Færsluflokkur: Bloggar

LYFJAAKSTUR

Mikið um lyfjaakstur á Akranesi, ætli þetta sé nýyrði, hef ekki heyrt þetta orð áður, ætli ökumenn á Akranesi séu að keyra lyf í heimahús.


mbl.is Fleiri teknir fyrir lyfjaakstur á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍSLAND/FÆREYJAR

Gott svar hjá Jógvan landsliðsþjálfara Færeyja, vorum í sterkum riðli í undankeppni EM segir hann og okkar menn hafa þörf á að leika á móti liðum sem eru nær því að vera í sama styrkleika og við Færeyingar og á þar við Íslendinga og Luxemburgara sem þeir ætla og leika landsleiki við í vor, ætli frændur okkar Færeyingar verði ekki fyrri til að komast á stórmót svo sem EM eða HM það kæmi mér ekki á óvart.
mbl.is Ísland mætir Færeyjum í Kórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LANDSLIÐSEINVALDUR

Tek undir með Glenn Hoddle, líst vel á að fá Capello í starfið, ef hann fær þá að ráða vali á landsliðinu, mér hefur alltaf fundist skrýtið valið hjá landsliðsþjálfurum Englands, alltaf finnst mér einhver annar sé með puttana í því hverjir fá að spila og hverjir ekki, góðir leikmenn að mér finnst þurfa að sitja á bekknum landsleik eftir landsleik og kannske fá að spila tíu til tuttugu mínútur í leik, en þetta er bara mín skoðun.


mbl.is Hoddle vill að Capello taki við enska landsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EIÐUR SMÁRI

Horfði á fyrri hálfleikinn, sá Eið sjaldan fá boltann, var eins og samherjar hans tækju ekki eftir honum á vellinum, þeir sendu allt annað en á hann, kannske ekki skrýtið þar sem þeir eru ekki vanir því að hann sé í byrjunarliðinu
mbl.is Eiður Smári í liði Börsunga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KNATTSPYRNUFRÉTT

Pétur Geir Svavarsson er Bolvíkingur en ekki Ísfirðingur eins og segir í þessari frétt, langaði bara að leiðrétta það, mjög efnilegur strákur, mjög slæmt að missa hann, fetar nú í fótspor föður síns sem var á Austfjörðunum að mig minnir 1979 hjá Hrafnkeli Freysgoða á Breiðdalsvík við góðan orðstír að hans eigin sögn.
mbl.is Fjarðabyggð fær markakóng Íslandsmótsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NIÐJATAL

Var að setja inn niðjatal Jóns Ólafssonar f.1865 frá Mýrarlóni í Kræklingahlíð í Eyjafirði, þessi Jón átti sautján börn og eru frá honum komnir hátt á fimmta hundrað afkomendur, Jón var langafi sambýliskonu minnar Sigríðar Jónu Guðmundsdóttur í föðurætt. 

GETRAUN

Aðafaranótt 25. apríl 19xx varð eldur laus í Reykjavík og á skammri stundu læsti eldurinn sig í nálæg hús og í næstu götur, svo að um nóttina brunnu alls 12 hús og tveir menn fórust í brunanum. Mesti eldsvoði á Íslandi. Eignatjónið var metið á aðra milljón króna. Þar var mikill sjónarsviptir að morgni, miðbær höfuðstaðarins því nær allur í rúst.

 

Hvaða ár var þetta.


EMIL STRÁKSKRATTI

Picture 096Picture 093

Nýr fjölskyldumeðlimur, Eydís afastelpa skírði hann, Emil Strákskratti, og kemur það nafn ekki á óvart eftir hennar hundraðasta áhorf á Emil í Kattholti hjá afa sínum og ömmu.


NIÐJATAL

Setti inn niðjatal Evlalíu Guðmundsdóttur f.1878 húsfreyju í Folafæti í Seyðisfirði vestra og síðar í Bolungarvík, er með skráða rúmlega 630 niðja hennar og manns hennar Sigurðar Borgars Þórðarsonar f.1877, d.1916, og barnsföður hennar Jóns Péturssonar f.1890, d.1936, þetta er ekki tæmandi niðjatal, á eftir að yfirfara þetta betur, vantar eitthvað í það, endilega þeir sem rekast á þetta niðjatal hjá mér, sendið mér athugasemdir og eða skammir, allt verður tekið til greina og reynt að bæta úr, Evlalía var langamma sambýliskonu minnar Sigríðar Jónu Guðmundsdóttur, niðjatalið má nálgast hér bakborðsmegin á síðunni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband