GAMAN Í LAS VEGAS

Maður einn heimsótti Las Vegas og gleymdi sér algjörlega í allri dýrð

spilavítanna og gjálífsins þar. Morgunn einn vaknaði hann í ókunnugu

rúmi með ljótustu konu sem hann hafði séð, við hlið sér. Hann

laumaði sér í fötin og setti 20 dollara seðil á náttborðið. Þegar

hann var að læðast út fann hann að það var togað í fót hans. Önnur

álíka ljót kona lá á gólfinu. Hún brosti og sagði:

- Fær brúðarmærin ekkert?


OF FALLEG

Mér finnst hún svo sem ágæt, ég verð nú bara að segja eins og er, mér finnst nú bloggvinkonurnar mínar líta mun betur út heldur hún Demi, svo ég tali nú ekki um strákana.


mbl.is Demi Moore segist vera of falleg til að fá kvikmyndahlutverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BRANDARI

Tveir gamlingjar, maður og kona, sitja í ruggustólunum sínum á elliheimilinu."Ég þori að veðja við þig um að þú getur ekki giskað á hve gamall ég er," segir hann."Og ég veðja við þig um að það geti ég," svarar hún."Jæja," svarar hann, "ég veðja við þig 5000 krónum að þú getur ekki giskað á það.""Allt í lagi," svarar hún, "ég tek veðmálinu.""Stattu upp."Hann stendur upp og hún virðir hann vandlega fyrir sér, frá toppi til táar."Og snúðu þér nú við," segir hún og virðir hann jafn vandlega fyrir sér og áður."Snúðu þér nú við aftur … og taktu niður um þig buxurnar," segir hún.Hann gerir það og hún virðir hann fyrir sér frá toppi til táar."Þú ert 86 ára gamall," segir hún svo.Hann verður alveg orðlaus."Ja, hver fjandinn, kona, það er rétt hjá þér, ég er 86 ára gamall. Hvernig fórstu að því að sjá það út?"Hún ruggar sér í stólnum og glottir:"Þú sagðir mér það sjálfur í gær!"

TIL UMHUGSUNAR

Öll mál hafa jafnan tvær hliðar, og ekki væri ljós án myrkurs. Hræsnin hefur ansi oft verið fylgifiskur trúmálanna og er svo enn þann dag í dag. Og enn í dag er verið að framkvæma myrkraverk í nafni trúarinnar, vítt og breitt um heiminn.


GRETTIR STERKUR

Glímukappi var að halda ræðu á ungmennafélagsskemmtun og sagði meðal annars: „Á söguöldinni voru Íslendingar menn, þá voru þeir engar lyddur, eins og þeir eru nú. Það voru karlar sem höfðu krafta í kögglum. Þeir fóru tuttugu í Gretti og höfðu hann ekki.“

ÁHUGASAMUR VEIÐMAÐUR

Það voru hjón sem fóru saman í rjúpu um daginn. Þau höfðu lítið veitt og þegar kvöldaði ákváðu þau að gista í sæluhúsi uppi á heiði.
Um nóttina stekkur karlinn allt í einu á fætur, rýkur út alsber, með byssuna á lofti. Hann kemur síðan skömmu síðar inn aftur, bálreiður og öskrar á konuna sína:

"Það er engin helv. rjúpa á þakinu"

"Ég sagði, á ég að krjúpa eða vera á bakinu"

1-1

Þarf KSÍ að komast að samkomulagi við spænska lækna um að besti maður okkar spili ekki á móti spænsku landsliði?
mbl.is Barcelona óskaði eftir því að Eiður spilaði ekki í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ILLA FARIÐ MEÐ SKEPNURNAR, HVER SKRIFAÐI ÞESSA GREIN OG HVAÐA ÁR

Ég hef farið 66 sinnum milli Íslands og útlanda, þar af þrjár ferðir

frá Íslandi, sem hestar voru með, og eina ferð á skipi með fullan farm

sauða til Englands, nálægt 4000 sauða. Ég tók því vel eftir, hvernig

hestunum og sauðfénaðinum leið, og sá þær þrautir, sem skepnurnar

liðu, þegar skipið ruggaði mikið í hafrótinu. Þær eru margar sjóveikar,

geta ekki étið, og ekki er þá hægt að brynna þeim. Stundum hendast

þær milli skilrúmanna, svo liggur við beinbroti.

Í næstliðnum nóvember bað ég skipstjórann á skipinu, sem er vinur

minn, að neita því að flytja hesta um háveturinn. En hann sagðist ekki

geta gert það vegna eigenda skipsins, þeir mundu ekki vilja slá

hendinni móti flutningsgjaldinu. Þannig er þetta mál samfléttað keðju

af fégirnd. Eigendur skipanna vilja ná í flutningsgjaldið, hestakaupendur

vilja krækja í hátt verð. Enginn af þessum liðum hugsar um kjör og

tilfinningar skepnanna. Hinir síðastnefndu eru mest ásökunarverðir,

þeir eru að launa sínum trúa þjóni trúa þjónustu.

Af einum hestafarminum í nóvembermánuði drápust 30 hestar milli

Íslands og Færeyja. Hvað halda seljendurnir um líðan hesta þeirra,

sem drápust og hinna, sem tórðu af?

Hugarfar hestaprangaranna, sem keyptu og sendu hestana til

útlanda sást af fóðrinu, sem þeir sendu með hestunum í vetur.

Það var versti ruddi, sem hestar ef til vill ætu í gaddi og jarðleysum

á vetrardag, en ekki sjóveikir og þyrstir hestar. Heyruddinn var

látinn til málamynda, af því að menn fá ekki að flytja hesta út á

skip, nema ákveðin vigt af heyi fylgi með.

Full þörf er á því, að lög verði samin á næsta þingi, sem leggi háa

sekt við, ef nokkur hestur er fluttur frá Íslandi til útlanda á tímabilinu

frá 1. október til 1. maí, svo að slíkt ódæðisverk, sem þetta, verði

ekki þolað átölulaust.

   

GÁTA-HVAÐA ÁR ER ÞETTA

Dagblöðin geta ekki komið út næstu daga, vegna veikinda starfsmanna.

Merkustu tíðindi verður reynt að birta á fregnmiðum víðsvegar um

bæinn. Kaupendur blaðanna geta látið vitja fregnmiða á afgreiðslum

blaðanna og verða þeir enn fremur til sölu á götunum.

Nauðsynlegustu auglýsingum verður veitt móttaka á afgreiðslum

blaðanna.

 

SPJALL Á KLÓSETTI

      Þessir rugludallar. Ég var að fara norður á Akureyri um daginn, en þegar ég kom í Hrútafjörðinn varð ég að stoppa í Staðarskála og fara á klóið. Ég fór á básinn og setti mig í stellingar á setunni. Alveg um það leyti sem aðgerð var hefjast heyri ég sagt í básnum við liðina "Hæ, hvernig gengur?" Ég er nú ekki þessi týpa að hefja samræður við ókunnuga á klósetti í veitingahúsi um það leyti sem ég er að hefja rembingin. En ég vissi ekki hvernig ég átti að taka þessu svo ég svaraði, "Nú svo sem ekki illa" Þá heyrist úr hinum básnum "Jæja, hvað ertu að stússast?" Var einhver að tala um bjánalegar spurningar? Mér var farið að finnast þetta dálítið þreytandi, en ég svaraði "Ég er á leiðinni norður en varð að skreppa á klóið." Þá heyri ég, "Heyrðu, ég verð að hringja í þig seinna. Í hvert skipti sem ég reyni að tala við þig svarar einhver rugludallur hér við hliðina á mér!"

LÍFIÐ OG TILVERAN

Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: "Hvað eru stjórnmál?" Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum þínum svo við skulum kalla þig Fólkið. Við getum síðan haldið áfram og kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina. Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og saman. þannig að Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem pabbi hans sagði honum.

Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum. þegar hann kemur inn í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína sofandi. þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst. Hann kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni.

Að lokum gafst Nonni litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði. Næsta morgun segir hann við föður sinn. "Pabbi, ég held núna að ég skilji hvað stjórnmál ganga út á." Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því. þá sagði Nonni litli: " Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum er Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum skít...


HÆTTUR AÐ DREKKA

Ung skáldhneigð og draumóragjörn kaupstaðarstúlka var að tala við sveitabónda um sumarkvöld.      
„Þér hljótið að þekkja andlit náttúrunnar í öllum myndum,“ segir stúlkan. „Hafið þér ekki séð sólina ganga undir í logandi eldflóði eins og væri að kvikna í öllum heiminum? Hafið þér aldrei séð mánann eins og dauðhræddan flóttamann vera á fleygiferð undan dimmum og drungalegum regnskýjunum? Og hafið þér aldrei séð þokuna læðast niður fjallshlíðarnar, eins og þúsundir af vofum sem allar böðuðu út höndunum?“          
Þá greip bóndinn fram í, kinkaði kolli og segir: „Jú, mig rámar nú í þetta, en það er svo langt síðan ég hætti að drekka, stúlka mín.“

FIRST RAPE THEN EAT

Það voru einu sinni tveir menn í vegavinnu að vetri og síðan taka þeir eftir því að það festist bíll í snjónum rétt hjá þeim. Þá labba þeir að bílnum og reyna að tala við fólkið í bílnum, en þetta voru Englendingar. Þá segir annar maðurinn við Englendingana:"It is ok, first we are going to rape, then we are going to eat you." En hann meinti auðvitað að þetta væri í lagi fyrst myndu þeir binda reipi við bílinn, og síðan ýta þeim áfram.

TÍMASKYN

"Það er skrýtið þetta með aldurinn. Þú tekur allt í einu eftir því að börnin þín eru farin að eldast, þau eru jafnvel orðin fimmtug. Þú staldrar við, því þér finnst þú sjálfur ekkert hafa elst. Það eru bara börnin sem vaxa og eldast. Það er eiginlega ekki fyrr en þú ferð að hafa orð á þessu og þau benda þér allra vinsamlegast á að árin hafi nú talsvert færst yfir þig líka, að þú áttar þig á því hvað lífið hefur ætt áfram."
Svona er þetta með árin og tímann og enginn er svo sem eldri en honum finnst sjálfum. Tíminn, eins og hann er mældur hér á jörð, er afstæður, og fer eftir ýmsu. Talsvert er síðan menn tóku eftir því að tími og líf ýmissa dýra, svo ekki sé nú talað um plantna, var á allt öðrum hraða og ferli en okkar mannanna.
   

MÁLSHÁTTUR

ENGINN FITNAR AF FÖGRUM ORÐUM

TROMMULEIKARI

Trommuleikari hundleiður á trommarabröndurum ákvað að söðla um og læra á nýtt hljóðfæri.
Hann fór í hljóðfæraverslun og biður um að fá að kíkja á harmonikkur.
Nikkurnar eru þarna í horninu sagði afgreiðslumaðurinn.
Eftir að hafa skoðað og spekúlerað drykklanga stund sagði trommarinn " Ég ætla að fá þessa stóru hvítu"
"Þú ert trommuleikari er það ekki " segir afgreiðslumaðurinn.
"Jú hvernig veistu það" spyr trommuleikarinn undrandi.
"þessi stóra hvíta á veggnum er ofn" svarar afgreiðslumaðurinn.

KALDUR VETUR

Var nú flesta daga yfir 20 stiga frost til 22. janúar. Einna mest

var það 21. janúar. Þá var 25 stiga frost í Reykjavík, 26 á Seyðisfirði,

28 í Skutulsfirði, 33,5 á Akureyri og 36 á Grímsstöðum á Fjöllum.

Í Vestmannaeyjum voru þá 12 stig.

Þá lagðist ísinn að Vestfjörðum. Hafís rak inn á firðina, en milli

jakanna og ísborganna lagði sjóinn. Dýrafjörður var allagður 11. janúar

og gengið var yfir þveran fjörð frá Núpi til Haukadals.

Skutulsfjörður og aðrir innfirðir Ísafjarðardjúps voru allagðir. Og

farið var með póst á ísi beint frá Arngerðareyri til Ísafjarðar.

Breiðafjörður var lagður allur og gengið var milli lands og eyja. Einnig

var farið með klyfjahesta til lands úr eyjum, en það hafði ekki komið

fyrir áður í manna minnum.

Á Húnaflóa hafði hafísinn rekið svo hratt inn, að utan frá Þaralátursfirði

á ströndum var hann ekki nema sólarhring inn á flóabotn.

Allur Eyjafjörður var ein íshella. Mátti ríða allan fjörðinn. Menn

frá Siglufirði gengu þar um 20. janúar upp á fjall. Svo langt sem sást

var samfelldur ís.

Um þær mundir var hafís fyrir öllum Austfjörðum og landfastur

í Gerpi.

Eskifjörður var fullur af lagís. Lagarfoss lá við ísskörina á firðinum

og affermdi vörur þar.


BRANDARI

Drukkinn maður hringdi í lögregluna til þess að tilkynna að þjófar hefðu brotist inn í bílinn hans."Þeir hafa stolið mælaborðinu, stýrinu, bremsunni, kúplingunni og meira að segja bensíngjöfinni!" hrópaði hann. Lögreglan var orðlaus og ákvað að senda mann á staðinn. En áður en hann komst út úr dyrunum var hringt í annað sinn og sama röddin var í símanum:"Ég afturkalla beiðnina," sagði hann hikstandi, "ég hafði óvart sest í afturstætið."   

STÚLKAN Á ÁRBAKKANUM

                       Á árbakkanum ég stóð

                       og yfir ána leit,

                       þar var svo fagurt fljóð

                       eða var það ær á beit,

                       vasklega í vöðlurnar mér tróð

                       skyldi þetta vera geit,

                       út í fór og upp að höndum óð

                       undrandi að ekki upp hún leit,

                       mér leið eins og á fótunum væri lóð

                       leiðin var löng ó hvað ástin er heit,

                       nú fór að renna örar um æðar mínar blóð

                       ég upp á bakkann skreið og upp ég leit,

                       þar var hún úttroðinn og rjóð

                       það var þá bara fuglahræða , ekkert deit.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

53 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband