Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
24.6.2007 | 02:40
SVENFHERBERGISGOLF
1. Hver leikmaður skal vera útbúinn eigin tækjum fyrir leik, venjulega einni kylfu og tveim
kúlum.
2. Aðeins má leika á vellinum með samþykki eiganda holunnar, en halda skal kúlunum utan
hennar.
3. Ólíkt utanhúss golfi, er takmarkið að setja kylfuna í holuna, en halda kúlunum utan hennar.
4. Til þess að fá sem mest út úr leiknum, verður kylfan að vera með sterkt skapt.
Vallareigandi hefur heimild til að kanna þykkt skeptis áður en leikur hefst.
5. Eigandi vallar getur takmarkað lengd kylfu til að holan skemmist ekki.
6. Takmarkið er að ná eins mörgum baksveiflum og þurfa þykir, eða allt þar til eigandi
vallarins er ánægður og telur leik lokið. Takist þetta ekki getur það haft þær afleiðingar
að ekki verði veitt heimild til að leika aftur á vellinum.
7. Það þykir óíþróttamannslegt að hefja leik strax og komið er að velli. Reyndir leikmenn
byrja á því að dást að vellinum og veita gryfjunum sérstaka athygli.
8. Leikmenn eru varaðir við því að minnast á aðra velli sem þeir hafa spilað á meðan á leik
stendur. Æstir vallareigendur hafa eyðilagt útbúnað leikmanna af þeim sökum.
9. Til öryggis eru leikmenn hvattir til að hafa með sér regnfatnað.
10. Leikmenn skulu skipuleggja leikinn vel, sérstaklega ef leikið er á velli í fyrsta sinn.
Fyrrverandi leikmenn hafa orðið ósáttir komist þeir að því að einhver annar leikmaður
spili á velli sem þeir töldu til einkanota.
11. Leikmenn skulu ekki gera ráð fyrir að alltaf sé hægt að leika á vellinum. Leiðir það til
vandræða ef t.d. tímabundnar viðgerðir fara fram á honum. Ráðlegt er að spila með
öðrum aðferðum á slíkum stundum.
12. Leikmönnum er uppálagt að fá leyfi vallareiganda ætli þeir að spila í bakgarði.
13. Mælt er með hægum leik, en leikmenn skulu alltaf vera undir það búnir að setja á fulla
ferð, tímabundið, að ósk vallareiganda.
14. Það er talinn frábær leikmaður sem spilar sömu holuna nokkrum sinnum í sama leiknum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2007 | 02:25
ALDINGARÐURINN EDEN
"Drottinn minn, það er smá vandamál!"
"Hvað er að Eva mín?"
"Drottinn minn, ég veit að þú skapaðir mig og hefur útvegað mér þennan fallega garð og öll þessi yndislegu dýr, og þennan frábærlega fyndna snák, en ég er bara ekki hamingjusöm".
"Af hverju ertu ekki hamingjusöm Eva?"
"Drottinn minn, ég er einmana. Og ég er orðin hundleið á eplum".
"Jæja, Eva mín, fyrst svo er þá er ég með lausn á málinu. Ég skal búa til mann handa þér."
"Hvað er "mann" Drottinn minn?"
"Það er "maður" Eva mín. Hann verður gölluð lífvera, með marga slæma eiginleika. Hann mun ljúga, svindla, hann verður hégómlegur, og mun á allan hátt verða þér til vandræða. En.... hann verður stærri, fljótari og sterkari en þú og honum mun þykja gaman að veiða og drepa fyrir þig. Hann mun líta mjög kjánalega út þegar hann er æstur, en fyrst þú ert að kvarta, þá mun ég skapa hann þannig að hann muni fullnægja ... tja.... já... þínum líkamlegu þörfum. Hann verður húmorslaus og mun elska að taka þátt í barnalegum hlutum eins og að slást og sparka bolta til og frá. Hann verður ekki mjög greindur svo hann mun þurfa leiðsögn þína til að hugsa skýrt."
"Hljómar vel" sagði Eva og lyfti annarri augabrúninni háðslega.
"Hverju þarf ég svo að fórna?"
"Tja, já, jæja, þú getur fengið hann með einu skilyrði".
"Og hvaða skilyrði er það Drottinn?"
"Eins og ég sagði, hann verður stoltur, hrokafullur og sjálfsánægður....
Svo þú verður að leyfa honum að halda að ég hafi skapað hann fyrst....Þetta verður leyndarmálið okkar...bara tveggja kvenna á milli!"
AMEN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2007 | 02:04
MYNDIR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2007 | 23:17
GÁTA
Níutíu og níu stúlkur og einn piltur eru í bekk nokkrum. Hve margar stúlkur verða að yfirgefa bekkinn til að stúlkurnar verði 98% bekkjarins?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.6.2007 | 23:16
FRÍ
Mikið að gera og hef ekki tíma
til að sitja og á tölvuskjá skrifa,
mun því verða í fríi um tíma
og bið ég ykkur vel að lifa.
Kveðja til allra bloggvina, reyni að fylgjast með ykkur í sumar eins og ég get, kveðja Halli
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.6.2007 | 22:57
HOLA Í HÖGGI
Kraftaverkahögg!
Lykla Pétur lýtur skilningsvana á Guð og spyr: ,,Hversvegna í ósköpunum léstu hann fara holu í höggi?"
Drottinn svarar: ,,Hverjum á hann að segja frá þessu?!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2007 | 23:01
SVEITIN MÍN
Nú fer ég í sveitina sæll og glaður
og heimsæki systkini móður og vini,
varla er til eins sólríkur staður
eins og við þekkjum af okkar kyni.
Sólin í sveitinni setur nú met
hún situr á þriðja tugnum,
ég reyni að fang hana eins og ég get
og dreif henni á bloggvina vefnum.
Halli
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.6.2007 | 00:19
MÉR LÍKAR HVERNIG ÞÚ HUGSAR
prófin og spurningarblöðin. Svo að hann hafi nú eitthvað að gera, eftir að hann var fyrstur búinn að svara spurningarblaði kennarans, ákvað kennarinn að spyrja hann aukaspurningar.
"Jói minn, þú ert nú svo klár, að ég ætla að spyrja þig einnar
aukaspurninar. Það eru 5 fuglar á grein, þú ert með byssu og skýtur einn fuglinn, hvað eru þá margir fuglar eftir?"
"Enginn", svarar Jói.
"Hvað meinar þú... enginn?", spyr kennslukonan?
"Já, einn drepst, dettur til jarðar og hinir fljúga í burtu" segir Jói
Kennslukonan kinkar kolli og segir "svarið átti nú að vera 4, en mér líkar hvernig þú hugsar"
Örstuttu seinna réttir Jói litli upp hendi.
"Já Jói"
"Má ég spyrja þig einnar spurningar?"
"Endilega" segir kennslukonan.
"Ókei, 3 konur standa við ísbíl, og allar eru búnar að kaupa sér ís, ein af þeim sleikir ísinn, ein af þeim bítur í ísinn og ein af þeim sýgur ísinn. Hver þeirra er gift?" Spyr Jói
Kennslukonan roðnar og segir, "Eee....ég veit ekki alveg, ætli það sé ekki sú sem sýgur ísinn?....eða eitthvað"
"Neeiiii" segir Jói litli, "það er sú sem er með giftingarhringinn, en mér líkar hvernig þú hugsar"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.6.2007 | 02:06
KVEÐJA
Fagra snót þú fegurst ert í heimi
ég horfi lengi á fallegt andlitið,
vinkonurnar sem eru hér á sveimi
þær eru duglegar við innlitið.
Svo koma góður kveðjur frá þeim líka
sem gleðja mína innstu hjartarót,
ég ekki á svo marga vini slíka
kannske við förum öll á stefnumót.
Halli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.6.2007 | 21:20
HEYBINDIVÉL
Fjóla: Ja Gunna mín, þetta var nú ekki alveg eins og best hefði verið. Nú klukkurnar hringdu inn jólin og ég var komin í mitt fínasta púss og gargaði á liðið að fá sér að borða. Nú allir ruddust að borðinu og gerðu sér að góðu jólamatinn, nema þegar ég var á fullu sving að fá mér "væna flís af feitum sauð", heyrðist í Palla mínum, "Heyrðu Fjóla mín, viltu ekki fara smá varlega í matinn, þú lítur orðið út eins og heybindivél í vextinum". Ég bara fékk flog, en hélt þó haus og var ekkert að æsa mig. Svo þegar búið var að opna pakkana og allir farnir að lúlla þá vildi nú Palli minn fá sitt !!!!
Ég snéri mér og horfði fast í augun á honum og sagði; "ELSKU PALLI ÞÚ SKALT NÚ EKKI HALDA AÐ ÉG RÆSI HEILA HEYBINDIVÉL FYRIR EITT LÍTIÐ STRÁ"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Niðjatal
- Niðjatal Maríu og Ingólfs í Húsabakka
- Niðjatal Guðmundar Jóhannessonar bónda á Grýtu og Svertingsstöðum
- Niðjatal Kristjáns Hallssonar bónda á Laugarhóli og Ystahvammsgerði
- Niðjatal Jóns Einarssonar bónda í Svartárkoti og Björgum, fór til Brasilíu
- Niðjatal Þórðar Jóhannessonar í Presthvammi og Hrauni
- Niðjatal Kristjáns Jenssonar bónda í Fossseli
- Niðjatal Þorláks Jónssonar bónda í Torfunesi
- Niðjatal Jónasar Davíðssonar bónda á Bringu í Eyjafirði
- Niðjatal Árna Frímanns Kristjánssonar bónda í Holtakoti í Kinn og Saltvík í Reykjahverfi
- Niðjatal Guðmundar Guðnasonar bónda í Grímshúsum
- Niðjatal Bergvins Þórðarsonar bónda í Húsabakka og Brekku
- Niðjatal Indriða Kristjánssonar bónda í Skriðuseli
- Niðjatal Jóns Ólafssonar frá Mýrarlóni
- Niðjatal Guðna Jónssonar bónda í Sýrnesi og Grímshúsum
- Niðjatal Evlalíu Guðmundsdóttur
Fréttablöð
Eldri færslur
- Júní 2011
- Maí 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Bloggvinir
- Aðalsteinn Bjarnason
- Agný
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Benedikt Sigurðarson
- Bjarni Harðarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Svansson
- Brynja skordal
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Halla Signý Kristjánsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hermann Jónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Birgisson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Valur Jensson
- Karl Hreiðarsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Laugar
- Lára Stefánsdóttir
- Ólöf Brynja Jónsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sóley Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Stefánsson
- Sverrir Stormsker
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórir Kjartansson
Myndaalbúm
Nýjustu færslurnar
- Húsnæðisáætlanir sem gleyma fólkinu
- Bæn dagsins...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Til almennrar dreifingar!
- Aðildarviðræður við ESB koma ekki til greina
- Leggja niður þá starfsemi sem hefur ekki brýn verkefni með höndum
- Snobbað lúsmý, glaður intróvert og hnausþykk ferilskrá
- Prósent eða prósentustig, þar er efinn
- Eyðilagt bankakerfi
- Krónan er ekki vandi