Bóndi

Jón Jónsson f.20.1.1800, d.7.7.1871, bóndi í Stórutungu í Bárðardal 1822-1871, hann var góður bóndi í fornum stíl og orðlagður fyrir nýtni og sparsemi, á vorum þegar viðir tóku að laufgast, gekk hann út með hníf og skar laufgaða kvisti og bar heim í poka. Sagt er að stundum hefði hann safnað talsverðu fóðri á þennan hátt, áður en aðrir báru ljá í jörð. Jörðinn er svo lýst í hans búskapartíð. Stórutunga talin hingað til 14 hundruð. Túnið er sumt þýft, holótt sumt brennur, líka partur af því eltingarblendin, fóðrar hérumbil eina kú. Útheyskapur það helsta á sandblettum víðsvegar um landið sumpart í þýfismýri.

Jón þessi var meðal annars afi Elínborgar langömmu minnar, afi Guðrúnar Sigurborgar Jónasdóttur húsfreyja í Hraunkoti og Hafralæk, afi Elínar Sigurveigar Jónasdóttur húsfreyju á Sílalæk og einnig afi Kristínar Jakobínu Jónasdóttur húsfreyja á Ófeigsstöðum svo eitthvað sé nefnt.

Þessi mánudagur var ekki frábrugðin öðrum mánudögum hjá mér nema smá mubluflutningar á milli herbergja og tókst það ljómandi vel.

Halli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvada mubla var fluttt à milli herbergja ì Heidarbrùninni? Hvada flugu fèkk kellan i hausinn i dag?

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband