Færsluflokkur: Bloggar
2.6.2007 | 19:06
NOTAÐUR
fjölskyldumeðlimur lá mjög veikur. Loksins kom læknirinn þreytulegur og dapur. "Ég er hræddur um að ég færi ykkur slæm tíðindi" sagði hann og horfði upp á áhyggjufull andlit ættingjanna.
"Eina von ástvinar ykkar er sú að hann fái heilaígræðslu. Þessi aðgerð hefur ekki ennþá verið prófuð til hlítar og er mjög áhættusöm en er jafnframt eina vonin í þessari stöðu. Tryggingarnar greiða allan kostnað af aðgerðinni en þið þurfið að greiða sjálf fyrir heilann".
Ættingjarnir sátu hljóðir og meltu með sér þessar fréttir. Eftir dálítinn tíma spurði einn þeirra. "Hvað kostar heili?" Læknirinn svaraði strax. "Karlmannsheili kostar eina milljón en kvenmannsheili kostar hundrað og fimmtíu þúsund".
Allir ættingjarnir urðu frekar vandræðalegir en karlmennirnir forðuðust að horfast í augu við konurnar. Nokkrir gátu ekki á sér setið og glottu og jafnvel flissuðu. Einn þeirra gat þó ekki hamið forvitni sína og spurði þeirrar spurningar sem alla langaði að spyrja að. "Af hverju er karlmannsheilinn svona mikið dýrari"?Læknirinn brosti umburðarlyndur af einfeldni mannsins og útskýrði þetta fyrir öllum hópnum. "Þetta er bara þetta venjulega verð sem sett er upp, við getum ekki selt kvenmannsheila dýrari en þetta því þeir eru notaðir"!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2007 | 17:08
AKRABORGIN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2007 | 01:16
BLOGGVINKONUR
Ásdís hún bloggar svo er hún mjög há
Laufey er drottning hún myndast svo vel,
Ásthildur hetja og blómin henni hjá
Heiðu ég löngum stundum dvel,
Ester með vísurnar kíki ég á.
Anna Karen ei dagurinn dugar þar,
Vélstýran er fræðandi og huggulegt par
Björg er heillandi og á hún margt svar,
Bryndís með þingmannanöfnin kemur
Halla hún snjóinn og sólina temur,
Jónína langar ræðurnar semur.
Snæhólm með sögur og fallegar myndir,
Helga Vala undir framsókn kyndir
Kidda við kosningaúrslitin lyndir,
Ólína sig tjáir svo málefnalega
Lára hún syngur svo myndarlega,
Salvör er skýr og skrifar varlega
Vilhelmína með sögu daglega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.6.2007 | 00:03
GAMLA KONAN OG DÆTURNAR ÞRJÁR
Jæja sú elsta gifti sig fyrst og aðeins tveimur dögum seinna barst gömlu konunni bréfið frá dóttur sinni.
Á því stóð aðeins "Myllukökur Myllubrauð".
Gamla konan átti bágt með að skilja þetta en fyrir einhverja rælni tók hún eftir auglýsingu frá Myllunni þegar hún vað að blaða í Dagblaðinu síðar um kvöldið. En þar stóð "Myllukökur Myllubrauð...... ávallt seðjandi".
Gamla konan sá nú að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa að elstu dóttur sinni, henni væri vel sinnt.
En þar kom að miðdóttirin gifti sig og leið vika frá brúðkaupinu þar til gömlu konunni barst bréfið frá dóttur sinni. Þar stóð aðeins "Ingvar og Gylfi".
Kella var nú fljót að leita að Dagblöðunum og fann að lokum auglýsingu frá Ingvar og Gylfa þar sem stóða "Nýi rúmgaflinn frá okkur......King size og extra langur".
Vissi nú kella að hún þyrfti heldur engar áhyggjur af hafa af þessari dóttur sinni.
Jæja bréfið frá yngstu dótturinni var lengi á leiðinni en barst loks kellu fjórum vikum eftir brúðkaupið. Í bréfinu stóð aðeins eitt orð "Flugleiðir".
Kella leitaði nú ákaft að auglýsingu frá Flugleiðum í Dagblaðinu og á endanum fann hún eina. En eftir að hafa lesið auglýsinguna leið yfir kerlinguna því þar stóð:
"Þrisvar á dag, sjö daga vikunnar, á alla áfangastaði!!!!!!!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2007 | 23:20
FRÍ
Mun verða í fríi frá bloggi næstu daga vegna flutninga, er þó ekki að fara langt, aðeins á milli húsa hér heima, þakka bloggvinum mínum hvað þeir hafa verið duglegir að kíkja á síðuna hjá mér.
kveðja Halli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.5.2007 | 23:36
VÍSA
Flest öll mál er hægt að toga og teygja
til að láta á sér bera á fundum.
Sumir hefðu þurft að læra að þegja
þó að ekki væri nema stundum.
Þessi vísa er eftir vin minn Hreiðar Karlsson fyrv. kaupfélagsstjóra á Húsavík
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.5.2007 | 21:39
ÝTTU NÚ
Á árunum fyrir seinna stríð var Holtavörðuheiði illfær á köflum
og lágu bílar í aurbleytu ef út af bar með veður. Eitt sinn var
vörubílstjóri einn á leið suður og festi hann svo illa bíl sinn á
miðheiðinni að honum tókst ekki með nokkrum ráðum að ná
honum upp.
Rann bílstjóranum þá mjög í skap og hugsaði með sér, að hann
skyldi nú reyna þegnskap heiðardraugsins, sem hann hafði oft
heyrt getið og sagði í fússi: ,,Ýttu nú ef þú ert einhvers nýtur.
Brá þá svo við að bíllinn hentist út úr aurnum og ók ökumaður
eftir það suður hindrunarlaust eins og leið lá. Sagði hann þetta vera
í eina sinnið, sem hann hefði leitað fulltingis eilífðarvera, en ekki
dytti sér í hug að neita tilveru þeirra eftir hjálp heiðardraugsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2007 | 21:28
ALDREI KYSST KARLMANN
Læknirinn skoðar Döggu vandlega og snýr sér svo að móðurinni og segir:
"Ja, ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að segja þér þetta, en málið er það að Dagga er ófrísk - ég giska á að hún sé komin 4 mánuði á leið."
"Ófrísk?!" svarar móðirin, "það getur ekki verið. Hún hefur aldrei nokkurn tíma verið skilin ein eftir með karlmanni! Er það nokkuð, Dagga?"
"Nei, mamma," svarar Dagga. "Ég hef ekki einu sinni kysst karlmann!"
Læknirinn gengur út að glugganum og starir rannsakandi út um hann. Það líða nærri fimm mínútur án þess að hann segi nokkuð, svo móðirin spyr:
"Er eitthvað að þarna úti, læknir?"
"Nei, í rauninni ekki," svarar hann. "Bara það að þegar svona nokkuð gerðist síðast þá birtist stjarna í austrinu og þrír vitringar komu yfir hæðina. Það er sko á hreinu að ég ætla ekki að missa af því núna!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 22:27
ENGIN UMMÆLI
Bóndi nokkur þótti lítill fyrir sér, en kona hans hið gagnstæða.
Var hún karlmannsígildi til allra verka eigi síður úti en inni.
Samkomulag var gott með hjónunum, enda beygði maðurinn sig
fyrir óskum konu sinnar, þar sem hann fann hve hún var honum
fremri í flestu.
Eitt sinn fór bóndi til að gefa fé sínu á garða, en kom inn að
vörmu spori, og sagði: ,,Komdu nú Guðrún mín og hafðu engin
ummæli, því hrútarnir hafa brotist úr stíunni og eru komnir til
ánna.
Kom húsfreyja þá strax og handsamaði hrútana, sem bóndinn
þorði ekki fyrir sitt litla líf að kljást við.
Fyrir kom, að konan gat ekki orða bundist, þegar henni þótti
kjarkleysi bónda síns keyra úr hófi fram, og því mun hann hafa
slegið varnaglann, að hún skyldi engin ummæli hafa. Var það haft
að orðtaki seinna í sveit þeirri, þegar á lá að hafa engin ummæli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.5.2007 | 21:18
BRANDARI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
97 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Niðjatal
- Niðjatal Maríu og Ingólfs í Húsabakka
- Niðjatal Guðmundar Jóhannessonar bónda á Grýtu og Svertingsstöðum
- Niðjatal Kristjáns Hallssonar bónda á Laugarhóli og Ystahvammsgerði
- Niðjatal Jóns Einarssonar bónda í Svartárkoti og Björgum, fór til Brasilíu
- Niðjatal Þórðar Jóhannessonar í Presthvammi og Hrauni
- Niðjatal Kristjáns Jenssonar bónda í Fossseli
- Niðjatal Þorláks Jónssonar bónda í Torfunesi
- Niðjatal Jónasar Davíðssonar bónda á Bringu í Eyjafirði
- Niðjatal Árna Frímanns Kristjánssonar bónda í Holtakoti í Kinn og Saltvík í Reykjahverfi
- Niðjatal Guðmundar Guðnasonar bónda í Grímshúsum
- Niðjatal Bergvins Þórðarsonar bónda í Húsabakka og Brekku
- Niðjatal Indriða Kristjánssonar bónda í Skriðuseli
- Niðjatal Jóns Ólafssonar frá Mýrarlóni
- Niðjatal Guðna Jónssonar bónda í Sýrnesi og Grímshúsum
- Niðjatal Evlalíu Guðmundsdóttur
Fréttablöð
Eldri færslur
- Júní 2011
- Maí 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Bloggvinir
-
Aðalsteinn Bjarnason
-
Agný
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Benedikt Sigurðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Brynjar Svansson
-
Brynja skordal
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Elfur Logadóttir
-
Halla Signý Kristjánsdóttir
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hermann Jónsson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Hlynur Birgisson
-
Jens Guð
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Jón Gerald Sullenberger
-
Jón Valur Jensson
-
Karl Hreiðarsson
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Laugar
-
Lára Stefánsdóttir
-
Ólöf Brynja Jónsdóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sóley Valdimarsdóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Stefánsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Vilhelmina af Ugglas
-
Þorleifur Ágústsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórir Kjartansson
Myndaalbúm
Nýjustu færslurnar
- Tíska : KIT BUTLER fyrirsæti í hversdagslífinu
- Hvernig tókst Charlie Kirk þetta?
- VÆRI EKKI TILVALIÐ AÐ BJÓÐA TRUMP Í OPINBERA HEIMSÓKN TIL ÍSLANDS???
- Keyra á málið í gegn
- Dagur mótmælir sjálfum sér og vill fórna Íslandi
- Kvenréttindafélag Íslands er hitt trans félagið á Íslandi
- Svona er staðan í BRESKUM STJÓRNMÁLUM samkvæmt SKOÐANAKÖNNUN:
- Lágkúra að hæðast að morðinu á Charlie Kirk
- Er tekið fast á?
- Skipulagsslys