NIÐJATAL

Niðjatal Guðna Jónssonar langalangafa míns er nú komið inn hjá mér, smá upplýsingar um hann, Guðni bjó tvö ár á Hlíðarhaga á Norðurfjöllum, 1861-63, fyrra árið með Eyjólfi Benjamínssyni og hið síðara með Bergvini Jónatanssyni. Voru þeir frumbýlingar þar. Þetta var á gömlum seltóftum frá Reykjahlíð við Eilífsvötn. Fluttist að Garði 1863. Var næsta áratuginn í vistum og húsmennsku í Aðaldal, eftirsóttur verkmaður, ,,áhlaupamaður til vinnubragða og lá flest verklegt í augum uppi, laginn við smíðar, laginn á hesti, ör og bráðlyndur nokkuð og þó lundgóður"(ÆÞ bls.158 IV). Bóndi í Sýrnesi í Aðaldal 1873-1889 og í Grímshúsum í Aðaldal 1889-1901.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll Hóli. Sá á niðjatalinu að þú átt slatta af ættingjum í Leeds, heldurðu kannski með Leeds í boltanum??  kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Nei ég hef nú ekki haldið með neinu sérstöku liði í enska, en þegar ég byrjaði að fylgjast með enska boltanum fyrir svona tæpum fjörutíu árum voru m.a. Leeds, Arsenal, Derby, Liverpool og Forest í uppáhaldi.

Hallgrímur Óli Helgason, 18.1.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Vildi bara óska þér gleðilegs árs og þakka fyrir samskiptin, skrifin og lesturinn á liðnu ári.

Laufey Ólafsdóttir, 19.1.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Kvitt

Brynja Hjaltadóttir, 19.1.2008 kl. 00:04

5 Smámynd: Brynjar Svansson

Sæll, bara svona rétt að segja þér að það er kominn norðlenskur vetur hér á Hellu með svona 40 cm snjó og meira til hann sem á bara að vera til fjalla

Brynjar Svansson, 19.1.2008 kl. 20:53

6 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Innlitskvitt.

Ester Sveinbjarnardóttir, 19.1.2008 kl. 22:24

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Það er nú meira hvað þú ert duglegur í ættfræðinni Frábært!

Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.1.2008 kl. 11:17

8 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Þakka fyrir innlitið bloggvinir, já Brynjar ég var í Reykjavík og Grindavík um helgina og í Grindavík var svakalegur snjór, hef ekki séð svona mikinn snjó hér í Bolungarvík í tíu fimmtán ár.

Hallgrímur Óli Helgason, 20.1.2008 kl. 17:05

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallgrímur Óli Helgason
Hallgrímur Óli Helgason

fæddur á Húsavík 24.3.1960, uppalin í Húsabakka í Aðaldal til 1980, síðan átt heima í Bolungarvík að undanskyldum sex mánuðum sem ég átti heima á Húsavík 2003-2004, netfangið mitt er sigurbjorgh@simnet.is og hallioli@visir.is

 

30 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband