Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

HOLD ER MOLD HVERJU SEM ÞAÐ KLÆÐIST

Hjá Benedikt Kristjánssyni prófasti á Grenjaðarstað var einhverju sinni unglingspiltur, Torfi að nafni. Dag einn á slætti voru þeir að þekja fjósheyið með blautu torfi. Prestur hringaði torfurnar og bar upp og rétti Torfa, sem tók á móti og þakti. Sjá þeir þá, að hópur velbúinna ferðamanna ríður í hlað í heimsókn til prestsins. Segir þá séra Benedikt: - Guð hjálpi mér, og hér er ég svona til fara! - Svona er ég líka, segir Torfi. - Er það nú ekki annað? segir prestur. - Og hold er mold, hverju sem það klæðist, svaraði pilturinn. Þetta svar þótti séra Benedikt ágætt.

VONT Á MEÐAN Á ÞVÍ STENDUR

Guðríður Jónsdóttir frá Tóttum í Kelduhverfi var meykona alla ævi, lengi vinnukona á Kálfaströnd, Reykjum, Geitafelli, Kraunastöðum og Múla. Síðast dvaldi hún á Sandi á níræðis aldri. Hún var frásagnakona og slyng í þeirri grein, mælsk og minnug. Þegar hún var 83 ára, lagði ungur maður fyrir hana þessa spurningu: Er það ekki örðugt hlutskipti, Guðríður, að pipra? O-nei, ekki er það, svaraði Guðríður um hæl, en það er að vísu vont á meðan á því stendur.

 


GLERBROTIÐ TALAR EINS OG FULL FLASKA

Jónas Jónsson frá Hriflu og Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur áttu það til að gera athugasemdir hvor við annan. Einu sinni var Jónas að ræða um Sverri við annan mann og sagði: Sko, þó Sverrir sé bara eitt ómerkilegt glerbrot úti á sorphaug mannfélagsins, þá getur hann stundum talað, eins og hann væri full flaska.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband