Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

LJÓS

Ég bloggaði um eldinn fyrir nokkrum dögum hér neðar á

síðunni, og langar mig að segja aðeins meira um hann.

Ég lærði að umgangast eld af virðingu alveg frá því ég

man fyrst eftir mér, þar sem á mínu heimili var mikið

notaður eldur, ljósavél var notuð allt til 1971 að við fengum

rafmagn frá Laxárvirkjun, oft var ljósavél biluð og eitt skipti

bilaði hún alveg og talsverð bið varð eftir nýrri ljósavél, var

þá bara notað kertaljós, olíulampar og gas til að elda á.

Við þurftu þá að fara með olíulampa í fjósið og handmjólka

kýrnar, bera lampana í gegnum hlöðu og í fjárhús, og alltaf

þurfti að huga að því hvar maður sté niður, því ekki væri nú

gott að hnjóta í heyið í hlöðunni með lampa í höndunum, eftir

1971 hélt þetta áfram mörg ár í viðbót þar sem það gat verið

rafmagnslaust dögum saman, því línan sem lögð var til okkar

var mjög ótraust, en allt fór þetta nú vel og aldrei man ég eftir

því að eldur hafi kviknað svo nokkur skaði væri af því, en aftur

á móti kviknaði í reykkofanum okkar er ég var krakki og  brann

mest allt hangikjötið okkar fyrir jólin, hefur það sennilega verið

1970, og það kviknaði í heyflutningabíl í nóvember 1968 og

það gæti orðið nokkuð löng saga, svo eins og sést á þessari

upptalningu var eldur mér hugleikinn í æsku.

 

Farfuglar 1939

Hér koma upplýsingar um komu farfugla úr stílabók afa míns

í Húsabakka í Aðaldal vorið 1939, á það vel við þar sem

farfuglarnir streyma til landsins um þessar mundir.

 

Skógarþrösturinn          2. apríl

Heiðlóan                      10. apríl

Lómurinn                     15. apríl

Háellan                        16. apríl

Grágæsin                     16. apríl

Stelkurinn                    17. apríl

Hrossagaukurinn         20. apríl

Spóinn                          30. apríl

Lóuþrællinn                   7. maí

Krían                              8. maí

Kjóinn                           12. maí


Eldur

Eldurinn er í senn besti vinur og hættulegasti óvinur mannanna,

allt eftir því, hvernig að honum er búið og hvort hann er hafður

í hófi. Stundum getur hann þó brotist út alveg að óvörum, og án

sýnilegrar ástæðu. Er þá betra að hafa varnir við, ef ekki á illa að

fara. Sagt er, að í fyrstu hafi mennirnir óttast eldinn meir en allt

annað, en svo hafi ofurhugi nokkur gengið einn upp í logandi eld-

fjall. Hafi hann hitt þar eldandana og samið við þá um að fá neista

af báli þeirra. Hefðu andarnir sett skilyrði, að aldrei mætti skilja

eldinn eftir einan, því að þá kynni hann að reiðast og verða að

miklu tjóni. Ekki mætti heldur nota eldinn til ógagns öðrum

mönnum.

Mennirnir héldu skilyrði þessi lengi vel og höfðu helgi mikla

á eldinum. Síðar gleymdist virðingin fyrir eldinum og þá tók hann

að hefna sín, sem oft hefir orðið.

Því skyldi eldur aldrei látinn eftir einn.

 

SÁ SNAUÐI

 

Einu sinni var maður, sem var svo fátækur, að hann átti ekki

reimar í skó sína og enga peninga til að kaupa þær. Þess vegna

týndi hann fyrst öðrum skónum og síðan hinum og gekk eftir það

á sokkaleistunum. Honum fannst ósköp leiðinlegt þegar hann mætti

mönnum, sem gengu á skóm, því að þeir horfðu á hann eins og eitt-

hvert viðundur.

Sumir sögðu: ,,Hann nennir ekki að vinna og því á hann ekki

skó á lappirnar’’. Þetta var að vísu satt, en skólausa manninum

fannst óþarfi að geta þess, því að sárast væri það fyrir hann, en

gerði öðrum minna til.

Svo bar það við einn daginn að hann mætti ungri konu, sem

bauð honum heim til sín og gaf honum nýja vel reimaða skó. Hún

fór fram á það í staðinn að hann byggi hjá sér og ynni á verkstæði

mannsins síns sáluga, sem hafði verið skósmiður.

Þetta varð að ráði og síðan smíðaði skólausi maðurinn, sem

verið hafði, skó á fjölda manns og hélt þeim starfa meðan hann lifði.

  

Litla Stína

 

                                   Litla Stína,

                                   láttu skína

                                   ljósin þín

                                   í augu mín.

                                   Vellir anga,                               

                                   vor í fangi,

                                   við skulum ganga

                                   heim til þín.

                                                        Guðmundur Friðjónsson


BYLTA

Bróðir minn hefur verið að horfa á vestra mynd, hugsaði ég þegar

honum datt það snjallræði í hug að gera eins og aðalkallarnir voru

vanir að gera í bíómyndunum, að stökkva ofan af þaki eða úr glugga

og hesturinn þeirra beið tilbúinn, og hægt var að þeysa af stað frá yfir-

vofandi vá eða byssukúlum óvinarins, nú átti ég að fara upp á þak og

hann myndi halda í hestinn, ég átti að hitta á bak, hann myndi slá í

hestinn og ég þeysa á stað, alveg eins og bíómyndinni, mér leist nú

ekki of vel á þetta, skil það nú ekki, þar sem ég var yfirleitt til í allt,

svo úr varð að ég fór upp á efri hæðina og út í glugga og þaðan skyldi

stokkið á hestinn, síðan var allt gert klárt, ég miðaði út hestinn og lét

mig síðan vaða, bróðir minn sló í hestinn, hann prjónaði og þeysti af

stað, ég lenti aftast á honum, þar sem rauk af stað of snemma, ég greip

í taglið og hélt fast,  sveiflaðist einhverja metra út í loftið og lenti

síðan frekar illa rispaður og marinn, og að sjálfsögðu með brotna löpp,

þá var ekkert annað að gera en að gera Gunnu gömlu klára og keyra

stráknum á Húsavík og fá Daníel lækni til gera löppina klára fyrir

næsta ævintýri.


BYLTA

Þegar þessi saga gerist var ég sjö ára að mig minnir. Upp á efri

hæðina heima var stigi breiður en ekki mjög brattur, gerði ég

mér það að leik að fara öfugur niður stigann á mikilli siglingu,

það er að segja með hendurnar á undan, varð úr oft mikil bylta

og marblettir, ekki brotnaði ég þó við þessar aðfarir, en seinna

fór illa fyrir mér er ég stökk úr stiganum úr þriðju efstu tröppu

og niður í eldhúsið, hafði gert það að leik að hlaupa niður stigann

og stökkva úr þriðju, fjórðu og fimmtu tröppu neðanfrá þar sem

ekkert handrið var á stiganum. Einn daginn kom ég hlaupandi og

úr þriðju efstu tröppu eins og áður sagði lét ég mig vaða niður og

lenti með miklum látum rétt við endan á eldhúsborðinu,

kenndi ég eymsla í annari löppinni og var eitthvað

haltur, en gleymdi því fljótlega og fór að leika mér eitthvað,

en frekar dasaður, þetta var á þorláksmessudag,

og nóg að gera á stóru heimili, síðan líður tíminn og morgunin eftir

aðfangadag leist móður minni ekki á löppina á stráknum, hún var

farinn að bólgna mikið og gat ég ekki stigið í hana, nú þurfti faðir

minn að fara að gera Gunnu klára, en svo kallaðist heimilisbíllin

sem var gamall Willys ’42 að mig minnir og átti nú að fara með

strákinn á sjúkrahús og láta líta á löppina, ekki gekk sú ferð mjög

vel, allavega sauð á Gunnu einu sinni eða tvisar, en á sjúkrahúsið

komumst við fyrir rest og tók Daníel læknir á móti mér, ekki í

fyrsta skiptið og setti mig í gips, en það kom í ljós við myndatöku

að bein var brotið í löppinni, var ég nú eitthvað spakari eftir þessa

byltu amk. fram yfir áramótin.


HLÖÐUKÁLFUR

Kálfar, sem hafðir voru í hlöðu vegna þrengsla í fjósi, voru

kallaðir hlöðukálfar og þótti ekki virðingarauki að nafninu.

En hlaðan hefur fleiri lokkað en hlöðukálfana, og hefur tilvera

margs Íslendings tendrast þar í mjúkri ilmandi töðu. Óvíða höfðu

ung hjónaleysi betri leynistað einkum er rökkva tók á síðasumars-

kveldi.

Fyrir kom þó að óboðnir gestir vildu slæðast inn, þá ekki síst

unglingar, sem voru að njósna um fyrirtektir þeirra eldri.

Eitt sinn hafði ungt par bælt sig í hlöðu og var allt í besta

velgengni, þegar skyndilega heyrðist ógurlegt öskur við hliðina á

þeim. Hjónaleysunum brá svo, að þau þustu út, en á hæla þeim kom

veturgamall tarfur, sem hafði verið hlöðukálfur í fyrstu og var að

vitja fyrri átthaga. Hefur honum fundist komnir óþarfagestir í ból

sitt og vildi ná sér niður á þeim. Hjónaleysin áttu fótum sínum

fjör að launa heim í bæ svo reiður var tarfurinn, en það sem átti

að fara leynt varð þegar lýðum ljóst og ávöxturinn leit dagsins

ljós níu mánuðum seinna hjá þeim.


Vor

                              Vor úr sinni rekkju rís,

                              reynir að faðma daginn,

                              er sólarljós og silkidís

                              sendir inn í bæinn.

HVOLFT ÚR SKÁLUM

Kona nokkur, sem þótti stirðlynd og í meira lagi stórorð, lenti

eitt sinn, sem oftar í deilum við gestkomandi nágrannakonu sína.

Var hart vegist, og gaf hvorug eftir. Loks gat heimakonan ekki

unað þessu lengur og tók kopp fullan af keitu og hvolfdi yfir gest

sinn. Skyldi þar með þeim.

Bóndi heimakonunnar, sem hafði horft upp á ósköpin, brá ekki

ró sinni, en mælti hægt og stillt. ,,Hún Guðrún mín kann að hella

úr skálum sínum’’. Var það síðan haft að máltæki, að hella úr

skálum reiði sinnar.


Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband