Færsluflokkur: Bloggar

SKÍRLÍFI

Þrenn hjón, gömul, miðaldra og nýgift, fóru í kaþólsku kirkjuna og vildu ganga í söfnuðinn. Presturinn segir við þau að til þess þurfi þau að lifa skírlífi í tvær vikur. Hjónin ganga að þessu og koma aftur eftir tvær vikur. Presturinn segir þá við gömlu hjónin: "Gátuð þið lifað án kynlífs í tvær vikur?". Gamli maðurinn svarar strax: "Ekkert mál, faðir". "Til hamingju!", segir presturinn. "Velkomin í söfnuðinn!". Hann snýr sér að miðaldra hjónunum og segir: "Gátuð þið lifað án kynlífs í tvær vikur?". Maðurinn svarar: "Fyrsta vikan var í lagi en seinni vikuna þurfti ég að sofa á sófanum nokkur kvöld. Við höfðum það samt". "Til hamingju!", segir presturinn. "Velkomin í söfnuðinn". Að lokum segir hann við nýgifta parið: "Jæja, gátuð þið verið án kynlífs í tvær vikur?" "Nei", sagði ungi maðurinn dapur í bragði. "Við gátum ekki verið án kynlífs í tvær vikur". "Hvað gerðist?", spyr presturinn. "Konan mín missti mjólkurfernu í gólfið. Þegar hún beygði sig niður til að taka hana upp, stóðst ég ekki mátið og tók hana aftan frá." "Þið skiljið", segir presturinn, "að þetta þýðir að þið eruð ekki velkomin í söfnuðinn" "Við skiljum það", segir ungi maðurinn. "Við erum heldur ekki velkomin í Bónus". 

HVAÐ NÚ

                        Segjum upp fólki og seljum kvóta

                        sendum svo fólkið heim,

                        látum svo aðra um að móta

                        framtíðarstefnuna handa þeim.

                        

                        

                        Halli

                       

                        

                     

                        

                          

                       

 

LAUGARDAGSMORGUNN

                        Úti er súld og sunnanvindur

                        þrösturinn syngur við gluggann,

                        nú norðanáttin upp á sig vindur                

                        og kominn er norðan muggan.

                         

                         Halli

 

TIL ÞÍN

                        Ég féll þér allur til fóta,

                        því fórnað sjálfum mér gat.

                        Og þrösturinn jafnvel þetta sinn

                        þögull af hrifningu sat.


STÚLKAN MÍN

Hún var blóðrjóð í kinnum, en köld á höndum. Henni var

mikið niðri fyrir um aðdáanlega fallega og stóra snjóstofu,

sem hún og fleiri börn voru búin að fullgera í snjóskaflinn.

Gleðin og ákaflyndið lýsti sér í svipnum og orðunum.

Urðu þá til þessi erindi.

 

                              Fallegasta fljóðið,

                              frjálsa stúlkan mín,

                              ólgar æskublóðið

                              út í svörin þín.

                              Niðri í mold og melju

                              myrkrið nýtur sín.

                              Ofar húmi og helju

                              hanga ljósin þín.


AUMINGJA ÉG

                        Í stjórnarandstöðu, eitt árið enn

                        hvernig má þetta vera?

                        Ég hélt að ég yrði ráðherra senn

                        og fengi á spotta að skera.

          

                         Halli

 

GEIR&INGIBJÖRG

                        Heima stóð og beið við símann

                        gat ekki svarað fréttamönnum,

                        Geir með númerið stimplað í símann

                        á fréttamannafundinum.

 

                        Í Sólrúnu hringdi og sagði hún já

                        að sjálfsögðu störfum við saman,

                        en Jóni og Guðna leist ekki á

                        hve snögglega náðu þau saman.

                                

                         Halli

                    


GEIR&JÓN

                        Þeir Geir og Jón eru hættir að semja

                        þeir munu ekki sjást á þingi,

                        en hvernig á Villi nú að hemja

                        meirihluta sem heitir Björn Ingi.

                       

                         Halli


HREFNA

                        Nýbúinn og saddur að éta hrefnuna

                        mikið ljómandi vel gert hjá frúnni,

                        vona bara að hann hafi veitt hana

                        hann vinur minn hann Konni.

                        

                        Halli

 

HUNDSBÆTUR EÐA HVAÐ?

Bóndi nokkur átti hund gamlan og grimman, sem reif ósjaldan

til skaða fé nágranna hans, þótt hann léti heimaféð í friði. Líkaði

bónda þetta ekki illa, þar sem hann hafði löngum átt í ófriði við

nágrannann út af fjárbeit. Þar kom að nágranninn missti þolinmæð-

ina og drekkti hundinum í á, sem rann á milli bæjanna. Varð nú

hundseigandinn ævareiður og krafðist bóta fyrir hundinn.

Nágranninn, sem var í eðli sínu friðsamur, bauð honum annan

hund í staðinn en það vildi hann ekki þiggja. ,,Mundi hundur sá

þér trúrri en mér’’, var svarið, sem nágranninn fékk.

Hundeigandinn var maður ókvæntur, en sá sem hundinn drap

átti dóttur komna yfir þrítugt, sem gjarnan vildi giftast. Bað hún

föður sinn að bjóða honum sig í bætur fyrir hundinn og gerðu hann

það þótt tregur væri. Var því boði tekið og taldi bóndinn með réttu

að enginn maður hefði slíkar bætur fyrir hund fengið sem hann,

enda varð brátt gott á milli bæjanna, því að nýkvænti bóndinn varð

harla ánægður með kvonfangið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

97 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 127017

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband