Færsluflokkur: Bloggar

Snjótittlingur

Við Eydís vorum að gefa fuglunum í dag og dreifðum vel framan við húsið og ekki stóð á Snjótittlingum að koma og fá sér í hundraðatali svo að sá varla út um glugga svo þétt var fuglahafið, greinilega svangir, Eydís var að fara með pabba sínum heim svo hún missti af því að sjá hópinn en kemur kannske á morgunn og getur gefið þeim meira, ég fór síðan bakatil út á svalir og dreifði þar talsvert miklu og í fyrstu var bara einn fugl að gæða sér á góðgætinu ég sussaði á hann og flaug hann þá upp á þak og framfyrir hús og ekki stóð á hópnum að koma líka og var allt hreinsað upp. Snjótittlingur sem er kallaður Sólskríkja á sumrin halda sig mjög norðarlega allt í kringum hnöttinn, hér á landi finnast þeir jafnt á hálendi sem láglendi, kjörlendi snjótittlinga eru bersvæði, grýtt land, hraun og klettar, hreiðrin hjá þeim eru fallega ofin karfa úr stráum, fóðruð með fiðri, þeir verpa 4 til 6 eggjum stundum tvisvar á sumri, sérstakur sjóður, Sólskríkjusjóðurinn var stofnaður árið 1948 til minningar um Þorstein Erlingsson skáld, ég hvet alla sem lesa þetta að gefa fuglunum því ekki er mikið æti á þessum tíma þegar allt er frosið.

kveðja Halli

p.s. var að bæta við niðjatali Indriða Kristjánssonar langafa míns og telur það rúmlega þúsund niðja.


Vísa

Allir hafa einhvern brest,
öllu fylgir galli.
Öllum getur yfirsést.
Einnig þeim á Fjalli.

Höfundur: Indriði Þórkelsson á Ytra-Fjalli í Aðaldal, Þing. f.1869 - d.1943 Um höfund: Fæddist á Sýrnesi í Aðaldal. Bóndi og ættfræðingur á Ytra-Fjalli í Aðaldal.

Heimild: Vísnasafn Sigurjóns Sigtryggssonar í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga

Tildrög: Þessa ferskeytlu gerði Indriði þegar einhver kastaði að honum kerskiyrðum út af því að einhver úr fjölskyldu Indriða hafði eingast barn utan hjónabands en þá þótti það ganga glæpi næst.

Halli 


Guðmundur

Langafi minn Guðmundur Guðnason f.1.5.1870, d.3.3.1951, bóndi í Grímshúsum í Aðaldal, kona hans var Jónína Þórey Jónasdóttir f.18.10.1864 á Bringu í Eyjafirði d.10.7.1941, börn þeirra voru auk Hallgríms afa míns sem var bóndi í Grímshúsum, Tryggvi Guðmundsson f.1897 bústjóri í Rvík, Jónas Guðmundsson f.1903 bóndi í Fagranesi í Aðaldal og Axel Guðmundsson f.1905 rithöfundur og fulltrúi í Rvík, Jónína Þórey átti son áður en hún giftist Guðmundi og hét hann Hallgrímur Marinó Finnsson f.28.10.1889 á Bríngu d.26.12.1890, var hún vinnukona á Helgastöðum í Reykjadal með soninn þar og var hann jarðaður þar, faðir Hallgríms Marinós var Finnur Björnsson f.1868 faðir Finns var Björn Guðmundsson f.1834, Björn þessi var bróðir Dýrleifar langömmu minnar, Finnur er meðal annars afi Ólafs Jónssonar sem var lengi vitavörður á Hornbjargsvita, einnig langafi Óskar Finnssonar veitingamanns í Rvík.

Halli


Gullkorn

Datt í hug að setja hér smá gullkorn eftir Þórberg Þórðarson þar sem mér fannst það eiga vel við í okkar þjóðfélagi í dag:

Í þjóðfélagi því sem vér eigum við að búa er hinu meira fórnað fyrir hið minna, sálinni fyrir líkamann, þekkingunni fyrir fáfræðina, vitinu fyrir vitleysuna, gáfunum fyrir heimskuna, kærleikanum fyrir grimmdina, siðferðinu fyrir spillinguna, réttlætinu fyrir ranglætið, mannorðinu fyrir peningana, sannleikanum fyrir lygina, andanum fyrir andleysið, himnaríki fyrir helvíti.

                                                                                                      Þórbergur Þórðarson

Halli


Útsýni

Fór hring í kringum húsið í dag og virti fyrir mér landslagið, fyrst var það Traðarhyrnan sem gnæfir yfir byggðinni síðan Ísafjarðardjúpið með Grænuhlíð og Vébjarnarnúp, Óshlíðin og Óshyrna, Syðridalur þar sem sér í Syðridalsvatn, síðan Ernirinn sem gnæfir yfir Hólskirkju, síðan Tungudalur og Tunguhorn þar sem bærinn Þjóðólfstunga stendur, síðan sér maður upp á Skálavíkurheiði og hringnum lokað, og ef ég væri heima í sveitinni og labbaði í kringum Húsabakka þá væri fyrst að sjá Núpinn, síðan í Skriðuhverfi og Mánafell, síðan yfir fljótið þar sem er Fellshnjúkur og Kinnarfjöll, síðan Aðaldalshraun og hringnum lokað, datt þetta svona í hug að blogga eitthvað í dag því flestum þykir sinn fugl fagur.

Halli


Sigurlaug

Ég ætla bæta nokkrum upplýsingum um Sigurlaugu Guðlaugsdóttir f.1812 sem var langamma Hallgríms í Grímshúsum afa míns eins og ég gat um áður, móðir hennar var Sigríður Þorsteinsdóttir f.2.3.1788 á Stóruvöllum d.20.8.1841 systir hennar var Vilborg kona Jóns Jónssonar bónda í Stórutungu sem ég skrifaði grein um fyrir stuttu, faðir hennar var Guðlaugur Kolbeinsson f.24.4.1790 á Geiteyjarströnd d.23.12.1875 bóndi í Álftagerði í Mývatnssveit 1822-1850, Sigurlaug átti þrettán hálfsystkyni samfeðra og sjö samæðra, átti ekki alsystkyni svo ég viti, meðal hálfsystkyna samfeðra voru Sigurlaug f.1832 sem var gift Sigurði Jónssyni sem var einnig hálfbróðir Sigurlaugar sammæðra sem ég nefndi í fyrri grein, Guðný f.1822 samfeðra húsfreyja á Stöng kona Ásmundar Jónssonar f.1824 sem var hálfbróðir Sigurlaugar sammæðra seinni maður Guðnýjar var Kristján Jónsson f.1831 sem einnig var hálfbróðir Sigurlaugar sammæðra, meðal barna Guðnýjar var Sigríður Ásmundsdóttir f.1851 mamma Konráð Erlendssonar f.1885 kennara á Laugum og Kristjönu Erlendsdóttur f.1889 húsfreyju á Vaði maður hennar var Vésteinn bóndi á Vaði amma Vésteins var Steinunn Jónsdóttir f.1819 og var hún einnig hálfsystir Sigurlaugar sammæðra,  móðir Erlends föður Konráð og Kristjönu var Guðrún Guðlaugsdóttir f.1821 sem einnig var hálfsystir Sigurlaugar samfeðra, Guðfinna f.1830 var einnig hálfsystir Sigurlaugar sammæðra meðal barna hennar var Ásmundur Helgason bóndi í Laugaseli, Guðný Helgadóttir húsfreyja í Holti í Reykjadal og Kristín Helgadóttir húsfreyja Nípá og Miðhvammi, meira síðar.

Halli


Matur

Í kvöld var hjá okkur saltkjöt og baunir nokkrum dögum seinna en venjulega og voru Ingólfur og Eydís Birta hjá okkur í mat og gerðu matnum góð skil a.m.k. Ingólfur, Eydís vildi lítið smakka vildi heldur ís og kók og fara út með ruslið með afa sínum sem gekk ágætlega nema Eydís villtist smá þar sem hún var með húfu af ömmu sinni og rann hún niður fyrir augu og vildi sú litla ekki sleppa ruslapokunum til að laga húfuna og labbaði bara í hringi og galaði á afa sinn um að koma og laga húfuna.

Halli


SIGURLAUG

 

Sigurlaug Guðlaugsdóttir var fædd 1.mars 1812 í Ytrineslöndum í Mývatssveit, dáin 27.des. 1899, hún var húsfreyja á Helluvaði, Flatey á Skjálfanda og víðar, hún var jörðuð í Brettingsstaðakirkjugarði á Flateyjardal 7.jan. 1900. Sigurlaug var fjórgift og átti hún sjö börn, fimm með Jóni Jónssyni f.1807 d.1846 og tvö með Jóhannesi Árnasyni f.1825 d.1848, meðal barna hennar var Sigurður Jónsson f.1833 d.1922 bóndi á Hofsstöðum í Mývatnssveit hann var giftur hálfsystur  Sigurlaugar móður sinnar og hét hún líka Sigurlaug Guðlaugsdóttir f.1833 d.1910 og voru þau hjón t.d. langafi og langamma Jóns Þorlákssonar á Skútustöðum og Helga Ásmundssonar í Laugaseli. Guðni Jónsson f.1837 bóndi í Sýrnesi og Grímshúsum var einnig sonur Sigurlaugar og var hann afi Hallgríms Óla í Grímshúsum. Kristján Jónsson f.1839 bóndi á Hólmavaði var einnig sonur hennar, hann var afi Stjána á Hólmavaði. Eldri dóttir Sigurlaugar hét Sigríður Kristín Jóhannesdóttir f.1847 d.1935 húsfreyja í Skörðum, Kvíslarhóli og Tungugerði, hún meðal annars amma Þórólfs Guðnasonar bónda og hreppstjóra í Lundi í Fnjóskadal og Sigríðar og Fanneyjar Geirsdætra í Hringveri á Tjörnesi, yngri dóttir Sigurlaugar var Jóhanna Jónína Jóhannesdóttir f.1849, hún var meðal annars móðir Sigmars Jóhannessonar bónda á Mógili á Svalbarðsströnd  og langamma Sigrúnar Þorgilsdóttur sem var gift Sigga Lassa.

Þriðji maður Sigurlaugar var Indriði Ólafsson f.1796 d.1860, var bóndi í Garði í Aðaldal áður giftur Hólmfríði Jónasdóttur d.1855 og áttu þau sjö born, fjórði maður Sigurlaugar var Jón Ingjaldsson f.1836 í Reykjavík, bóndi og sjómaður í Krosshúsum í Flatey d.1912 meðal barna hans var Ingjaldur Hermann útvegsbóndi í Flatey sem var giftur Sigurveigu Ólafsdóttur og var Sigurlaug langamma hennar sem verið hafði gift tengdaföður hennar.  Jón Ingjaldsson var einnig faðir Sigurlaugar Maríu f.1900, d.1991 húsfreyju á Brautarhóli á Svalbarðsströnd og Þuríður f.1893, d.1983 húsfreyju í Flatey gift Sigurpáli Jenssyni bónda þar.

Ég ætla bæta nokkrum upplýsingum um Sigurlaugu Guðlaugsdóttir f.1812 sem var langamma Hallgríms í Grímshúsum afa míns eins og ég gat um áður, móðir hennar var Sigríður Þorsteinsdóttir f.2.3.1788 á Stóruvöllum d.20.8.1841 systir hennar var Vilborg kona Jóns Jónssonar bónda í Stórutungu sem ég skrifaði grein um fyrir stuttu, faðir hennar var Guðlaugur Kolbeinsson f.24.4.1790 á Geiteyjarströnd d.23.12.1875 bóndi í Álftagerði í Mývatnssveit 1822-1850, Sigurlaug átti þrettán hálfsystkyni samfeðra og sjö samæðra, átti ekki alsystkyni svo ég viti, meðal hálfsystkyna samfeðra voru Sigurlaug f.1832 sem var gift Sigurði Jónssyni sem var einnig hálfbróðir Sigurlaugar sammæðra sem ég nefndi hér ofar, Guðný f.1822 samfeðra húsfreyja á Stöng kona Ásmundar Jónssonar f.1824 sem var hálfbróðir Sigurlaugar sammæðra seinni maður Guðnýjar var Kristján Jónsson f.1831 sem einnig var hálfbróðir Sigurlaugar sammæðra, meðal barna Guðnýjar var Sigríður Ásmundsdóttir f.1851 mamma Konráð Erlendssonar f.1885 kennara á Laugum og Kristjönu Erlendsdóttur f.1889 húsfreyju á Vaði maður hennar var Vésteinn bóndi á Vaði amma Vésteins var Steinunn Jónsdóttir f.1819 og var hún einnig hálfsystir Sigurlaugar sammæðra,  móðir Erlends föður Konráð og Kristjönu var Guðrún Guðlaugsdóttir f.1821 sem einnig var hálfsystir Sigurlaugar samfeðra, Guðfinna f.1830 var einnig hálfsystir Sigurlaugar sammæðra meðal barna hennar var Ásmundur Helgason bóndi í Laugaseli, Guðný Helgadóttir húsfreyja í Holti í Reykjadal og Kristín Helgadóttir húsfreyja Nípá og Miðhvammi, meira síðar.

Kannske einhver hafi áhuga á þessu sem þekkir eitthvað þarna til, og þá er bara að senda fyrirspurn og reyni ég að greiða úr því, er með tæpa fjórtánhundruð niðja Sigurlaugar skráða hjá mér.

kveðja Halli

 


Brandari

Einn mánuð fram yfir !

Þegar ungur eiginmaður kemur heim eitt kvöldið tekur konan á móti honum með því að hlaupa upp um háls honum og segja; Ástin ég er kominn einn mánuð fram yfir. Ég er viss um að nú er ég ófrísk, heimilislæknirinn okkar sagði að hann gæti ekki fullvissað mig um fyrr en hann fengi niðurstöðu úr rannsókninni á morgun og við skyldum þegja yfir þessu þangað til.

Að morgni næsta dags kom maður frá Orkuveitunni til þess að loka fyrir rafmagnið, þar sem ungu hjónin höfðu ekki greitt síðasta reikning. Hann hringdi dyrabjöllunni og þegar unga frúin kom til dyra sagði hann; "Þú ert kominn mánuð fram yfir". "Hvernig í ósköpunum veist þú það?" spurði unga frúin. "Nú það er allt svona skráð kyrfilega í tölvukerfi Orkuveitunnar" var svarið. "Heyrðu þetta sætti ég mig sko ekki við og ég ætla að tala við manninn minn í kvöld og hann mun örugglega hafa samband við ykkur á morgun" sagði unga frúin og skellti hurðinni.

Þegar eiginmaðurinn kom heim fékk hann að heyra allt um persónunjósnir Orkuveitunnar og hann fór vitanlega öskuvondur á fund Alfreðs Þorsteinssonar morguninn eftir. "Heyrðu Alfreð þetta er nú algjörlega út í hött. Hvað eiginlega í ósköpunum gengur að ykkur, þið eruð með það í skrám ykkar að við séum komin mánuð fram yfir, hvern andskotann kemur ykkur það við?".

"Slakaðu nú á þetta er ekkert mál, borgaðu okkur bara og þá tökum við þetta úr skránni okkar."svaraði Alfreð. "Borga ykkur, ertu ekki í lagi, nú ef ég hafna því hvað þá?" "Nú þá klippum við bara á og tökum þig úr sambandi." "Og hvað á konan mín þá að gera?" "Nú hún verður þá bara að nota kerti." Svaraði Alfreð.

Halli


Bóndi

Jón Jónsson f.20.1.1800, d.7.7.1871, bóndi í Stórutungu í Bárðardal 1822-1871, hann var góður bóndi í fornum stíl og orðlagður fyrir nýtni og sparsemi, á vorum þegar viðir tóku að laufgast, gekk hann út með hníf og skar laufgaða kvisti og bar heim í poka. Sagt er að stundum hefði hann safnað talsverðu fóðri á þennan hátt, áður en aðrir báru ljá í jörð. Jörðinn er svo lýst í hans búskapartíð. Stórutunga talin hingað til 14 hundruð. Túnið er sumt þýft, holótt sumt brennur, líka partur af því eltingarblendin, fóðrar hérumbil eina kú. Útheyskapur það helsta á sandblettum víðsvegar um landið sumpart í þýfismýri.

Jón þessi var meðal annars afi Elínborgar langömmu minnar, afi Guðrúnar Sigurborgar Jónasdóttur húsfreyja í Hraunkoti og Hafralæk, afi Elínar Sigurveigar Jónasdóttur húsfreyju á Sílalæk og einnig afi Kristínar Jakobínu Jónasdóttur húsfreyja á Ófeigsstöðum svo eitthvað sé nefnt.

Þessi mánudagur var ekki frábrugðin öðrum mánudögum hjá mér nema smá mubluflutningar á milli herbergja og tókst það ljómandi vel.

Halli


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

95 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband