Dauðavorið

Dauðavorið 

Bærinn Hjaltadalur var í dalsmynni Hjaltadals, sem gengur inn af Fnjóskadal, og var um langa hríð syðstur bæja í Fnjóskadal (allt þar til 1908 þegar hann fór í eyði).  Þetta var mikil jörð að landi og hafði nytjar inn um allan dal.  Talsvert undirlendi er um bæinn.  Hann stóð á háu fjalli vestan ár og í hættu fyrir snjóflóðum.  Árið 1737 féll þar snjóflóð á bæinn.  Þar fórust fjórir menn.  Húsfreyjan sem lá fyrir ofan bónda sinn í rúminu, marðist í hel, en bóndinn slapp ómeiddur og var hann og tveir aðrir grafnir lifandi úr rústunum.  Dauðavorið 1784 fluttust snemma vors að Hjaltadal Dínus Þorláksson og Þórlaug Oddsdóttir með allvænt bú og tíu eða tólf börn sín.  Seinna um vorið dóu öll börnin úr hungri og harðrétti, utan tvö, (Árni og Björg sem bæði urðu gömul); fjögur þeirra voru í einu flutt í kirkjuna á Illugastöðum til greftrunar.  Sex ær voru eftir af búi Dínusar og Þórlaugar sem gengu í túninu um sumarið og var sagt að grasið hefði verið svo mikið að aðeins sá á hrygg ánna upp úr því, svo gott var næsta sumar á eftir.

(Jón Sigurðsson, Saga þingeyinga III. S. 152


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Hugsa sér þetta, ekki lengra síðan heilu fjölskyldurnar dóu úr hungri.  Ég er með vísnagátur inni á síðunni minni www.zedrus.is , sé að þú hefur gaman af gátum og visum.  Takk fyrir commentið á myndunum, þeir hafa gaman af því strákarnir mínir.  kv. Ester

Ester Sveinbjarnardóttir, 28.3.2007 kl. 00:25

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já ég er búin að skoða zedrus hjá þér og örugglega eftir að skoða betur, já ég hef gaman að vísum og gátum þó ég búi til lítið sjálfur, já bið að heilsa þeim, eins og ég sagði áður vorum við Óskar saman í skóla, einnig unnum við saman við Láxá sumarið 1976 og tvö haust 75 og 76 á sláturhúsinu á Húsavík og spiluðum amk. sex sumur saman í fótbolta með Geisla í Aðaldal.

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 28.3.2007 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband