NIÐJATAL

Nýtt niðjatal er komið, það er niðjatal Guðmundar Jóhannessonar bónda á Grýtu í Höfðahverfi og Svertingsstöðum í Eyjafirði og konu hans Önnu Ásmundsdóttur, þau hjón áttu níu börn og eru niðjar þeirra nú 2895, Guðmundur var sonur Jóhannesar Árnasonar sem var bóndi í Presthvammi í Aðaldal, á Grenivík 1809-1844 og Grýtubakka 1844-1860, Sigurlaug systir Guðmundar bjó á Grýtubakka í 55 ár með tveimur mönnum, hún var m.a. langalangamma Kristjáns Eldjárns fyrv. forseta, alls voru systkyni Guðmundar 12 þar af 2 hálfsystkyni, meðal fleiri systkyna Guðmundar voru Jóhanna húsfreyja á Látrum á Látraströnd, Ólöf húsfreyja m.a. í Sauðneskoti í Eyjafirði, Guðrún m.a. húsfreyja í Ystuvík á Svalbarðsströnd, Dýrleif húsfreyja á Hóli í Höfðahverfi, Konráð bóndi á Grenivík, Elíná húsfreyja í Hvammi í Höfðahverfi og Jóhannes bóndi í Brekku í Núpasveit, vona að einhver hafi gaman að þessu og sendi mér athugasemdir um villur eða annað sem má bæta við.

kveðja Halli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Þetta er ekki til á prenti, hef safnað þessu sjálfur í Espólín forrit, þú getur bara skoðað það, og eða prentað það út ef þú villt, tenglar eru vinstra megina á síðunni.

Hallgrímur Óli Helgason, 2.2.2008 kl. 01:01

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2008 kl. 11:12

3 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Sæll frændi. Ég rak augun í þetta niðjatal og þótti kunnugleg nöfn í því!

Örfáar athugasemdir: Hallmundur Kristinsson var ekki bóndi á Þórustöðum, heldur aðeins íbúi þar.  Anna Lilja var aldrei húsmóðir á Þórustöðum, við tókum ekki saman fyrr en ég var fluttur þaðan. Fyrstu sambúðarárin voru raunar í Reykjavík og þar fæddist Hrafnkell. Síðar bjuggum við á Akureyri, í Reykárhverfi við Hrafnagil og síðan aftur á Akureyri, þar sem við búum nú.
Anna Lilja er hjúkrunarfræðingur og íslenskukennari.

         Með kveðju, Hallmundur.

p.s. ég sá hvergi netfangið þitt.

Hallmundur Kristinsson, 16.2.2008 kl. 21:03

4 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Þakka þér fyrir þetta Hallmundur, það eru alltaf vandræði með heimilisfestu  í ættfræðinni, reyni þó alltaf að vera með heimili hjá fólki sem ég skrái, reyni að laga þetta við tækifæri, fólk er mikið á ferðinni síðustu áratugina, man ekki hvar ég fékk upplýsingar um þig en reyni að leiðrétta þetta, verð að þurrka út niðjatalið og setja inn nýtt ef ég leiðrétti eitthvað.

kveðja Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 16.2.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

30 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband