Fátækur maður

Fátækur maður réri á skipi með öðrum heilan vetur, en

dró engan fisk. Enda létu hinir hann ekkert hafa og

hæddu hann þar á ofan. Það umbar hann með ró. Á sumar-

daginn fyrsta kvað hann vísu þessa:

 

                        Ég hef róið allan vetur.

                        Einhvern tíma gengur betur.

                        Sæll og blessaður sankti Pétur!

                        sendu mér þyrskling, ef þú getur.

 

Þann dag dró hann fisk. Það var stóreflis þorskur, en

dauðhoraður. Hann fékk að halda honum. Slægði hann

fiskinn um kvöldið. Í maga hans fann hann gullstykki svo

stórt, að það var meira virði en vetrarafli hinna allur til

samans. Nú hættu þeir að hæða hann, því nú var hann allt

í einu orðinn þeirra auðugastur.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Blessaður.  Skemmtileg myndin af öllu þreyttum 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.5.2007 kl. 22:43

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Góð saga;-)

Lára Stefánsdóttir, 7.5.2007 kl. 23:08

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ester Sveinbjarnardóttir, 8.5.2007 kl. 08:00

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hver segir svo að bænir virki ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2007 kl. 10:19

5 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

takk fyrir innlitið, Ásdís, Lára, Ester og Ásthildur

Hallgrímur Óli Helgason, 8.5.2007 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband