100 ára

Indriði Indriðason 100 ára í dag, hár aldur sem systkynin frá Ytrafjalli hafa náð, m.a. Þrándur varð 80 ára, Ólöf varð 95 ára, Högni varð 86 ára, Úlfur varð 91 árs, Hólmfríður varð 100 ára, Sólveig varð 90 ára, afi þeirra Ytrafjallssystkyna Þorkell Guðmundsson f.1826, d.1910, var bróðir Sigurveigar Guðmundsdóttur langalangömmu minnar, til hamingju með daginn Indriði.
mbl.is Haldið upp á aldarafmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll ,frændi.Undanfarið hef ég verið að sanka að mér ættfræðibækum Indriða og Brynjars Halldórssonar,það hlýtur að vera einsdæmi hér á landi samvinna þessara manna í ættfræðisöfnun og hafi þeir mikla þökk fyrir.Ég man eftir Indriða hér fyrir sunnan,en þá var maður bara pjakkur hann kom í heimsókn til okkar í Reykjavíkinni,Óska honum að sjálfsögðu allra heilla á þessum merka afmælisdegi.Góður sonur þjóðarinnar Indriði Indriðason.        kv,Jens.

Jens Elíasson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Já, maður ber virðingu fyrir svona mönnum, og faðir hans Indriði Þorkelsson var ótrúlegur ættfræðingur, hafði safnað miklum fróðleik áður en hann lést og byggði Indriði yngri bækurnar mikið af þeirri söfnun, Indriði eldri ferðaðist á milli kirkjustaða og skráði mikið þar og til Reykjavíkur fór hann að safna efni, ég las smá viðtal við Indriða yngri, er hann tók í hendina á Stephan G. er hann kom í heimsókn til Íslands og kom í Ytrafjall 1917, þá er Indriði níu ára, hann segir. ,,Handtakið var þægilegt, höndin ekki fyrirferðarmikil en svolítið lúaleg.''

Hallgrímur Óli Helgason, 18.4.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég óska frænda líka innilega til hamingju með daginn.  Kristín mamma Indriða var systir Baldvins langafa míns.  Kær kveðja til þín Halli minn. 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.4.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband