HAMINGJAN

Lengi vel fannst mér alltaf sem lífið væri rétt að byrja- þetta eina sanna líf. En það var alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því, eitthvað sem þurfti að yfirstíga fyrst, einhver ókláruð mál, tími sem þurfti að eyða í eitthvað, ógreiddar skuldir..Síðan myndi lífið byrja. Dag einn rann það upp fyrir mér, að allar þessar hindranir voru lífið sjálft.

Þetta viðhorf hjálpar okkur að skilja að það er engin leið að hamingjunni. Hamingjan er leiðin. Njótum hverrar stundar sem við eigum. Njótum hennar enn frekar þegar okkur tekst að deila henni með öðrum sem er nógu sérstakur til að verja tíma okkar með...og munum, að tíminn bíður ekki eftir neinum.

Hættu að bíða þar til þú hefur lokið námi eða þar til þú hefur hafið nám, þar til þú hefur misst fimm kíló eða bætt á þig fimm kílóum, þar til þú hefur eignast börn, eða þar til þau flytjast að heiman, þar til þú byrjar að vinna, eða þar til þú sest í helgan stein, þar til þú giftist eða þar til þú skilur, þar til á föstudagskvöld, þar til á sunnudagsmorgun, þar til þú færð þér nýjan bíl eða hús, þar til þú hefur borgað upp bílinn eða húsið, þar til í vor, þar til í sumar, þar til í haust, þar til í vetur, þar til lagið þitt byrjar, þar til þú ert búin(n) að fá þér í glas, þar til runnið er af þér, þar til þú deyrð, þar til þú fæðist á ný....til þess eins að ákveða að: það er enginn tími betri til að vera hamingjusamur en einmitt núna!

Hamingjan er ferðalag ekki áfangastaður.


SENDIBRÉF

Kæri vinur minn. Ég varð að setjast niður og skrifa til að minna þig á nokkuð sem er mjög mikilvægt fyrir þig.
Ég elska þig.
Ég sá þig í gær á tali við vini þína og mig langaði svo að tala við þig líka. Ég beið allan daginn en þú hafðir aldrei samband.
Ég vonaðist til að við gætum fundið tíma til að tala um kvöldið en ég veit að þú hafðir margt annað að hugsa um.
Þegar líða tók á daginn þinn sendi ég svalan andvara til þess að þú endurnærðist eftir langan dag.
Ég lét sérstakan ilm í loftið hjá blómunum við heimreiðina en ég held að þú hafir ekki tekið eftir því þegar þú hraðaðir þér framhjá. Mér þykir leitt að þú skulir alltaf þurfa að flýta þér svona mikið.
Ég fylgdist með þér þegar þú sofnaðir í gærkvöldi. Mig langaði svo til að snerta andlit þitt eða strjúka hárið, svo að ég sendi örlítið tunglsljós á andlit þitt og koddann.
Þegar þú vaknaðir í morgun vonaði ég að við gætum átt örlítinn tíma saman. Mig langaði að flýta mér niður og tala við þig, en ég hugsa að þú hafir verið of seinn í vinnuna.

Tár mín voru í regninu.
Ég á svo margar gjafir handa þér, hefi svo mikið að segja þér, svo margt dásamlegt fyrir þig að upplifa því ég elska þig svo mikið. Þannig er eðli mitt, eins og þú veist. Gerðu það, talaðu við mig, biddu mig um hjálp. Ég þekki dýpstu þrár hjarta þíns og mig langar svo til að standa við hlið þér.
Ást mín til þín er dýpri en úthöfin, stærri en þú getur ímyndað þér.
Ég þrái að við eyðum tíma saman, aðeins við.
Það særði mig að sjá þig svo leiðan í dag. Ég skil í raun hvernig það er þegar vinir bregðast. Ég veit að hjarta þitt verkjar.
Ég ætla að hætta núna því ég veit að þú átt mjög annríkt og ég vil sannarlega ekki áreita þig. Þér er frálst að kjósa mig “á minn hátt” eða sleppa því. Það er þín ákvörðun. Ég hefi þegar valið þig.
Elskan vertu ekki lengi að velja og mundu að “ég elska þig.”
  

BRANDARI

Ljóskan var að vinna á skrifstofu og klúðraði öllu, dag einn kom vinnuveitandinn og sagði hvað er eiginlega að þér ertu með heilann í klofinu. Næsta dag þá kom ljóskan ekki í vinnuna og vinnuveitandinn hringdi í hana bálreiður og spurði hana af hverju hún væri ekki í vinnunni. Þá sagði ljóskan: „Ég fékk heilablóðfall“.


GÁTUR

Hvert er það dýr í heimi,
harla fagurt að sjá,
skreytt með skrauti og seymi,
ég skýri þar ekki frá,
að morgni á fjórum fótum,
það fær sér víða fleytt,
en gár þá eigi greitt?

Þá sól hefur seinna gengið
í sjálfan hádegisstað,
tvo hefur fætur fengið,
frábært dýrið það.
Gerir um grund að renna,
geysihart og ótt,
og fram ber furðu skjótt.

Þá sól hefur sest í æginn
og sína birtu ber,
dregur á enda daginn,
dýrið geyst ei fer.
Förlast þó að flestu,
fætur ber það þrjá
og þrammar þunglega á.


BRANDARI

 Frúin kemur inn í verslun þar sem hún hafi keypt svuntu daginn áður.
Hún segir við afgreiðslumanninn: "Gæti ég fengið að skipta svuntunni sem ég keypti í gær?"
Já en frú, hún var alveg mátuleg á yður, svaraði hann.
Það getur vel verið, sagði frúin, en hún er alltof þröng á manninn minn.

 

SPAKMÆLI

Sagt er að það taki manninn eina mínútu að eignast kunningja,
einn klukkutíma að læra að meta hann,
einn dag til að elska hann,
en heila ævi að gleyma honum.

GOTT NÁGRENNI

Gott nágrenni er dýrmætara en margir hyggja.
Svo stóð á að nágrannakonum tveim var ekki rétt vel til vina.
Dag nokkurn var önnur þeirra úti að hengja upp þvottinn sinn.
Hin kom út og horfði á. Á hvað ert þú að glápa ?
hvæsti sú fyrri. Hefur þú aldrei hengt upp þvott eða hvað?
J-ú-ú, það hef ég nú reyndar gert, svaraði hin. En ég er vön að þvo hann fyrst.

VEL SVARAÐ

Ungur galgopi segir við gamla konu:
Því miður gat ég ekki farið í kirkju í gær. Hvað sagði presturinn í ræðu sinni?
- Æ, það man ég ekki en ræðan var góð, sagði sú gamla.
- Til hvers ertu að fara í kirkju ef þú manst ekki hvað presturinn segir?
- Gamla konan horfði á hann um stund og sagði svo:
- Gerðu mér svolítinn greiða. Skrepptu með tágakörfuna þá arna út í læk og   komdu með hana fulla af vatni.
- Ertu galin, það tollir ekki dropi af vatni í körfunni.
- Það er satt, mælti gamla konan og brosti, - en karfan kemur hreinni aftur.
-
- “ Orð Drottins eru hrein orð, skírt silfur, sjöhreinsað gull.”

BRANDARI EÐA EKKI?

Stelpur eru langtum gáfaðri en strákar, sagði Lína við Jens.
Ekki vissi ég það, sagði Jens. Aha - þarna sérðu, sagði Lísa


HEILRÆÐI

Vertu sannur. Reyndu ekki að sýnast.
Virtu ráð öldungsins, sem víkur fyrir æskunni.
Stældu hugann svo hann verði þér vörn í hretviðrum lífsins.
Auktu þér ekki áhyggjur að ástæðulausu. Margur óttinn stafar af þreytu og einmanakennd.
Þú ert þessa heims barn, rétt eins og trén og stjörnurnar, og þú átt þinn rétt.
Þú færð þín tækifæri þótt þú gerir þér það ekki alltaf ljóst.

EINN BRANDARI FYRIR SVEFNINN

Frú Jóna var að láta mála hjá sér. – Einn morguninn sagði hún við málarana: Þið verðið að fara sérstaklega varlega í dag, því mig dreymdi í nótt að þið duttuð úr stiganum.
- Kæra frú sagði einn þeirra. Takið ekki of mikið mark á draumum. -
Mig er búið að dreyma þrjár nætur í röð að þér gæfuð okkur kaffisopa!!!


HEILRÆÐI

Leggðu alúð við starf þitt, þótt þér finnist það léttvægt. Vinnan er kjölfesta í völtum heimi.
Vertu varfærinn í viðskiptum, því margir eru viðsjálir.
Lokaðu samt ekki augunum fyrir dyggðinni þar sem hana er að finna.
Margir stefna að háleitu marki og alls staðar er verið að drýgja dáð.

SPAKMÆLI

Hvað sem þig kann að henda, þá láttu þér aldrei gleymast, 
að þú ert ekki bundinn við að fara yfir götuna sem þú valdir. 
Þér er frjálst að leita uppi aðra leið, ef þú finnur að þú ert að villast.

ÁSTARVIKA Í BOLUNGARVÍK

Nú þegar rökkva tekur í ágústmánuði hefst hin árlega Ástarvika Bolvíkinga. Að vanda er dagskrá Ástarvikunnar hin glæsilegasta og má margt skemmtilegt finna flestum til hæfis. Ástarvikan er nú haldin í fjórða sinn og hefst n.k. sunnudag 12. ágúst. Dagskráin hefst með opnun Ástarviku í lundinum við Víkurbæ þar sem ástarvikublöðrum verður hleypt til himins með ástarkveðju til heimsbyggðarinnar. Þar verður eitt og annað selt sem minnir á kærleika og jákvæðni enda er megintilgangur ástarvikunnar að hvetja til kærleiksríkra samskipta með jákvæðni og uppbyggingu hvert við annað og svo ekki síst að leggja sitt af mörkum (þeir sem það geta) til að fjölga Bolvíkingum. Ástarvikan vakti frá upphafi landsathygli fyrir skemmtilega og sérstaka dagskrá og íbúar hafa verið duglegri með hverju árinu að taka þátt í fjörinu.

Bolvíkingar allir eru hvattir til að bregða sér í lundinn við Víkurbæ kl. 14:00 á sunnudag til að taka þátt í opnunni en dagskrá Ástarvikunnar verður dreift á sérstöku Ástarvikukorti til allra bæjar búa. Meðal þess sem er boðið upp á að þessu sinni er faðmlaganámskeið, stórtónleikar með hljómsveitinni Myst, heilsueflingarhláturhátíðarkvöld með Eddu Björgvins, “pikknikk” ferð í Bólin fyrir alla fjölskylduna, hjartakökur og ástarpungar alla vikuna í Einarshúsi, og rómantísk sigling með stærstu og glæsilegustu skútu landsins, Auróru. Það er því að nægu að taka og íbúar og gestir hvattir til að taka þátt í sem flestum viðburðum. Samfélagið verður betra þegar íbúarnir koma saman og skemmta sér og gleðjast hverjir með öðrum.

Íbúar eru hvattir til að setja rauðar seríur í glugga, skreyta glugga og garða með.


BÆJARNAFNAGÁTUR

1. Fyrsti bærinn er fyrirsláttur. 
2. Að fara síðast er annars háttur. 
3. Þriðji er oftast alveg sléttur. 
4. Er hinn fjórði í brjóstið settur. 
5. Um fimmta næðir úr áttum öllum. 
6. Ekki þann sjötta lygnu köllum. 
7. Sjöundi á knetti ekkert er. 
8. Sá áttundi gapir móti þér. 
9. Níundi er efst og einnig neðst. 
10. Úr hinum tíunda veggur hleðst. 


UPPSKRIFT AF HAMINGJU

2 sléttfullir bollar af hamingju
1 hjartafylli af kærleika
2 handfylli af örlæti
slatti af hlátri
1 höfuðfylli af skilningi.
Vætið örlátlega með góðvild, látið nóg af trú og einlægni og blandið vel.
Breiðið yfir þetta með heilli mannsævi. 
Berið svo á borð fyrir alla sem þið mætið.

SPAKMÆLI

Áður en þú rýkur til að hafa orð á göllum náungans, skaltu telja upp í huganum tíu galla sem þú hefur sjálfur

HEILRÆÐI

Haltu frið við Guð - hvernig svo sem þú skynjar hann - hver sem iðja þín er og væntingar í erli lífsins; vertu sáttur við sjálfan þig.
Lífið er þess virði að lifa því þrátt fyrir erfiðleika, fals og vonbrigði.
Vertu varkár.
Leitaðu hamingjunnar.

HEILRÆÐI

Forðastu háværa og freka, þeir eru æ til ama.
Vertu ekki að bera þig saman við aðra, þú verður engu bættari. Sumir eru ofjarlar þínir, aðrir mega sín minna.
Gakktu ótrauður að hverju verki, láttu ekki sitja við orðin tóm.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

246 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband