þetta var að vísu satt, en skólausa manninum

fannst óþarfi að geta þess, því að sárast væri það fyrir hann, en

gerði öðrum minna til.

Svo bar það við einn daginn að hann mætti ungri konu, sem

bauð honum heim til sín og gaf honum nýja vel reimaða skó. Hún

fór fram á það í staðinn að hann byggi hjá sér og ynni á verkstæði

mannsins síns sáluga, sem hafði verið skósmiður.

Þetta varð að ráði og síðan smíðaði skólausi maðurinn, sem

verið hafði, skó á fjölda manns og hélt þeim starfa meðan hann lifði.

  

Litla Stína

 

                                   Litla Stína,

                                   láttu skína

                                   ljósin þín

                                   í augu mín.

                                   Vellir anga,                               

                                   vor í fangi,

                                   við skulum ganga

                                   heim til þín.

                                                        Guðmundur Friðjónsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

96 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband