Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Eldiviður

Það var einn vetur, að séra Benedikt á Grenjaðarstað varð eldivið-

arlaus, en honum var vel kunnugt um það, að nafni hans í Múla átti

mikinn eldivið, og afréð að fara þangað til að reyna að fá úrlausn

þessara vandamála. Allir vissu það að séra Benedikt í Múla var nær-

gætinn og hjálpfús maður, en mönnum var líka kunnugt um, að

konan hans leit stundum annan veg á málin. Hún var búkona mikil

og vildi ávallt sjá sér farborða, áður en hún færi að styðja þann næsta.

Það gat því vel farið svo, ef eldiviðarbónin kæmi til hennar kasta,

að hún þættist ekkert mega missa, en reynslan var ein fær um að

leysa úr því spursmáli. Séra Benedikt á Grenjaðarstað fer yfir í Múla,

finnur nafna sinn, tjáir honum vandræði sín og biður hann ásjár.

,,Ekki hefi ég hugmynd um eldivið, það er konan mín, sem ræður

yfir slíkum hlutum,’’ svaraði Benedikt í Múla. ,,Er ekki best að þið

ráðið því sameiginlega?’’ spyr Benedikt á Grenjaðarstað. ,,Nei,’’

svarar hinn, ,,hún veit að þú ert kominn, og þegar hún kemur með

kaffið til okkar, skalt þú biðja hana um eldiviðinn, en ég ætla bara

að hlusta á ykkur, en stattu þig nú vel.’’ Þá kemur frú Arnfríður

með kaffið, en það er kona séra Benedikts í Múla, og biður hún

þá að gera svo vel. Hefur þá eldiviðarleysinginn upp róminn og segir

allt af sínum erindum. Frúin tekur máli hans óstinnt, og veit ekki

til að Múli sé betra brauð en Grenjaðarstaður, og því engar líkur til

að hún hafi eldivið, þegar hans er búinn. En svo lýkur máli þeirra, að

hún leyfir honum, að hann megi fá eitt æki af eldivið í beitarhúsinu

suður frá Múla, en það er nærri Grenjaðarstað. Hún segist skuli

láta beitarhúsamanninn vita það, að hann fengi þetta leyfi, og geti

hann hjálpað vinnumanni hans til að hlaða sleðann. Þá hefir hún

lokið máli sínu og fer jafn rausnarlega og hún kom.

,,Eitt æki af eldivið,’’ segir nú Benedikt á Grenjaðarstað við nafna

sinn, ,,það endist mér í viku, en mig vantar eldivið fyrir átta vikur.’’

,,Það hefir rætst býsna vel úr þessu,’’ segir Benedikt í Múla. ,,Get-

urðu haft átta hesta og átta sleða og tyllt þessu öllu saman, að

hægt sé að sanna, að þú hafir farið með það í einu æki? Þú þarft ekki

endilega að segja, að ég hafi stungið upp á því.’’

Annað kvöld hafði  beitarhúsmaðurinn þá sögu að segja frú Arn-

fríði, að eldiviðarhlaðinn á beitarhúsinu hefði verið tekinn allur

um daginn.

,,Hvað þá! Allur?’’ ,,Já, allur.’’ ,,Ég leyfði honum ekki að taka

nema eitt æki.’’ ,,Já, hann tók það í einu æki, en það var stórt, og

átta hesta hafði hann fyrir því.’’ ,,Heyrir þú Benedikt?’’ Þá svarar

Benedikt: ,,Það er ekkert hægt við það að ráða, fyrst hann tók ekki

nema eitt æki, eins og þú leyfðir honum.’’ En frú Arnfríður á að

hafa sagt: ,,Svona eru þessir b………prestar!’’


Veðrabrigði

                

                         Lundin hryllist. Loftið gránar.

                         Ljósið villist. Sjónin tryllist.

                         Jörðin spillist. Himinn hlánar.

                         Hjarnið gyllist. Tunglið fyllist


Prakkarastrik

Ingólfur afi og María amma bjuggu í Húsabakka frá 1926 og frá 1965

voru þau á veturnar á Selfossi hjá Þuríði dóttur þeirra, afi lést 1968 og

amma lést 1977, var ég mikill prakkari er ég var yngri eins og systkini

mín og fleiri muna eftir, þannig háttaði til að afi og amma höfðu tvö

herbergi inn af eldhúsinu og var gengið úr fremra herberginu inn í hitt,

í innra herberginu var svefnpláss þeirra og smá aðstaða til að hita te, kakó

og sitthvað fleira, og í fremra herberginu var stofan þeirra, á daginn var búið

um rúmið þeirra og var þar mikil dúnsæng sem breitt var yfir teppi, og sátu

 þau svo þar mest allan daginn og prjónuðu þegar ekki var útivinna, ég gerði

mér það oft að leik að koma á mikilli ferð framan úr eldhúsinu inn í gegnum

báðar hurðir og stökkva á milli þeirra gömlu og lenda í dúnsænginni og

lyftust þau þá bæði, voru þau nú ekki alltaf hrifinn af  þessum leik hjá

stráknum, og var amma vön að skamma mig fyrir þetta en afi sagði nú

ekki mikið þó strákurinn væri að leika sér, amma reyndi að sjá við mér

með því að hafa hurðirnar aðeins hallaðar aftur, eitt skipti er ér sá að

hurðirnar voru opnar upp á gátt lét ég mig vaða einu sinni enn og lenti

á milli þeirra með miklum látum og lenti á einhverju og rak upp mikið

vein, hafði ég þá lent á hnykli með nokkrum prjónum í og einn þeirra lent

í afturendanum á mér, stökk ég strax fram úr og hljóp út með það sama,

ekki hafði prjónninn farið djúpt, en aumur var ég í afturendanum nokkra

daga á eftir, skemmst er frá því að segja að ekki urðu hlaupin fleiri í

dúnsængina hjá afa og ömmu, sá ég eftir þetta að betra væri að koma

með minni látum, og fékk strákur þá oft heitt kakó og kringlur.         

Kristín og klerkurinn

Á Sörlastöðum í Fnjóskadal bjuggu við góð efni fyrir móðuharðindin 1784 hjón nokkur, Jón og Kristín; þau áttu börn í ómegð.  Þegar harðærið kom flosnuðu þau upp frá jörðinni og fóru á vergang með börn sín sem nokkur dóu í harðindunum.  Maðurinn dó líka, en konan lifði af á flakkinu.

Skömmu eftir harðindin bar svo til að presturinn mætti Kristínu millum bæja og sagði hún svo frá því: „Þegar ég bjó á Sörlastöðum og hann kom þar til mín sagði hann við mig: „Komið þér sælar heillin góð,” en núna þegar hann reið hjá mér á götunni sagði hann: „Sæl vertu Kristín kelling.””


Heilræði

Það er ljótt að gleðjast af óförum annara, jafnvel andstæðinga sinna. Þess vegna er svo vandasamt að vera sigurvegari. 

 


Herra B

                    ,,Til þín, háttvirti herra B  

                    hef ég lyft skyrbón minni,

                    alríkan þig að öllu sé,

                    ásjá treystandi þinni,

                    láttu mig ekki líða nauð,

                    lífs meðan þarf ég daglegt brauð,

                    sem fátækur fagna kynni.’’

  

Vísa

Á alþingi árið 1889 var fremur róstusamt. Voru þar samankomnir

margir af helstu hugsjónagæðingum þjóðarinnar, einmitt þegar

,,Valtýskan’’ átti að gera innreið sína í landið. Á þeim árum voru

nokkrir af þingmönnum hagorðir og sumir jafnvel bestu skáld.

Urðu þá í hnippingunum til nokkrar vísur, heppilega hugsaðar

og gerðar, og er þessi ein af þeim.

 

                                 ,,Ísfirðingar monta mest

                                 og miða allt við Skúla,

                                 en Þingeyingar þæfa best,

                                 og þar er Jón í Múla.’’


Vorvísur

                

                    Eftir gjólu orra-þing

                    út á hól er veisla,

                    börn á róli hlaupa í hring,

                    hlæja  í sólargeisla.

 

                    Sunnanvindur syngur ljóð,

                    sólskinsmyndir tekur,

                    þúsund linda unaðsóð

                    upp um rinda vekur.


HESTUR/HJÓL

Bróðir minn hafði eignast hið forláta reiðhjól þegar hann var

um það bil fimmtán ára, ég var þá átta ára og hafði ég gaman

af því að fá að prófa það helst er hann skrapp frá, eitt sinn

hafði hann orðið sér úti um hraðamælir á reiðhjólið, og var að

vita hvað hann kæmi því hratt, mælirinn var skráður í sjötíu

að mig minnir, hann fór í hinar ýmsu brekkur og reyndi að

koma því sem hraðast, ekki fannst honum að hann kæmist

nógu hratt, og datt þá í hug að ég færi á hjólið og hann á Jarp

gamla, setti hann svo band utan um sig og batt í hjólið og átti

ég að fylgjast vel með hraðamælinum, síðan var þeyst á stað og

upp á þjóðveginn, þar var ekki mikil umferð og þetta var malar-

vegur, en harður þó á miðjunni en lausamöl í köntum, Jarpi

leist nú ekkert á þessi læti sem fylgdu honum eftir og jók hann

frekar hraðann heldur en hitt, leist mér nú ekkert á blikuna er

við vorum kominn á mikla siglingu og fór eitthvað að láta heyra

í mér og reyna að fá bróðir minn til að hægja á, en óhljóðin voru

bara til þess að Jarpur jók bara ferðina, og þar kom að því að

ég lenti út í lausmöl og fór í loftköstum út í móa og endaði á

girðingu sem var við veginn,  allur lemstraður en þó óbrotinn,

sem var afar sjaldgæft hjá mér á þessum árum þar sem ég var

alltaf að brjóta mig, en það er efni í fleiri sögur, loksins tókst

honum að stoppa Jarp og sneru þeir við til að athuga með mig

að ég hélt, það fyrsta sem bróðir minn spurði var, hvað fór

mælirinn hátt, ég umlaði eitthvað og sagðist ekki hafa tekið

eftir því, hva drengur varstu ekki að horfa á mælirinn, við

verðum þá bara að prófa aftur á heimleiðinni.


VAR STÍNA BETRI?

Á árunum fyrir seinna stríðið höfðu efnahjón í Reykjavík

unga og lögulega vinnukonu, sem Kristín hét, í daglegu tali

nefnd Stína. Var Stína léttlynd og skemmtileg og þótti hús-

freyju nóg um þá eftirtekt, sem hún vakti hjá húsbóndanum.

Svo háttaði til að Stína svaf í herbergi uppi á rislofti, en stigi

upp lá framhjá forstofuhurð íbúðar hjónanna, sem var á efstu

hæð. Ekki var annað herbergi í risinu.

Stuttu eftir að Stína kom í vistina, fór húsbóndi hennar að vinna

aukavinnu á kvöldin, en hann var skrifstofustjóri hjá ríkisfyrirtæki.

Um líkt leyti fór húsfreyja að taka eftir því, að nokkru eftir að Stína

gekk til náða upp í herbergi sitt, heyrðist þungt fótatak í stiganum

upp og var þar greinilega þungstígur karlmaður á ferð. Grunaði

hún fljótt bónda sinn einkum þar sem hún þóttist verða þess vör,

að hann kæmi fljótlega heim eftir að gestur Stínu hafði heyrst

ganga  niður stigann og út úr húsinu.

Reynt hafði frúin að sitja fyrir gestinum, en það hafði ekki borið

árangur, því að hún hafði misst af honum, er hún þurfti að svara

síma inni hjá sér.

Leiddist henni líka stöður í forstofunni og hugði nú betra ráð.

Keypti hún aðgöngumiða í bíó og gaf Stínu þá, tíu mínútum fyrir

níu eitt kvöldið, en sýningin átti að hefjast klukkan níu. Stína

færðist undan að fara, sem hún gat, en húsfreyja beitti hana

hótunum og þorði hún ekki annað en að fara.

Þá varð frúin handfljót að koma sér upp í herbergi Stínu, afklæddist

og fór í rúm hennar, slökkti ljósin og beið átekta í ofvæni. Þóttist

hún nú leika hæfilega á eiginmanninn, sem leitað hefði forboðinna

stunda hjá Stínu að undanförnu.

Tíminn leið og konan lá í notalegu kvöldmyrkri febrúarmánaðarins,

en skyndilega heyrðist fótatakið þunga úr stiganum. Húsfreyja

bærði ekki á sér, en komumaður hratt upp hurð, lokaði á eftir sér og

afklæddist í snatri. Smokraði sér síðan liðlega undir sængurfötin hjá

húsfreyju, og sýndi henni ódeigilega karlmennsku sína, en hún tók

hressilega á móti. Þegar kyrrðist af afloknum sængurstorminum,

seildist frúin í slökkvara á borðlampanum og sagði um leið:,, Var

Stína betri?’’ Ekki varð henni vel við er hún sá ókunnan mann við

hlið sér, en þar var kominn vinur Stínu, blásaklaus stöðvarbílstjóri,

en húsfreyja hafði tortryggt mann sinn að ástæðulausu. Varð henni

því fyrir að skýra málið fyrir bílstjóranum og semja við hann um að

halda leyndum kvöldfundi þeirra.

Lét hún Stínu síðan í friði með bílstjórann.

    

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband