Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

SAMEININGARKOSNINGAR

Líst vel á þessa sameiningu, vonandi að menn geti starfað saman að öflugu sveitarfélagi, þá vantar bara að Mývetningar komi með, mér finnst að nafnið Þingeyjarsveit passi vel við þetta nýja sveitarfélag, svo er þetta glæsileg mynd sem fylgir fréttinni, Grímshús þar sem mamma er fædd og Gummi frændi býr, og Helluland fyrir miðri mynd og Norðurhlíð upp í brekkunni.
mbl.is Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit sameinast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEWCASTLE

Glæsilegur árangur hjá Kevin Keegan og félögum í Newcastle og Owen með bæði mörkin, eftir slæmt gengi framan af eftir að Keegan tók við, hafa þeir ekki tapað leik síðan 8.mars og þá fyrir Liverpool 3-0.
mbl.is Newcastle gulltryggði sætið í deildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TÖLVU- OG SÍMALAUS DAGUR

Líst vel á þetta hjá þeim Bystrov og Rajekar, ég ætla taka þátt í þessum degi, enda væri ég ekki í vandræðum með það, nota ekki síma nema einstaka tilfelli og tölvu lítið, kannske hálftíma, klukkutíma á dag að meðaltali.
mbl.is Rafmagnslaus dagur á hnattvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 ára

Indriði Indriðason 100 ára í dag, hár aldur sem systkynin frá Ytrafjalli hafa náð, m.a. Þrándur varð 80 ára, Ólöf varð 95 ára, Högni varð 86 ára, Úlfur varð 91 árs, Hólmfríður varð 100 ára, Sólveig varð 90 ára, afi þeirra Ytrafjallssystkyna Þorkell Guðmundsson f.1826, d.1910, var bróðir Sigurveigar Guðmundsdóttur langalangömmu minnar, til hamingju með daginn Indriði.
mbl.is Haldið upp á aldarafmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BOLUNGARVÍK Í DAG

BolungarvíkBolungarvík

Fór með Eydísi Birtu afastelpu smá rúnt og tókum nokkrar myndir, flott veður í dag.


NÖFN FORFEÐRA OG MÆÐRA

Ætla til gamans að setja inn hérna nokkur nöfn forfeðra og formæðra minna, nokkuð sérstök nöfn, nokkur þeirra eru til ennþá, og byrja ég þá upptalninguna, forfeður á undan.  Bröndólfur f.865, Hamall f.990, Steinröður f.930, Ósvífur f.940, Hásteinn f.850, Kjallakur f.880, Gellir f.1009, Kollur f.940, Óleifur f.840, Hergils f.880, Véfröður f.895, Koðrán f.915, Geirþjófur f.870, Arnmóður f.890, Húnröður f.950, Vermundur f.960, Beinir f.900, Hrifla f.965, Svartur f.949, Ísröður f.910, Hrútur f.920, Svarthöfði f.915, Þorgautur f.1000, Snörtur f.1006, Járnskeggi f.990, Hrollaugur f.860, Fálki f.970, Kleppjárn f.1120, Dufgus f.1182, Þiðrandi f.905, Klængur f.1160, Semingur f.1480, Konáll f.855, Lýtingur f.880, Kenek f.1370, Holti f.870, Þórhaddur f. 880.     Þá eru það formæðurnar, Þórvé f.920, Hafþóra f.930, Gjaflaug f.855, Hallgríma f.865, Otkatla f.945, Snjáfríður f.850, Jóreiður f.870, Véný f.1000, Yngvildur f.890, Sólvör f.1080, Vélaug f.890.

Marie franska og danska

Mikið er það nú gott, að franska stelpan skuli nú vera orðin dani, ætli það fylgi ekki ríkisborgararéttinum svo sem eins og ein kartafla, svo hún nái nú að tala dönskuna reiprennandi.
mbl.is Marie Jóakims verður Dani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BRANDARI

Kona ein sat á bar ásamt vinkonum sínum eftir  vinnudag, þegar hrikalegur myndarlegur og rosalega sexy ungur maður gekk þar inn. Hann var svo eftirtektarverður að konan gat með engu móti hætt að stara á hann. Ungi maðurinn tók eftir athyglinni sem hann fékk frá konunni, gekk beint til hennar og sagði. Ég skal gera hvað sem er og hversu afbrigðilegt sem það er fyrir 2000 kall, með einu skilyrði. Orðlaus af undrun spurði konan hvað þetta skylirði væri. Ungi maðurinn svaraði: Þú verður að segja mér hvað þú vilt að ég geri í aðeins þrem orðum. Konan hugsaði tilboð hans um stund, byrjaði að telja peningana upp úr buddunni sinn og rétti unga manninum. Hún horfði djúpt í augu hans og hægt og rólega svaraði hún: ÞRÍFÐU HÚSIÐ MITT ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! !


Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband