HEILRÆÐI

Temdu þér rósemi í dagsins önn og mundu friðinn, sem getur ríkt í þögninni.
Reyndu að lynda við aðra, án þess að láta þinn hlut.
Segðu sannleikann af hógværð en festu.
Hlustaðu á aðra þótt þeir kunni að hafa lítið til brunns að bera, þeir hafa sína sögu að segja.

GÁTA

Lífið skilur seint við sál,
sjá þar nafn í felum.
Faðirinn heitir fremst á nál,
fæddur í tveimur pelum.



BARA HÚSMÓÐIR

 
 Það gerðist bara...

Börnin vöktust og klæddust.

Grauturinn eldaðist og átst.

Það bjóst um rúmin og sópaðist.

Þvotturinn þvoðist og hengdist upp.

Það gerðist við og stoppaðist í.

Það saumaðist og prjónaðist.

Tertan bakaðist og borðaðist.

Það vaskaðist upp og gekkst frá.

Börnin hugguðust og hjúfruðust.

Það breiddist yfir þau og þau kysstust góða nótt.


Þegar þau voru spurð:

Hvað gerir mamma þín?

Urðu þau undirleit og svöruðu lágt:

Ekkert, hún er bara heima.


 

KOM VEL Á VONDAN

Úti í heimi kom eitt sinn saman hópur kvenna og ræddi um það hversu ósanngjarnt það væri að móðirin skyldi alltaf líða en faðirinn ekki, þegar barn fæddist. Ein þeirra sem trúuðust var stakk upp á því að næst þegar ein þeirra ætti von á sér skyldu þær allar biðja um að láta föðurinn líða í stað móðurinnar. Var þetta samþykkt. Nokkru síðar veiktist ein og gerði hinum viðvart. Lögðust þá allar á bæn.
Þegar þær héldu að allt væri um garð gengið, sendu þær stúlku á vettvang til að vita hver áhrif bænin hefði haft.
Stúlkan barði að dyrum hjá sængurkonunni og vinnukonan kom til dyra.

"Hvernig líður?" spurði stúlkan
"Ágætlega" svaraði vinnukonan
"Var móðirin mikið veik""
"Ekki minnstu vitund"
"En maðurinn hennar, var hann ekki ósköp veikur?"
"Nei, ekki vitund. En við héldum að vinnumaðurinn ætlaði alveg að deyja."


GÓÐUR MEÐ SIG

 Maður nokkur sagði: “Ég strengdi þess heit um áramótin að hætta öllu monti.”
Var svo spurður: “Heldurðu að þú getir staðið við það?”
Hið magnaða svar var: “Það er auðvelt fyrir mann sem er eins fullkominn og ég er.”
 

 

BÆJARNAFNAGÁTUR

1. Fyrsti bærinn er fyrirsláttur. 
2. Að fara síðast er annars háttur. 
3. Þriðji er oftast alveg sléttur. 
4. Er hinn fjórði í brjóstið settur. 
5. Um fimmta næðir úr áttum öllum. 

BÆJARNAFNAGÁTUR

16. Finnst hinum sextánda betri hvergi. 
17. Seytjándi er aftan við alla kálfa. 
18. Á átjánda mun ei húsið skjálfa. 
19. Nítjándi í eldhúsi er tilvalið tæki. 
20. Í tuttugasta ég ylinn sæki.

BRANDARI

Sölumaður barði að dyrum á skrifstofu prestsins. Hann spurði, hvort presturinn vildi ekki kaupa matreiðslubók handa prestfrúnni.
Jú, prestur var ekki frá því. Hann keypti bókina og borgaði hana strax. Sölumaðurinn þakkaði fyrir og fór.
En hann fór ekki lengra en niður í eldhús til frúarinnar og spurði, hvort hún vildi ekki kaupa matreiðslubók. Prestfrúnni leist vel á bókina og keypti strax eina. Sölumaðurinn þakkaði og hélt leiðar sinnar.
Eftir dálitla stund kom presturinn niður í eldhús til konu sinnar til þess að afhenda henni gjöfina. Honum brá í brún, er hann sá, að hún var sjálf búin að kaupa bók. Hann kallaði í vinnumanninn og bað hann um að fara á eftir sölumanninum og ná í hann.
Þegar vinnumaðurinn náði sölumanninum, kvaðst hann ekki nenna að snúa við aftur. Hann sagðist vita hvað presturinn vildi sér. Hann mundi ætla að kaupa af sér matreiðslubók.
- Mundir þú nú ekki geta borgað hana fyrir prestinn, svo að ég þurfi ekki að snúa við aftur?
Vinnumaðurinn var fús til þess, borgaði bókina og sneri svo heim aftur. En þegar hann kom heim með þriðju bókina hló presturinn. Jafn slunginn sölumann hafði hann aldrei hitt fyrr.


BRANDARI

Dag nokkurn kom húsbóndinn í seinna lagi heim.
Á borðinu fann hann miða með orðsendingu frá eiginkonunni.
"Halló elskan! Maturinn er tilbúinn í ofninum. Ofninn er skápurinn í eldhúsinu sem glerrúðan er á.
Og eldhúsið er stóra herbergið bak við dyrnar inn í borðstofuna!

BÆJARNAFNAGÁTUR

11. Ellefti nefnist hlýjusléttur. 
12. Á hæð er tólfti bærinn settur. 
13. Á þrettánd' er naumast sól að sjá. 
14. Sjómenn í fjórtánda næði fá. 
15. Fimmtándi er prýði framan á bergi. 

BÆJARNAFNAGÁTUR

6. Næðir um sjötta, er gnæfir hæst. 
7. Er hinn sjöundi út við sjá. 
8. Áttundi nefnist Dimmagjá. 
9. Er hinn níundi efni í vönd. 
10. Ekki er tíundi nærri strönd. 

 

 


BÆJARNAFNAGÁTUR

1. Með þeim fyrsta fast er slegið. 
2. Fæst af öðrum lambaheyið. 
3. Að hinum þriðja glögg er gata. 
4. Gleður hinn fjórða þreytta og lata. 
5. Í fimmta ei dropi nokkur næst. 

Eitt bæjarnafn fyrir hverja setningu




GÁTA

Gáta 3:  Hvar finnur þú vegi án bíla, skóg án trjáa og borgir án húsa ?

GÁTA

Gáta 4: Sá sem smíðar það selur það. Sá sem kaupir það notar það ekki. Sá sem notar það veit ekki af því.

GÁTUR

Gáta 1:  Hver eru þau fjögur mannanöfn sem þú sérð út um gluggann ?                         _________________

 

 

 

Gáta 2:  Tvo fætur hef ég, en aðeins þegar ég hvíli mig snerta þeir grund. Hver er ég ?


KARLAVEIÐAR OG NÝTING

Öllum konum eru karlaveiðar heimilar á almenningum, á afréttum, við sumardvalastaði og öllu þéttbýli. Landeigendum einum eru heimilar karlaveiðar og ráðstöfunarréttur aflans á landareign sinni, nema í undantekningartilfellum.
Nú er landareign í óskiptri sameign og eru þá öllum veiðar heimilar þar. Sé forn venja til þess að réttur til veiða við stöðuvötn og aðra baðstaði fylgi, skal sú venja gilda eftirleiðis. 
Veiðar eru aðeins heimilar í þeim tilgangi að nýta skrokkinn. Í öllum tilfellum skal kanna hvort limir eru sárir og skylt er að veita viðeigandi meðhöndlun þar til bráðin hefur fengið uppreisn æru. Séu veiðar stundaðar af fleiri en einum er samnýting bráðar heimil. Komi í ljós að fengur þreytist lítt,
er harður af sér og almennt í góðu standi, er æskilegt að deila honum með þeim sem minna hafa veitt. Nýting bráðar skal ekki lokið fyrr en árangur er fullnægjandi.

NOKKRAR SETNINGAR ÚR SKÝRSLU TRYGGINGARFÉLAGS:

Ég var að koma heim og ók upp að röngu húsi. Þegar ég beygði upp að húsinu rakst ég á tré sem tilheyrir mér ekki.

  

 

Hinn bíllinn ók á minn án þess að gefa til kynna hvað hann hefði í hyggju. 

 

 

Ég hélt að hliðarrúðan væri niðri en ég uppgötvaði að ég hafði aldrei skrúfað hana niður þegar ég stakk höfðinu út um gluggann.

  

 

Ég rakst á kyrrstæðan vörubíl sem var að koma úr hinni áttinni.

  

 

Vörubifreið bakkaði í gegnum framrúðuna og beint í andlit konunnar.

  

 

Gangandi vegfarandi rakst á bílinn og rann undir hann.

  

 

Gaurinn var út um alla götu. Ég þurfti að beygja fram og til baka áður en ég hitti hann.

  

 

Þegar ég var að aka varð mér litið á tengdamömmu og beygði beint út í skurð.

  

 

Ég var að reyna að drepa flugu og ók á ljósastaur. 

 

 

Ég var búin að aka á milli gróðurhúsa í heilan dag að kaupa plöntur. Þegar ég kom að gatnamótunum skaust runni upp, skyggði á útsýnið svo ég sá aldrei bílinn sem kom úr gagnstæðri átt.

  

 

Ég er búinn að aka í 40 ár og þegar ég sofnaði lenti ég í slysi.

  

 

Ég var að reyna að forðast að rekast á bílinn fyrir framan mig og ók því á kallinn á gangbrautinni.

  

 

Bílnum mínum var löglega lagt í stæði um leið og hann bakkaði á hinn bílinn.

  

 

Ósýnilegur bíll kom út úr buskanum, ók á bílinn minn og hvarf.

  

 

Ég sagði löggunni að það væri allt í lagi með mig, en þegar ég kom heim og tók ofan húfuna uppgötvaði ég að höfuðkúpan var brotin.

 

 

Ég var sannfærður um að gamli maðurinn myndi aldrei hafa það yfir götuna þegar ég ók yfir hann.

  

 

Gangandi maðurinn vissi ekki í hvora áttina hann ætti að forða sér svo ég ók yfir hann. 

 

 

Óbein orsök þessa óhapps var lítil sál, í litlum bíl með stóran og háværan talanda.

  

 

Ljósastaurinn nálgaðist óðfluga. Ég var að reyna allt sem ég gat til að forðast hann þegar hann rakst á bílinn.  

GETUR ÞESSI FULLYRÐING VERIÐ SÖNN?

Vinur minn sagði við mig:  "Veistu að í fyrradag var ég 10 ára gamall, en á næsta ári verð ég 13 ára". 

Getur þessu fullyrðing verið sönn?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

246 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband