ARNARHJARTAÐ

Arnarmóðirinn var á leið heim til sín. Hún sveif á breiðum vængj-

unum og hvessti sjónir á öllu, sem neðan við hana var. Þetta var

vani hennar, en nú bar hún vænan lax í klónum, sem hún vissi

að kæmi sér vel, því að ungarnir hennar þrír voru sí soltnir og hún

var ein við að ná í björgina síðan bóndi hennar varð fyrir skoti

veiðimanns og lét lífið.

Ungarnir hennar voru brátt fleygir og þá yrði léttara fyrir hana,

því að þá gátu þeir sjálfir lært að veiða sér til matar. Hún herti

flugið og brátt var kletturinn hái framundan þar sem dyngja hennar

var undir efstu gnípunni.

En hvað var þetta. Hjarta hennar barðist ólmt í brjóstinu. Dyngjan

hennar var á bak og burt. Einhver hafði komið meðan hún var

í burtu og tekið hreiðrið og nú sást ekki urmull af því.

Hún flaug upp á klettinn, lagði frá sér laxinn og leit alls staðar

í kringum sig.

Ekkert sást. Það var búið að taka frá henni ungana hennar. Fyrst

var bóndinn skotinn og síðan afkvæmunum rænt.

Tárin runnu niður hart nef össunnar, sem hafði misst allt, sem

hún átti og hjarta hennar varð eins og steinn af sorg og hatri.

Loks flaug hún einmana burt og skildi nýveiddan laxinn eftir á

klettinum.

 
mbl.is Illa lítur út með arnarvarp nú í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

231 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 126045

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband