Færsluflokkur: Bloggar

BRANDARI

Tveir stóðu fyrir framan himnaríki sem hétu Jói og Kalli.
Jói spurði: hvernig dóst þú?
Kalli: ég fraus til dauða, en þú
Jói: ég dó úr hamingju
Kalli: hvernig getur maður dáið úr hamingju
Jói: fyrsta daginn kom ég heim og allt var hreint, konan mín tekur aldrei til þannig að ég vissi að hún var að halda fram hjá, ég leitaði um allt hús en fann engan.
Annan daginn kom ég heim og það var matur á borðinu, kona mín eldar aldrei þannig að ég vissi að hún var að halda fram hjá svo að ég leitaði út um allt en fann engan.
Þriðja daginn kom ég heim og fann blóm á borðinu, konan mín kaupir aldrei blóm þannig að ég vissi að hún var að halda framhjá ég leitaði um allt en fann engan þannig að ég hreinlega dó á staðnum.
Kalli: AULINN ÞINN ef þú hefðir bara opnað ísskápinn værum við báðir á lífi.

BRANDARI

Íri var á bar og sat að sumbli. Þegar hann var búinn að fá nóg og ætlaði að standa upp af barstólnum datt hann beint á andlitið. Hann reyndi að standa upp, en datt aftur. Þá skreið hann út að hurð. Þar reyndi hann að standa upp og aftur datt hann. Hann skreið út og ákvað að skríða þessa 600 metra heim til sín. Þar reyndi hann enn eina ferðina að standa upp og enn sama sagan hann datt. Hann skreið upp stigana og skreið svo upp í svefnherbergi og datt beint á andlitið í hjónarúmið og sofnaði. Morguninn eftir vaknaði hann við að konan hans öskraði: „Ómar varst á fylliríi eina ferðina enn." Já, sagði hann. „Þeir voru að hringja frá barnum, þú gleymdir hjólastólnum aftur."

ÞREYTTUR

002

                       

                       Nú er ég þreyttur og þarf að sofa

                       og þykir best að halla mér núna,

                       en á morgunn því skal ég lofa

                       að komast lengra heldur en núna.

                      

                         Halli

                      

 


VÍSUR

                       Veðrið er hvorki vont né gott

                       varla kalt og ekki heitt,

                       það er hvorki þurrt né vott

                       það er svo sem ekki neitt.

 

                       Fífilbrekka, gróin grund,

                       garðar, flekkir, heiðblá sund.

                       Sumar gekk með sól við mund,

                       sá ég ekki fegri stund.

                      


FRÍ

                       Nú er hún farinn í frí

                       ég vona að hún komi úr því,

                       og gleðju okkur með því

                       að halda áfram,

                       að agnúast Baugsveldinu í.

                         

                          Halli


Í SVEITINNI

Það var eitt sinn ljóska sem var orðin þreytt á ljóskubröndurum og vildi helst koma sér úr þessum minnihlutahóp. Hún ákvað því að lita á sér hárið brúnt og koma sér þannig í hóp þeirra sem tekið er mark á. Eina helgi í ágúst fór hún í bíltúr uppí sveit. Hún var ekki komin langt þegar hún sá féhirði smala fjöldann allan af kindum. Verandi dolfallin aðdáandi fjórfætlinga stoppaði hún bílinn og gaf sig á tal við féhirðinn.

Eftir nokkurt smátal spurði hún hirðinn hvort að hún mætti eiga eina kind ef hún gæti giskað á hversu margar kindur hirðirinn var með. Hirðirinn var viss í sinni sök um að það gæti hún aldrei og tók áskoruninni. ''Ljóskan" okkar hugsaði sig vel um og að lokum kom hún með töluna 294.

Hirðirinn trúði ekki sínum eigin eyrum því að það var akkúrat fjöldi kindanna. En vegna þess að hann var heiðarlegur að eindæmum leyfði hann henni að velja eina kind. "Ljóskan" tók sér góðan tíma en að lokum valdi hún eina sem var mun líflegri en allar hinar.

Hirðirinn leit á hana og spurði: "Ef ég get giskað á rétta háralit þinn, má ég þá fá hundinn minn aftur?".


SUMAR HJÁ JENNÝ

                      

                       Já sumarið það brast á

                       hjá Jenný vinkonu minni,

                       hvenær kemur vorið þá

                       hjá mér, ég held mig inni.

                        

                       Halli


BLAIR/BUSH

                      .

                       Brosandi Blair til Írak fór

                       og Bush við áfram styðjum,

                       og Gordon sárt við sór

                       að halda áfram stríðsleikjum.

                       

                        Halli


VANDI

  

                    Heldur áfram á sömu braut

                    ekki á neinar lausnir,

                    kvótakerfið á sigurbraut

                    þetta lagast þegar lygnir.

 

                    Hvað er lengi hægt

                    að berja hausnum við steininn,

                    tímabundinn vandi er það helst

                    segir ráðherra Einar Kristinn.

                   

                        Halli

                    

                   

                   

                   

   

BLÓMAVASI

Tvær vinkonur, ljóska og rauðka, voru eitt sinn á gangi þegar svo vildi til að þær gengu fram hjá blómabúð og sáu hvar kærasti þeirrar rauðhærðu var að kaupa blóm. Hún stundi þungan þegar hún sá þetta og sagði:

"Fjárinn, kærastinn minn er enn einu sinni að kaupa blóm handa mér án nokkurrar ástæðu."

Ljóskan leit furðu lostin á vinkonu sína og spurði:

"Af hverju , finnst þér ekki gaman að fá blóm?"

Sú rauðhærða svaraði:

"Jú, jú... en hann er bara alltaf með svo miklar væntingar þegar hann gefur mér blóm og ég bara nenni ekki að eyða næstu þremur dögum í að liggja á bakinu með fæturnar upp í loftið."

Ljóskan varð nú enn ráðvilltari en áður og spurði svo að lokum:

"Áttu ekki blómavasa?"


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

97 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband