Færsluflokkur: Bloggar

AFMÆLISKVEÐJA

Tengdadóttir mín Íris er tuttugu og fimm ára í dag,   elsku Íris til hamingju með daginn,  Halli og co.

NETFANG

Netfangið mitt er,  sigurbjorgh@simnet.is

ÆTTFRÆÐI

Ef þið hafið einhver vandamál í sambandi við ættfræði, svo sem niðja, forfeður eða eitthvað annað endilega hafið samband, og mun ég reyna að leysa úr því, mun ekki blogga mikið á næstunni þar sem ég er kominn í ættfræðina aftur af fullum krafti eftir árs hlé frá henni, ættfræðin er mitt aðaláhugamál og er búið að vera síðan 1998 er ég hætti að sparka bolta eftir tuttugu og fimm ára spark.

kveðja til bloggvina og alla hinna, Halli


CHELSEA

Þetta á eftir að fara illa með Chelsea, það var ekkert að þessum þjálfara, var að gera góða hluti með sitt lið, búinn að vinna nokkra titla á stuttum tíma, það er ekki alltaf hægt að vinna stundum taparðu, og ráða svo þjálfara frá Ísrael til að ná betri árangri, hvaða reynslu hefur þessi nýji þjálfari af evrópuknattspyrnunni,  ég bara spyr?


mbl.is Verður flótti frá Chelsea?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BOLUNGARVÍK

Gott að allt fór vel og enginn slasaðist, Eydís Birta afastelpa ætlaði í nýju rennibrautina í sundlauginni í dag með ömmu sinni en varð að fresta því í bili vegna brunans, kom þess í stað í heimsókn og tókst að stjórna afa sínum og ömmu svolítið.


mbl.is Talsverðar skemmdir vegna elds í íþróttahúsinu á Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MYND

DSCF1440

Dóttir mín Sigurbjörg er í heimsókn hjá vinkonu sinni í Þýskalandi og er þetta mynd af þeim, Sigurbjörg til hægri, Eva vinkona til vinstri og kærasti hennar í miðið. Smellið á myndina til að stækka hana.


AMMA

Amma mín Kristjana Árnadóttir hefði orðið hundrað ára í dag

hefði hún lifað, hún var fædd 21.sept. 1907 í Saltvík í

Reykjahverfi, hún giftist 15.ág. 1926 Hallgrími Óla Guðmundssyni

bónda í Grímshúsum í Aðaldal sem var f. 29.sept 1897 og

hefði því orðið hundrað og tíu ára um næstu helgi.

Hallgrímur afi lést langt um aldur fram 1954, amma bjó

síðan alla tíð í Grímshúsum eða þangað til hún lést 11.sept 1987,

þau amma og afi eignuðust sex börn, 1. Eysteinn f.1929, d.1990

bóndi í Grímshúsum, 2. Sigurbjörg móðir mín f.1931 húsfreyja

í Húsabakka í Aðaldal var gift Helga Ingólfssyni bónda þar

er lést 1993, og eignuðust þau sjö börn, 3. Guðmundur f.1938

bóndi í Grímshúsum giftur Halldóru Jónsdóttur kennara og

eiga þau þrjú börn, 4. Jónína Þórey f.1941, d.1942, 5. Jónína Árný

f.1943 kennari á Húsavík gift Hreiðar Karlssyni fyrv. kaupf.stj.

þar og eiga þau fjögur börn, 6. Guðrún Helga f.1944 leikskólastjóri

í Reykjavík gift Halldóri Guðmundssyni húsgagnasmið og

eiga þau þrjú börn, niðjar ömmu og afa eru nú sextíu og sjö.

Föðuramma mín hefði orðið hundrað og nítján ára í gær hefði

hún lifað, og er við hæfi að ég skrifi smá pistil um hana að ári.


ORÐTAK

Gott er það sem Guð og menn gefa, en best er þó að taka hjá sjálfum sér.


BRANDARI

Afhverju eru ljósku brandarar svona stuttir, svar: svo karlmenn skilji þá.

GAMAN Í LAS VEGAS

Maður einn heimsótti Las Vegas og gleymdi sér algjörlega í allri dýrð

spilavítanna og gjálífsins þar. Morgunn einn vaknaði hann í ókunnugu

rúmi með ljótustu konu sem hann hafði séð, við hlið sér. Hann

laumaði sér í fötin og setti 20 dollara seðil á náttborðið. Þegar

hann var að læðast út fann hann að það var togað í fót hans. Önnur

álíka ljót kona lá á gólfinu. Hún brosti og sagði:

- Fær brúðarmærin ekkert?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

334 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband