HOLD ER MOLD HVERJU SEM ÞAÐ KLÆÐIST

Hjá Benedikt Kristjánssyni prófasti á Grenjaðarstað var einhverju sinni unglingspiltur, Torfi að nafni. Dag einn á slætti voru þeir að þekja fjósheyið með blautu torfi. Prestur hringaði torfurnar og bar upp og rétti Torfa, sem tók á móti og þakti. Sjá þeir þá, að hópur velbúinna ferðamanna ríður í hlað í heimsókn til prestsins. Segir þá séra Benedikt: - Guð hjálpi mér, og hér er ég svona til fara! - Svona er ég líka, segir Torfi. - Er það nú ekki annað? segir prestur. - Og hold er mold, hverju sem það klæðist, svaraði pilturinn. Þetta svar þótti séra Benedikt ágætt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð saga, þarna fór maður nánast daglega í draugaleik á sumrin...í gömlu torfhöllina, eins og maður kallaði gamla bæinn á Grenjustað ( Grenjaðarstað )

alva (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 00:57

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll Halli minn.  Skemmtilega saga af sveitunugum okkar. Það var alltaf gaman að koma á Grenjaðarstað, var viðstödd brúðkaup séra Gylfa og fyrri konu hans, dóttir séra Sigurðar þegar ég var á sumarbúðunum í den, ógleymanlegt.  Kveðja vestur.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 13:16

3 Smámynd: lady

góð saga .minni mig  þegar ég var í sveitinni í gamla daga .lifði mig inni í söguna þína  kv Ólöf Jónsdóttir

lady, 17.7.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 126486

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband