Færsluflokkur: Bloggar

NOTAÐUR

Á spítalanum voru ættingjarnir saman komnir á biðstofunni þar sem einn
fjölskyldumeðlimur lá mjög veikur. Loksins kom læknirinn þreytulegur og dapur. "Ég er hræddur um að ég færi ykkur slæm tíðindi" sagði hann og horfði upp á áhyggjufull andlit ættingjanna.
"Eina von ástvinar ykkar er sú að hann fái heilaígræðslu. Þessi aðgerð hefur ekki ennþá verið prófuð til hlítar og er mjög áhættusöm en er jafnframt eina vonin í þessari stöðu. Tryggingarnar greiða allan kostnað af aðgerðinni en þið þurfið að greiða sjálf fyrir heilann".

Ættingjarnir sátu hljóðir og meltu með sér þessar fréttir. Eftir dálítinn tíma spurði einn þeirra. "Hvað kostar heili?" Læknirinn svaraði strax. "Karlmannsheili kostar eina milljón en kvenmannsheili kostar hundrað og fimmtíu þúsund".

Allir ættingjarnir urðu frekar vandræðalegir en karlmennirnir forðuðust að horfast í augu við konurnar. Nokkrir gátu ekki á sér setið og glottu og jafnvel flissuðu. Einn þeirra gat þó ekki hamið forvitni sína og spurði þeirrar spurningar sem alla langaði að spyrja að. "Af hverju er karlmannsheilinn svona mikið dýrari"?
Læknirinn brosti umburðarlyndur af einfeldni mannsins og útskýrði þetta fyrir öllum hópnum. "Þetta er bara þetta venjulega verð sem sett er upp, við getum ekki selt kvenmannsheila dýrari en þetta því þeir eru notaðir"!!!

AKRABORGIN

Það var ung og falleg stúlka sem var svo niðurdregin og hrygg að hún ákvað að binda endi á þetta allt og fyrirfara sér með því að stökkva í höfnina. Hún stóð á hafnarbakkanum og þegar hún ætlaði að stökkva kemur til hennar ungur sjómaður og spurði hana hvers vegna hún væri að gráta. Hún sagðist ætla að fyrirfara sér. Honum fannst það synd og sagði við hana að hún hefði mikið að lifa fyrir. Skipið mitt siglir til Ameríku á morgun, ef þú vilt skal ég lauma þér með. Hann færði sig nær stúlkunni og tók utan um hana og hvíslaði að henni,"ef þú verður góð við mig verð ég góður við þig". "Já" sagði stúlkan hverju hef ég að tapa. Um nóttina laumaði hann henni um borð í skipið og faldi hana í einum björgunarbátnum. Hann færði henni annað slagið mat og drykk og í hvert skipti elskuðust þau heitt og innilega. Þrem vikum seinna var skipstjórinn á venjulegri eftirlitsferð og fann hana í björgunarbátnum. Hann spurði hana hvað hún væri að gera þarna. Hún sagði honum eins og var að sjómaðurinn væri að lauma henni til Ameríku en í staðinn svæfi hún hjá honum. Þá sagði skipstjórinn "Þú hefur verið plötuð laglega núna þetta er Akraborgin"          

BLOGGVINKONUR

                    Ásdís hún bloggar svo er hún mjög há

                    Laufey er drottning hún myndast svo vel,

                    Ásthildur hetja og blómin henni hjá

                    Heiðu ég löngum stundum dvel,

                    Ester með vísurnar kíki ég á.

 

                    Anna Karen ei dagurinn dugar þar,

                    Vélstýran er fræðandi og huggulegt par

                    Björg er heillandi og á hún margt svar,

                    Bryndís með þingmannanöfnin kemur

                    Halla hún snjóinn og sólina temur,

                    Jónína langar ræðurnar semur.

 

                    Snæhólm með sögur og fallegar myndir,

                    Helga Vala undir framsókn kyndir

                    Kidda við kosningaúrslitin lyndir,

                    Ólína sig tjáir svo málefnalega

                    Lára hún syngur svo myndarlega,

                    Salvör er skýr og skrifar varlega

                    Vilhelmína með sögu daglega.

 

GAMLA KONAN OG DÆTURNAR ÞRJÁR

 Það var einu sinni kona sem átti þrjár dætur. Í hvert skipti sem einhver af dætrum hennar gifti sig bað mamman þá dótturina sem var að gifta sig í það skiptið að vera fljóta að skrifa heim eftir að hún fluttist að heiman og segja gömlu konunni hvernig kynlífið væri hjá hinni nýgiftu.
Jæja sú elsta gifti sig fyrst og aðeins tveimur dögum seinna barst gömlu konunni bréfið frá dóttur sinni.
Á því stóð aðeins "Myllukökur Myllubrauð".
Gamla konan átti bágt með að skilja þetta en fyrir einhverja rælni tók hún eftir auglýsingu frá Myllunni þegar hún vað að blaða í Dagblaðinu síðar um kvöldið. En þar stóð "Myllukökur Myllubrauð...... ávallt seðjandi".
Gamla konan sá nú að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa að elstu dóttur sinni, henni væri vel sinnt.
En þar kom að miðdóttirin gifti sig og leið vika frá brúðkaupinu þar til gömlu konunni barst bréfið frá dóttur sinni. Þar stóð aðeins "Ingvar og Gylfi".
Kella var nú fljót að leita að Dagblöðunum og fann að lokum auglýsingu frá Ingvar og Gylfa þar sem stóða "Nýi rúmgaflinn frá okkur......King size og extra langur".
Vissi nú kella að hún þyrfti heldur engar áhyggjur af hafa af þessari dóttur sinni.
Jæja bréfið frá yngstu dótturinni var lengi á leiðinni en barst loks kellu fjórum vikum eftir brúðkaupið. Í bréfinu stóð aðeins eitt orð "Flugleiðir".
Kella leitaði nú ákaft að auglýsingu frá Flugleiðum í Dagblaðinu og á endanum fann hún eina. En eftir að hafa lesið auglýsinguna leið yfir kerlinguna því þar stóð:
"Þrisvar á dag, sjö daga vikunnar, á alla áfangastaði!!!!!!!!!!
              

FRÍ

 

Mun verða í fríi frá bloggi næstu daga vegna flutninga, er þó ekki að fara langt, aðeins á milli húsa hér heima, þakka bloggvinum mínum hvað þeir hafa verið duglegir að kíkja á síðuna hjá mér.

 

kveðja Halli


VÍSA

                       Flest öll mál er hægt að toga og teygja

                       til að láta á sér bera á fundum.

                       Sumir hefðu þurft að læra að þegja

                       þó að ekki væri nema stundum.

 

 

 

 

Þessi vísa er eftir vin minn Hreiðar Karlsson fyrv. kaupfélagsstjóra á Húsavík


ÝTTU NÚ

Á árunum fyrir seinna stríð var Holtavörðuheiði illfær á köflum

og lágu bílar í aurbleytu ef út af bar með veður. Eitt sinn var

vörubílstjóri einn á leið suður og festi hann svo illa bíl sinn á

miðheiðinni að honum tókst ekki með nokkrum ráðum að ná

honum upp.

Rann bílstjóranum þá mjög í skap og hugsaði með sér, að hann

skyldi nú reyna þegnskap heiðardraugsins, sem hann hafði oft

heyrt getið og sagði í fússi: ,,Ýttu nú ef þú ert einhvers nýtur’’.

Brá þá svo við að bíllinn hentist út úr aurnum og ók ökumaður

eftir það suður hindrunarlaust eins og leið lá. Sagði hann þetta vera

í eina sinnið, sem hann hefði leitað fulltingis eilífðarvera, en ekki

dytti sér í hug að neita tilveru þeirra eftir hjálp heiðardraugsins.

 

ALDREI KYSST KARLMANN

"Það er varðandi dóttur mín, hana Döggu, hún er alltaf að fá þessa fíkn í vissar matartegundir, fitnar og er stöðugt með ógleði á morgnana."

Læknirinn skoðar Döggu vandlega og snýr sér svo að móðurinni og segir:

"Ja, ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að segja þér þetta, en málið er það að Dagga er ófrísk - ég giska á að hún sé komin 4 mánuði á leið."

"Ófrísk?!" svarar móðirin, "það getur ekki verið. Hún hefur aldrei nokkurn tíma verið skilin ein eftir með karlmanni! Er það nokkuð, Dagga?"

"Nei, mamma," svarar Dagga. "Ég hef ekki einu sinni kysst karlmann!"

Læknirinn gengur út að glugganum og starir rannsakandi út um hann. Það líða nærri fimm mínútur án þess að hann segi nokkuð, svo móðirin spyr:

"Er eitthvað að þarna úti, læknir?"

"Nei, í rauninni ekki," svarar hann. "Bara það að þegar svona nokkuð gerðist síðast þá birtist stjarna í austrinu og þrír vitringar komu yfir hæðina. Það er sko á hreinu að ég ætla ekki að missa af því núna!"

ENGIN UMMÆLI

Bóndi nokkur þótti lítill fyrir sér, en kona hans hið gagnstæða.

Var hún karlmannsígildi til allra verka eigi síður úti en inni.

Samkomulag var gott með hjónunum, enda beygði maðurinn sig

fyrir óskum konu sinnar, þar sem hann fann hve hún var honum

fremri í flestu.

Eitt sinn fór bóndi til að gefa fé sínu á garða, en kom inn að

vörmu spori, og sagði: ,,Komdu nú Guðrún mín og hafðu engin

ummæli, því hrútarnir hafa brotist úr stíunni og eru komnir til

ánna’’.

Kom húsfreyja þá strax og handsamaði hrútana, sem bóndinn

þorði ekki fyrir sitt litla líf að kljást við.

Fyrir kom, að konan gat ekki orða bundist, þegar henni þótti

kjarkleysi bónda síns keyra úr hófi fram, og því mun hann hafa

slegið varnaglann, að hún skyldi engin ummæli hafa. Var það haft

að orðtaki seinna í sveit þeirri, þegar á lá að hafa engin ummæli.


BRANDARI

Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: "Hvað eru stjórnmál?" Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum þínum svo við skulum kalla þig Fólkið. Við getum síðan haldið áfram og kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina. Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og saman. þannig að Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem pabbi hans sagði honum. Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum. þegar hann kemur inn í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína sofandi. þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst. Hann kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni. Að lokum gafst Nonni litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði. Næsta morgun segir hann við föður sinn. "Pabbi, ég held núna að ég skilji hvað stjórnmál ganga út á." Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því. þá sagði Nonni litli: " Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum er Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum skít...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

97 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband