Gátur

Hér koma nokkrar gátur í viðbót.

1. Tveir bræður rífa hver af öðrum?

2. Fimm bræður klæðast í hvers annars föt?

3. Fimm bræður fara inn um sömu dyr og fara í sitt hvert herbergi?

4. Á hverju endar dagurinn og byrjar nóttin?

5. Fullt hús matar en finnst hvergi dyr á?

Endilega spreytið ykkur á gátunum, svör koma síðar.

Halli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

5. Fullt hús matar er egg
 

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.3.2007 kl. 05:50

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

rétt svar Ester, þá eru fjórar eftir

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 24.3.2007 kl. 10:15

3 identicon

Sæll  og til hamingju með daginn......

Dagurinn endar á N og nóttin byrjar lika á N.

Kv Gústi 

Gústi (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 13:57

4 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

þakka þér fyrir kveðjuna Gústi, þetta er eflaust rétt svar, en þetta er ekki svarið sem er í bók afa míns.

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 24.3.2007 kl. 14:11

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ég vissi þetta með eggin eins og Ester en stranda á hinu, nema þá að dagurinn endi á kvöldi og nóttin byrji á morgni

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2007 kl. 14:53

6 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já, það geta verið mörg svör við þessum gátum, en svarið við þessum gátum  sem ég vill fá er aðeins eitt orð fyrir hverja.

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 26.3.2007 kl. 15:01

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ok. reyni aftur  1. rennilás  2. vettlingur 3. hanski 4. kvöldi 5. egg

hvernig er þetta hjá mér?

Ásdís Sigurðardóttir, 27.3.2007 kl. 14:12

8 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

blessuð Ásdís, þetta er ekki alveg rétt, númer 3 og 5 er rétt

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 27.3.2007 kl. 16:28

9 Smámynd: halkatla

mér finnst gátur æðislegar en ég fatta þær aldrei, nú bíður maður spenntur eftir fleiri svörum... ég vissi reyndar nr 5

halkatla, 30.3.2007 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

236 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 126023

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband