Gamlar vísur

 

Andrés flestum betur býr

bætir Sílalækinn,

kirkjurekann herðir hýr                um Andrés Jónasson á Sílalæk

hann er skyldurækinn.

 

Jónas þar á hálfum hlut

hamingjunnar situr,

kaus að erðum kýfðan skut           um Jónas Jónasson  á Sílalæk

kvæðin óspart flytur.

 

Hundruð tvö þar hefir Páll

hinum síst að meini,

honum reynist ekki þjáll               um Pál Jóakimsson í Árbót

útlærður frá Steini.

 

Hefir Gvendur hraðra list

hann vill áfram bruna,

aumt var það hann asnaðist           um Guðmund Friðjónsson á Sandi

inn í valtýrkuna.

  

Situr í Árbót sinnugur

Sigmundur hinn rammi,

brjóstmikill bereygður                   um Sigmund Sigurgeirsson í Árbót

????????????????????. 

Hér eru síðustu vísurnar um bændur í Aðaldal, og fyrst er það Andrés Jónasson f.1863 d.1906 bóndi á Sílalæk  til 1906, hann var faðir Jónasar bónda á Sílalæk til 1966 faðir Vilhjálms og Þrastar er þar búa núna, Þórhalls bónda á Hafralæk föður Ásgríms er þar býr núna, og Ingibjargar á Hraunkoti móðir Arnkels bónda þar og amma Ólínu er þar býr núna, næst er það Jónas Jónasson f.1867 d.1946 bóndi á  Sílalæk hann var mágur Andrésar, Friðjón sonur Jónasar f.1899. d.1946 var bóndi þar líka en dó sama ár og faðir hans, síðan er það Páll Jóakimsson f.1848 d.1927 bóndi í Árbót 1887-1891, hann var m.a. bróðir Helgu Jóakimsdóttur er flutti á Ísafjörð, hún var amma Jóakims Pálssonar skipstjóra og útgerðarmanns í Hnífsdal, einnig var Páll bróðir Jóakims Jóakimssonar er einnig flutti á Ísafjörð hann var m.a. afi Tryggva Jóakims Tryggvasonar kaupmanns á Ísafirði, síðan er það Guðmundur Fiðjónsson f.1869 d.1944 bóndi og skáld á Sandi 1901-1944,  síðast er vísa um Sigmund Sigurgeirsson f.1875 d.1930 bóndi í Árbót 1897-1910 og 1914-1930 hann var afi Hreiðars bónda þar til 1974, það vantar síðustu línuna í vísuna um Sigmund ég náði ekki að lesa út úr henni, mun skoða það betur og birta síðar.

 

Halli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Eru þetta ekki svonendar sóknarvísur um bændur í Nessókn, slíkar vísur voru oft gerðar, mönnum til gamans þó græskulaust kerskni og stríðni fylgi með.

Eru ekki allir bæjir sóknarinnar taldir með hér,  utan Ytrafjalls og Hellnasels.

Mannstu hvenær Hellnasel fór í eyði. 

Kv Gústi

Gústi (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 08:42

2 identicon

Sæll aftur sá við frekari skoðun að Hellnaselsbóndinn er hér með en enginn frá Ytrafjalli.   Syðrafjall tilheyrði áður Múlasókn, síðar Grenjarðarstað.  Gæti Indriði Þórkelsson hafa gert þessar vísur.  Það er nú eitthvað af svona vísum í ljóðabók hans..  Kv. Gústi

Gústi (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 09:31

3 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

þakka þér fyrir þetta Gústi, það er skráð í bókina vísa um Indriða Þórkelsson á Fjalli en bara fyrsta orðið í vísunni sem er "undir", jú mér sýnist þetta vera allir bæir í Nessókn sem voru byggðir á þessum tíma.

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 21.3.2007 kl. 14:00

4 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

mér datt í hug að setja inn vísu um Indriða á Fjalli svona tilbúningur í mér,

Undir Núpnum unir sér                                                                                     

um bændurna hann yrkir,

við strákana hann leikur sér

það gleður hann og styrkir.

Hallgrímur Óli Helgason, 21.3.2007 kl. 14:27

5 identicon

Sæll

Já þetta er flott hjá þér.  Hefur þú borið þessar vísur undir einhvern í gömlu sveitinni okkar til að leita höfundar.  Er næsta viss um að þeir þekkja þetta gömlu Hraunkotsbræður, Sílalækjarhjón, eða jafnvel Hjörtur frá Bót.

Kv Gústi

Gústi (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 16:17

6 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

sæll Gústi, nei ég bíð bara eftir að einhver kíki á þetta sem kannast við þessar vísur, þessi vísa um Indriða bjó ég bara til svona í gamni um leið og skrifaði hana, og notaði fyrsta orðið sem var í bókinni hans föður míns.

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 21.3.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband