Gamlar vísur

 

Er í seli ágætt horf

Indriði telur sporin,

reynir þó að rista torf         um Indriða Kristjánsson í Skriðuseli

rekkum hjá á vorin.

 

Hellnaseli heldur við

hraustur geymir sverða,

Bjarni tyggur tóbakið        um Bjarna Bendiktsson í Hellnaseli

tannlítill að verða.

 

Ég á Sandi Friðjón finn

flestum þykir skæður,

að honum lítur hreppsnefndin      um Friðjón Jónsson á Sandi

hann því öllu ræður.

 

Ég úr núpnum ofan sný

óðum fækkar býlum,

Jakob hraustur hamast í           um Jakob Magnússon í Húsabakka

Húsabakkakýlum.

 

Sigurjón þar sér um bú

sonu á og dætur,

ofur hans er aðferð sú            um Sigurjón Friðjónsson á Sandi

aldrei skíra lætur.

 

kannast einhver við þessar vísur, og hver orti þær, fann þær í gamalli stílabók, skrifaðar eftir föður minn

Helga Ingófsson bónda í Húsabakka, þetta eru allt bændur í Aðaldal kringum aldamótin 1900.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegar vísur, það voru nú margir í sveitinni okkar á þessum árum sem áttu létt með að yrkja.  Hefur  þú einhvern grun um hver var þarna að verki ? Voru eh fleiri vísur í kompu pabba þíns. 

Kv Gústi 

Gústi (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 00:05

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já Gústi það eru fleiri vísur um nokkra bændur í viðbót, s.s. Þorgrím í Nesi, Davíð á Knútsstöðum, Sigurjón í Hraunkoti, Pétur á Núpum, Sigmund í Árbót, Sigtrygg á Jarlsstöðum, Baldvin í Garði, Aðalstein í Haga og nokkra fleiri, ég veit ekki hver orti en var að vonast til að einhver vissi eitthvað um þessar vísur, mér datt í hug að Hreiðar Karlsson vissi kannske eitthvað en hef ekki haft samband við hann, eða kannske Indriði á Fjalli

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 17.3.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband