Færsluflokkur: Bloggar

ALDINGARÐURINN EDEN

Dag einn í aldingarðinum Eden heyrðist Eva kalla til Guðs:
"Drottinn minn, það er smá vandamál!"
"Hvað er að Eva mín?"
"Drottinn minn, ég veit að þú skapaðir mig og hefur útvegað mér þennan fallega garð og öll þessi yndislegu dýr, og þennan frábærlega fyndna snák, en ég er bara ekki hamingjusöm".
"Af hverju ertu ekki hamingjusöm Eva?"
"Drottinn minn, ég er einmana.  Og ég er orðin hundleið á eplum".
"Jæja, Eva mín, fyrst svo er þá er ég með lausn á málinu.  Ég skal búa til mann handa þér."
"Hvað er "mann" Drottinn minn?"
"Það er "maður" Eva mín.  Hann verður gölluð lífvera, með marga slæma eiginleika.  Hann mun ljúga, svindla, hann verður hégómlegur, og mun á allan hátt verða þér til vandræða.  En.... hann verður stærri, fljótari og sterkari en þú og honum mun þykja gaman að veiða og drepa fyrir þig. Hann mun líta mjög kjánalega út þegar hann er æstur, en fyrst þú ert að kvarta, þá mun ég skapa hann þannig að hann muni fullnægja ... tja.... já... þínum líkamlegu þörfum.  Hann verður húmorslaus og mun elska að taka þátt í barnalegum hlutum eins og að slást og sparka bolta til og frá. Hann verður ekki mjög greindur svo hann mun þurfa leiðsögn þína til að hugsa skýrt."
"Hljómar vel" sagði Eva og lyfti annarri augabrúninni háðslega.
"Hverju þarf ég svo að fórna?"
"Tja, já, jæja, þú getur fengið hann með einu skilyrði".
"Og hvaða skilyrði er það Drottinn?"
"Eins og ég sagði, hann verður stoltur, hrokafullur og sjálfsánægður....
Svo þú verður að leyfa honum að halda að ég hafi skapað hann fyrst....Þetta verður leyndarmálið okkar...bara tveggja kvenna á milli!"

AMEN


MYNDIR

nytt 051nytt 050

Tekið frá Óshólavita við Bolungarvík rétt eftir miðnætti


GÁTA

Níutíu og níu stúlkur og einn piltur eru í bekk nokkrum.  Hve margar stúlkur verða að yfirgefa bekkinn til að stúlkurnar verði 98% bekkjarins?


FRÍ

                        Mikið að gera og hef ekki tíma

                       til að sitja og á tölvuskjá skrifa,

                       mun því verða í fríi um tíma

                       og bið ég ykkur vel að lifa.

  

Kveðja til allra bloggvina, reyni að fylgjast með ykkur í sumar eins og ég get, kveðja Halli

    

HOLA Í HÖGGI

Þórhallur prestur vaknar á sunnudagsmorgni og sólin skín. Hann ákveður að í dag ætli hann að segjast vera veikur og hann komist ekki til messu. Svo hann hringir í annan prest, tilkynnir veikindin, nær svo í golfsettið sitt og læðupokast upp á golfvöll í þeirri von að enginn sjái hann. Á vellinum er ekki nokkur maður svo ráðabrugg Þórhalls prests ætlar að ganga upp. Uppi í Himnaríki snýr Lykla-Pétur sér að Guði og spyr: "Guð, ætlarðu að láta vígðan manninn komast upp með þetta?" Guð horfir niður á Þórhall prest þar sem hann slær teighöggið. Kúlan flýgur 420 metra í fallegum boga, skoppar einu sinni á flötinni og rennur svo beina leið ofan í holuna!
Kraftaverkahögg!

Lykla Pétur lýtur skilningsvana á Guð og spyr: ,,Hversvegna í ósköpunum léstu hann fara holu í höggi?"
Drottinn svarar: ,,Hverjum á hann að segja frá þessu?!"
 

SVEITIN MÍN

                        Nú fer ég í sveitina sæll og glaður

                       og heimsæki systkini móður og vini,

                       varla er til eins sólríkur staður

                       eins og við þekkjum af okkar kyni.

 

                       Sólin í sveitinni setur nú met

                       hún situr á þriðja tugnum,

                       ég reyni að fang’ hana eins og ég get

                       og dreif’ henni á bloggvina vefnum.

                           

                         Halli

 

MÉR LÍKAR HVERNIG ÞÚ HUGSAR

Jói litli er sá klárasti í bekknum, og er alltaf fyrstur að klára
prófin og spurningarblöðin. Svo að hann hafi nú eitthvað að gera, eftir að hann var fyrstur búinn að svara spurningarblaði kennarans, ákvað kennarinn að spyrja hann aukaspurningar.

"Jói minn, þú ert nú svo klár, að ég ætla að spyrja þig einnar
aukaspurninar. Það eru 5 fuglar á grein, þú ert með byssu og skýtur einn fuglinn, hvað eru þá margir fuglar eftir?"

"Enginn", svarar Jói.

"Hvað meinar þú... enginn?", spyr kennslukonan?

"Já, einn drepst, dettur til jarðar og hinir fljúga í burtu" segir Jói

Kennslukonan kinkar kolli og segir "svarið átti nú að vera 4, en mér líkar hvernig þú hugsar"

Örstuttu seinna réttir Jói litli upp hendi.

"Já Jói"

"Má ég spyrja þig einnar spurningar?"

"Endilega" segir kennslukonan.

"Ókei, 3 konur standa við ísbíl, og allar eru búnar að kaupa sér ís, ein af þeim sleikir ísinn, ein af þeim bítur í ísinn og ein af þeim sýgur ísinn. Hver þeirra er gift?" Spyr Jói

Kennslukonan roðnar og segir, "Eee....ég veit ekki alveg, ætli það sé ekki sú sem sýgur ísinn?....eða eitthvað"

"Neeiiii" segir Jói litli, "það er sú sem er með giftingarhringinn, en mér líkar hvernig þú hugsar"


KVEÐJA

           

                       Fagra snót þú fegurst ert í heimi

                       ég horfi lengi á fallegt andlitið,

                       vinkonurnar sem eru hér á sveimi

                       þær eru duglegar við innlitið.

 

                       Svo koma góður kveðjur frá þeim líka

                       sem gleðja mína innstu hjartarót,

                       ég ekki á svo marga vini slíka

                       kannske við förum öll á stefnumót.

 

 

 

 

 

                         Halli


HEYBINDIVÉL

Gunna: Mikið voru blessuð jólin frábær. Fékk þvílíkt flottar gjafir og frábæran mat. En þú Fjóla mín var ekki allt eins og best var á kosið ??????
  Fjóla: Ja Gunna mín, þetta var nú ekki alveg eins og best hefði verið. Nú klukkurnar hringdu inn jólin og ég var komin í mitt fínasta púss og gargaði á liðið að fá sér að borða. Nú allir ruddust að borðinu og gerðu sér að góðu jólamatinn, nema þegar ég var á fullu sving að fá mér "væna flís af feitum sauð", heyrðist í Palla mínum, "Heyrðu Fjóla mín, viltu ekki fara smá varlega í matinn, þú lítur orðið út eins og heybindivél í vextinum". Ég bara fékk flog, en hélt þó haus og var ekkert að æsa mig. Svo þegar búið var að opna pakkana og allir farnir að lúlla þá vildi nú Palli minn fá sitt !!!!
  Ég snéri mér og horfði fast í augun á honum og sagði; "ELSKU PALLI ÞÚ SKALT NÚ EKKI HALDA AÐ ÉG RÆSI HEILA HEYBINDIVÉL FYRIR EITT LÍTIÐ STRÁ"

ÓNOTAÐ

Ung og falleg kona var á leið heim úr verslunarferð í útlöndum. Hún spurði prestinn sem sat við hliðina á henni í vélinni hvort hann gæti mögulega gert sér greiða.

"Að sjálfsögðu barnið mitt" sagði klerkurinn, "hvað get ég gert fyrir þig?"

"Sko, ég keypti rándýra hárþurrku í útlöndum og ég er hrædd um að ég verði stoppuð í tollinum" sagði konan. "Er nokkur leið að þú farir með hárblásarann í gegnum tollinn. Þú gætir til að mynda geymt hann undir hempunni."

"Ég vil endilega aðstoða þig vina mín, en ég mun hins vegar ekki ljúga fyrir þig" sagði presturinn.

Eftir að vélin var lent og þau komu að tollinum fór presturinn á undan. Tollvörðurinn stöðvaði prestinn og spurði hann hvort hann væri með eitthvað sem gera þyrfti grein fyrir.

"Ég er ekki með neitt slíkt frá mitti og upp úr" sagði presturinn

"Hvað ertu með neðan beltis?" spurði tollvörðurinn.

"Þar er ég með magnað tæki sem er hannað til að gagnast konum, en er enn sem komið ónotað."

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

97 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband