Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

KOM VEL Á VONDAN

Úti í heimi kom eitt sinn saman hópur kvenna og ræddi um það hversu ósanngjarnt það væri að móðirin skyldi alltaf líða en faðirinn ekki, þegar barn fæddist. Ein þeirra sem trúuðust var stakk upp á því að næst þegar ein þeirra ætti von á sér skyldu þær allar biðja um að láta föðurinn líða í stað móðurinnar. Var þetta samþykkt. Nokkru síðar veiktist ein og gerði hinum viðvart. Lögðust þá allar á bæn.
Þegar þær héldu að allt væri um garð gengið, sendu þær stúlku á vettvang til að vita hver áhrif bænin hefði haft.
Stúlkan barði að dyrum hjá sængurkonunni og vinnukonan kom til dyra.

"Hvernig líður?" spurði stúlkan
"Ágætlega" svaraði vinnukonan
"Var móðirin mikið veik""
"Ekki minnstu vitund"
"En maðurinn hennar, var hann ekki ósköp veikur?"
"Nei, ekki vitund. En við héldum að vinnumaðurinn ætlaði alveg að deyja."


GÓÐUR MEÐ SIG

 Maður nokkur sagði: “Ég strengdi þess heit um áramótin að hætta öllu monti.”
Var svo spurður: “Heldurðu að þú getir staðið við það?”
Hið magnaða svar var: “Það er auðvelt fyrir mann sem er eins fullkominn og ég er.”
 

 

BÆJARNAFNAGÁTUR

1. Fyrsti bærinn er fyrirsláttur. 
2. Að fara síðast er annars háttur. 
3. Þriðji er oftast alveg sléttur. 
4. Er hinn fjórði í brjóstið settur. 
5. Um fimmta næðir úr áttum öllum. 

BÆJARNAFNAGÁTUR

16. Finnst hinum sextánda betri hvergi. 
17. Seytjándi er aftan við alla kálfa. 
18. Á átjánda mun ei húsið skjálfa. 
19. Nítjándi í eldhúsi er tilvalið tæki. 
20. Í tuttugasta ég ylinn sæki.

BRANDARI

Sölumaður barði að dyrum á skrifstofu prestsins. Hann spurði, hvort presturinn vildi ekki kaupa matreiðslubók handa prestfrúnni.
Jú, prestur var ekki frá því. Hann keypti bókina og borgaði hana strax. Sölumaðurinn þakkaði fyrir og fór.
En hann fór ekki lengra en niður í eldhús til frúarinnar og spurði, hvort hún vildi ekki kaupa matreiðslubók. Prestfrúnni leist vel á bókina og keypti strax eina. Sölumaðurinn þakkaði og hélt leiðar sinnar.
Eftir dálitla stund kom presturinn niður í eldhús til konu sinnar til þess að afhenda henni gjöfina. Honum brá í brún, er hann sá, að hún var sjálf búin að kaupa bók. Hann kallaði í vinnumanninn og bað hann um að fara á eftir sölumanninum og ná í hann.
Þegar vinnumaðurinn náði sölumanninum, kvaðst hann ekki nenna að snúa við aftur. Hann sagðist vita hvað presturinn vildi sér. Hann mundi ætla að kaupa af sér matreiðslubók.
- Mundir þú nú ekki geta borgað hana fyrir prestinn, svo að ég þurfi ekki að snúa við aftur?
Vinnumaðurinn var fús til þess, borgaði bókina og sneri svo heim aftur. En þegar hann kom heim með þriðju bókina hló presturinn. Jafn slunginn sölumann hafði hann aldrei hitt fyrr.


BRANDARI

Dag nokkurn kom húsbóndinn í seinna lagi heim.
Á borðinu fann hann miða með orðsendingu frá eiginkonunni.
"Halló elskan! Maturinn er tilbúinn í ofninum. Ofninn er skápurinn í eldhúsinu sem glerrúðan er á.
Og eldhúsið er stóra herbergið bak við dyrnar inn í borðstofuna!

BÆJARNAFNAGÁTUR

11. Ellefti nefnist hlýjusléttur. 
12. Á hæð er tólfti bærinn settur. 
13. Á þrettánd' er naumast sól að sjá. 
14. Sjómenn í fjórtánda næði fá. 
15. Fimmtándi er prýði framan á bergi. 

BÆJARNAFNAGÁTUR

6. Næðir um sjötta, er gnæfir hæst. 
7. Er hinn sjöundi út við sjá. 
8. Áttundi nefnist Dimmagjá. 
9. Er hinn níundi efni í vönd. 
10. Ekki er tíundi nærri strönd. 

 

 


BÆJARNAFNAGÁTUR

1. Með þeim fyrsta fast er slegið. 
2. Fæst af öðrum lambaheyið. 
3. Að hinum þriðja glögg er gata. 
4. Gleður hinn fjórða þreytta og lata. 
5. Í fimmta ei dropi nokkur næst. 

Eitt bæjarnafn fyrir hverja setningu




GÁTA

Gáta 3:  Hvar finnur þú vegi án bíla, skóg án trjáa og borgir án húsa ?

Næsta síða »

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband