Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
6.5.2007 | 13:53
TRÚ
Vér þurfum trú á mátt og megin
á manndóm, framtíð, starfsins guð,
þurfum að hleypa hratt á veginn,
hætta við víl og eymdarsuð.
Þurfum að minnast margra nauða,
svo móður svelli drótt af því,
þurfum að gleyma gömlum dauða,
og glæsta framtíð seilast í.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 21:09
VÍSA
Til náttmála stutt er að stíga,
við ströndina hvíslar hljótt
í brúðar skartklæðum bárudís
og býður þér - góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2007 | 16:16
LITLA FLUGAN
Hún kom semma sumars og settist á borðið hjá mér, þar sem ég
var að skrifa. Ég varð að taka strax eftir henni, því annars var
hún óþolinmóð og átti til að fljúga upp á blaðið og ganga yfir
orðin, sem ég skrifaði seinast, og blekið var tæpast þurrt á.
Ég var vanur að gefa henni smá brauðmola með smjörklípu á,
og það kunni flugan að meta. Hún settist á brauðmolann, skók
lappirnar og hristi vængina eins og aðalatriðið væri að mýkja
útlimina í hálfbráðnu smjörinu.
Þegar flugan var að leika sér á brauðmolunum, fór ég venjulega
að skrifa og fékk til þess næði nokkra stund. En svo kom flugan
allt í einu, og flaug í hringi kringum höfuðið á mér með reiðilegu
suði. Hún hefur haldið, að ég væri búinn að gleyma sér.
Smátt og smátt vöndumst við hvort öðru, ég og litla flugan, og
daginn, sem hún lá liðin í gluggakistunni hjá mér, gat ég ekki
skrifað neitt, því ég saknaði félagsskaparins, og fannst ég orðinn
einmana. Svona getur lítil fluga orðið milkils virði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 22:03
VÍSA
Undir nætur værðar-væng
velt ég út af svona.
Mér hefur reidda mjúka sæng
mín hin góða kona.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 20:12
ÆTTFAÐIR OKKAR ERLU BLOGGVINKONU OG FJÖLDA ANNARA
Peter Christian Buch var fæddur 1723, d. 23.1.1784, hann var átján
ára gamall sem verslunarþjónn við einokunnarverslunina. Síðan varð
hann forstöðumaður verslunarinnar í Hammerfest í 35 ár, eða 1745-1779.
Því starfi gegndi hann með sóma og varð það honum til hins mesta vegsauka.
Peter hafði forustu um nýjungar í atvinnuháttum í Hammerfest, efldi
fiskveiðar og bætti hafnaraðstöðu. Hann hafði einnig mikinn áhuga á
náttúru lands og sjávar og átti í miklum bréfaskriftum við Vísindafélagið
í Þrándheimi um þau mál. Hann sá atvinnumöguleika í öllu mögulegu,
perluveiðum, ullariðnaði, æðarfugli, íshafsveiðum, hvítref og kolavinnslu.
Þessi áhugi náði til Íslands. Hann sendi 30 hreindýr til Íslands á vegum
stjórnarinnar. Hann vildi ekki móttaka greiðslu fyrir þessi dýr en fékk í
staðinn medalíu frá konungi fyrir vikið. Peter átti nefnilega eyju þá er
Sörey heitir, sem er skammt frá landi við Hammerfest. Hann gaf Íslendingum
hreindýrin úr stofni þessarar eyju hans, þau sem voru talin laus við
sjúkdóma. Þessi hreindýr munu vera einn fyrsti hreyndýrastofnin sem
hér tórði. Telja má með réttu að Peter hafi verið einskonar faðir Hammerfest
sem kaupstaðar. Í Hammerfest er enn altarisbók flauelsdregin og silfurslegin
sem hann og kona hans gáfu kirkjunni. Peter varð tollstjóri í Kristiansand
og síðar meir stjórnarerindreki. Stutt var hann þó í þeim embættum og dó
í janúar 1784. Var hann þá orðin vel efnaður og eftir hann voru tæpir
sjöþúsund ríkisdalir.
Kona Peters var Anna María Elísabet Kraft Buch f.1725, d. 25.3.1801,
ætt hennar er hálfþýsk að uppruna og skeytir sig með fjölda frægra presta,
listamanna og vísindamanna. Má rekja hana aftur í aldir. María eins og hún
var kölluð lifði mann sinn lengi eða í 17 ár. Eftir fráfall hans undi hún ekki
fyrir sunnan. Hún tók saman föggur sínar og stefndi norður á Finnmörku,
til fornra heimabyggða, þótt leiðin væri hálfs annars þúsund kílómetra löng.
Hún stoppaði í Hammerfest og byggði sér veglegt slot við Ryperfjörð fyrir
það fé sem bóndi eftirlét henni. Bar það heitið Maríuborg.
Lést hún í höll sinni 1801.
Þau hjón voru foreldrar Nikulásar Buch f.1755, d.1805, sem var assistents
við Húsavíkurverslunina, tengdasonur Björns Thorlacíus kaupmanns þar.
Hann var meðal annars forfaðir minn og rúmlega níuþúsund annara
Íslendinga a.m.k. sem ég hef skráð hjá mér undanfarinn átta ár.
Hallgrímur Óli Helgason
Bloggar | Breytt 23.8.2007 kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 20:27
SEXTÁN POTTAR
Í lífi og dauða meðan má
munninn bera að stútnum,
í sorg og gleði sýp ég á
sextán potta kútnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 20:21
HLÆIÐ
Hlæið í gleði, hlæið í nauð,
hlæið í beiskum trega,
hlæið þið lífs og hlæið dauð,
hlæið þið eilíflega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2007 | 17:53
ÓÐUR ANDVARANS
Gráttu ekki góði minn,
gróa hér blóm í spori.
Það verða orðin önnur þín
ævikjör að vori.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 17:47
LÁTTU MIG VERA
Nokkrir unglingar höfðu haft í frammi þann gráa leik að
hrekkja vangefinn jafnaldra á allan mögulegan hátt. Einkum hafði
einn drengur í hópnum lagt sig fram við hrekkina.
Þann dreng dreymdi síðar, að vangefni drengurinn kæmi til hans
og segði: ,,Láttu mig vera, nú er ég orðin jafn heill og þið.
Daginn eftir fréttist að drengurinn vangefni hefði látist í svefni,
en sá, sem dreymt hafði iðraðist sárlega illrar og gálausrar
framkomu sinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 18:22
FAÐIR/SONUR
Faðirinn:
Ég fékk mér nú dammara, drengurinn minn,
og dæmalaust var hann nú góður.
Þú veist ekki um stammara, strákurinn þinn,
og stendur svo rótlaus og hljóður.
Sonurinn:
Nú, ég er svo fullur ég finn engan veg,
og fari ég að snúast, þá hálsbrotna ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Niðjatal
- Niðjatal Maríu og Ingólfs í Húsabakka
- Niðjatal Guðmundar Jóhannessonar bónda á Grýtu og Svertingsstöðum
- Niðjatal Kristjáns Hallssonar bónda á Laugarhóli og Ystahvammsgerði
- Niðjatal Jóns Einarssonar bónda í Svartárkoti og Björgum, fór til Brasilíu
- Niðjatal Þórðar Jóhannessonar í Presthvammi og Hrauni
- Niðjatal Kristjáns Jenssonar bónda í Fossseli
- Niðjatal Þorláks Jónssonar bónda í Torfunesi
- Niðjatal Jónasar Davíðssonar bónda á Bringu í Eyjafirði
- Niðjatal Árna Frímanns Kristjánssonar bónda í Holtakoti í Kinn og Saltvík í Reykjahverfi
- Niðjatal Guðmundar Guðnasonar bónda í Grímshúsum
- Niðjatal Bergvins Þórðarsonar bónda í Húsabakka og Brekku
- Niðjatal Indriða Kristjánssonar bónda í Skriðuseli
- Niðjatal Jóns Ólafssonar frá Mýrarlóni
- Niðjatal Guðna Jónssonar bónda í Sýrnesi og Grímshúsum
- Niðjatal Evlalíu Guðmundsdóttur
Fréttablöð
Eldri færslur
- Júní 2011
- Maí 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Bloggvinir
- Aðalsteinn Bjarnason
- Agný
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Benedikt Sigurðarson
- Bjarni Harðarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Svansson
- Brynja skordal
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Halla Signý Kristjánsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hermann Jónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Birgisson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Valur Jensson
- Karl Hreiðarsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Laugar
- Lára Stefánsdóttir
- Ólöf Brynja Jónsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sóley Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Stefánsson
- Sverrir Stormsker
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórir Kjartansson
Myndaalbúm
Nýjustu færslurnar
- ÞETTA LÍKAR MÉR..........
- Bæn dagsins...
- Orðalag og skynjun almennings
- Sjálfstæði kommúnistaflokkurinn toppar siðleysið
- Trump rústaði Carbfix verkefninu á fyrsta degi í embætti
- Ást í strætó og skortur á GPS-hrósi
- Jafnvel ESB veit það
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA